Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 18
FRÉTTASKÝRING Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Óvanalegt er að íbúðir ávegum Eirar, sem m.a. rek-ur hjúkrunarrými og ör-yggisíbúðir fyrir aldraða, séu lengi án leigjenda. Þetta segir Bjarni Kr. Grímsson, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Eirar. Í Morgunblaðinu í gær var sögð saga 69 ára gamals manns, Lýðs Ægissonar, sem þurfti að flytjast úr öryggisíbúð á Eir yfir í hjúkrunarrými á Eir vegna veikinda. Hann þarf að greiða upp uppsagnarfrest leigusamnings íbúð- arinnar, sem þýðir að í hverjum mán- uði fær hann rukkanir upp á annars vegar 259 þúsund krónur fyrir íbúð- ina og 315 þúsund fyrir hjúkr- unarrými, samtals 574 þúsund krón- ur. Báðar rukkanirnar koma frá Eir, sem annars vegar rekur öryggisíbúðir ætlaðar eldri borgurum sem lúta að mestu leyti lögmálum almenns leigu- markaðar og hins vegar hjúkr- unarheimili. Ástæðan fyrir því að Lýður þarf að greiða leigu út upp- sagnarfrest íbúðarinnar er sú að ekki hefur fundist annar leigjandi, þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem eru á biðlista eftir íbúðum sem þessum sé tugir. „Því miður, í þessu tilfelli hefur það bara ekki gengið hjá okkur. Ég skil ekki af hverju, veit ekki hvort fólk vill ekki flytja yfir sumarið eða hvað,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, for- stöðumaður fjármála- og rekstr- arsviðs Eirar. Hann segir að honum þyki miður að þessi staða hafi komið upp. „Stund- um gengur það þannig fyrir sig að sá sem yfirgefur íbúðina mætir þeim sem tekur íbúðina á leigu á þröskuld- inum, svo að segja,“ segir Bjarni. Vísa á Tryggingastofnun Lýður greiðir rúmlega 315 þús- und krónur á mánuði fyrir hjúkr- unarrými sitt á Eir. Innifalið í því gjaldi eru daggjöld, sem eru einu tekjur hjúkrunarheimila samkvæmt rammasamningi við ríkið. Daggjöld eru þau sömu fyrir alla sem dvelja í hjúkrunarrýmum. Ofan á daggjöldin leggst síðan kostnaðarþátttökugjald, sem rennur til ríkisins. Það gjald er ákvarðað af Tryggingastofnun í samræmi við tekjur og eignir hvers og eins íbúa samkvæmt skattframtali. Þetta gjald getur verið afar mishátt. Hjúkrunarheimilum er gert að innheimta þetta gjald fyrir hönd rík- isins. „Við fáum það skemmtilega hlutverk að innheimta þetta af gamla fólkinu. Eða þannig. Það er ekkert voða gaman að vera að standa í því,“ segir Bjarni. Starfsmenn Eirar hafa bent fjöl- skyldu Lýðs á að hafa samband við Tryggingastofnun og athuga hvort hægt sé að taka tímabundnar að- stæður hans til skoðunar við útreikn- ing kostnaðarþátttökugjaldsins. Samþætta málaflokka Sigurjón, sonur Lýðs, segir að það hafi þegar verið gert, án árang- urs. „Þau sögðust ekki geta breytt því neitt sem hann þyrfti að borga, en samt eru það þau sem áætla það. Þetta var eins og að tala við vegg,“ sagði Sigurjón. Í svari Tryggingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort og hvernig hægt væri að fá und- anþágur frá kostnaðarþátttökugjaldi einstaklinga í hjúkrunarrýmum segir að verið sé að samþætta málaflokka og vísað var á Sjúkratryggingar Ís- lands til að fá nánari upplýsingar. Þegar haft var samband við Sjúkra- tryggingar var fyrirspurninni vísað aftur til Tryggingastofnunar, þar sem umsjón þessa málaflokks væri á hennar könnu. Óvanaleg staða að leigjendur fáist ekki Morgunblaðið/Eggert Eir Hjúkrunarheimilum er falið að innheimta kostnaðarþátttökugjöld íbúa. Þau gjöld fara eftir tekjum og eignum hvers einstaklings. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Greint var fráþví í Morg-unblaðinu í gær, að Norðmenn og Evrópusam- bandið tækjust nú á um nýtingarrétt á snjókrabba við Svalbarða, en Evrópusam- bandið hefur meðal annars veitt veiðiskipum sínum heimildir til veiða, sem Norðmenn við- urkenna ekki. Hafa skip frá ríkjum Evrópusambandsins verið færð til hafnar í Noregi og sektuð fyrir veiðiþjófnað vegna deilunnar. Í grunninn snýst deilan um túlkun á Svalbarðasamningnum svonefnda, þar sem Norðmenn fengu yfirráð yfir Svalbarða með vissum undantekningum, einkum er snúa að nýtingu auð- linda. Deilan um snjókrabbann er þannig talin í raun hálfgert yfirvarp eða prófmál á það, hvernig aðrar auðlindir Sval- barðasvæðisins verði nýttar í framtíðinni. Þetta getur verið stórmál, því að talið er að innan Svalbarða- svæðisins leynist gríðarlegar olíu- og jarðgasauðlindir, sem telja má líklegt að slegist verði um, sér í lagi ef Norðmenn gefa eftir í snjókrabbadeilunni. Og málið verður enn stærra í snið- um þegar haft er í huga að öll helstu stórveldi heims hafa þeg- ar sýnt nýtingu þessara auð- linda mikinn áhuga. Þessi snjókrabbadeila er um margt athyglisvert mál, ekki síst fyrir okkur Íslendinga, þar sem það sýnir hve mikilvægi norðurslóða hefur aukist jafnt og þétt á síðustu ár- um. Með hlýnandi veðri hefur til dæmis opnast leið til þess að nýta þar auðlindir eins og olíu, sem áður voru nánast óaðgengi- legar vegna aðstæðna. Þá gæti mikilvægi skipaflutninga, t.d. meðfram norðurströnd Rúss- lands og til Kyrrahafsins, einn- ig aukist verulega á komandi árum og áratugum. Þessi þróun er þegar hafin, og mikilvægi norðurslóða mun aukast enn frekar. Vegna legu landsins gætu Íslendingar í samstarfi við nágrannaríkin gegnt lykilhlutverki, en hér gæti til dæmis orðið mikilvægur áfangastaður fyrir skip áður en þau leggja af stað til Kyrrahafs- ins eins og umræður og undir- búningur undir hafnargerð hér á landi eru til marks um. Þá get- ur vægi Íslands til dæmis í leit- ar- og björgunaraðgerðum á hafi úti aukist. Þegar af þessari ástæðu er mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með því hverjar málalyktir verða við Svalbarða. Verði útkoman sú, að stórveldin fari í kapphlaup um auðlindir þar, munu afleiðingar þess ef- laust birtast í einhverri mynd hér á landi. Svalbarðadeilan er vísbending um það í hvað stefnir} Vægi norðurslóða eykst Rúmlega mán-uður er liðinn frá því að Sádi- Arabía, Egypta- land, Barein og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin sameinuðust um að slíta á öll tengsl sín við Persaflóaríkið Katar, að sögn vegna meintra tengsla stjórn- valda þar við Írani og önnur „öfgaöfl“. Síðan þá hefur Katar- deilan undið upp á sig, þar sem fleiri ríki hafa slegist í hóp þeirra sem vilja útskúfa Katar, auk þess sem ríkin fjögur settu stjórnvöldum í Doha úrslita- kosti í þrettán liðum, sem var hafnað án mikilla málalenginga. Bandaríkin eiga nokkuð und- ir því að samskipti ríkjanna við Persaflóa séu góð, eða í það minnsta ekki of fjandsamleg. Bandaríkin telja sig eiga banda- menn meðal allra ríkjanna fimm sem koma að deilunni, þó í mis- miklum mæli sé. Í Katar er meðal annars stærsta herstöð Bandaríkjamanna við Persa- flóa, á sama tíma og Sádi- Arabía hefur notið mikillar vel- vildar meðal ráðamanna vestra, meðal annars um kaup á her- gögnum. Það var því ekki við öðru að búast en að Bandaríkjamenn myndu á endanum gera tilraun til þess að miðla málum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til Katar fyrr í vik- unni, gagngert til þess að und- irrita sérstakan samning við stjórnvöld þar um samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum, en þeim samningi virtist einnig ætlað að friðþægja Sádi-Araba og bandalagsríki þeirra í deil- unni. Degi síðar flaug Tillerson til Sádi-Arabíu og ræddi þar bæði við Salman konung og utanrík- isráðherra ríkjanna fjögurra, sem hafa verið í fararbroddi deilunnar. Ferðalag Tillersons virðist hins vegar ekki hafa náð að höggva á þann hnút sem deil- an var komin í. Ríkin fjögur sammæltust um að samningur Bandaríkjamanna við Katar væri alls ekki nógu stórt skref í rétta átt, þar sem lítið væri hægt að treysta á orð stjórn- valda í Katar. Bandaríkin munu eflaust halda áfram að reyna að miðla málum, en óhætt er að segja að talsvert vanti upp á sáttavilja deilenda og því lítil von um ár- angur á næstunni. Bandaríkin leita lausna á deilunni um Katar} Engin sátt í sjónmáli Þ að er ekki auðvelt að finna fallegar götur í Reykjavík og meira en nóg af misheppnuðum byggingum og torgum í höfuðborginni. Að kvarta yfir ljótri byggð er kannski lúxusvandi, en vandi engu að síður, því að slæmur arkitektúr og illa lukkað skipulag get- ur haft veruleg neikvæð áhrif á samfélagið. Sumstaðar þarf helst að rífa verstu mann- virkin. Á öðrum stöðum gæti dugað að ráðast í minniháttar fegrandi framkvæmdir. Stundum þarf jafnvel bara að mála grindverk, snyrta tré, reyta arfa og helluleggja upp á nýtt. En hvar á að byrja? Hverju á að forgangs- raða? Hver á að ráða ferðinni? Hver borgar? Ég held að besta lausnin væri að draga úr miðstýringu í skipulagsmálum og skipta borg- inni í margar litlar einingar sem fá að ráða því sjálfar hvað er byggt og hvernig. Enginn veit jú betur en fólkið á hverjum stað hvað mun raunverulega bæta og fegra hverfið. Með því að færa valdið til hverfanna gætu líka skapast nýir möguleikar til að fjármagna þau verkefni sem ráð- ast þarf í, og þétta byggðina um leið. Kannski þykir fólk- inu í Teigahverfinu upplagt að selja hluta af lóð Laug- arnesskóla undir íbúðablokk til að geta ráðist í fegrunaraðgerð á öllu hverfinu. Máski að fólkið í Haga- hverfi vilji selja Hagatorg undir skrifstofuturn og nota peningana sem fást til að gera snotrari almenningsrými – eða hreinlega láta féð renna í vasa íbúanna. Hver veit nema íbúar Breiðholts vilji eitt- hvað allt annað en veggmynd eftir Erró. Ef til vill vilja þeir frekar skemmtigarð og hringekju á Bakkavelli, sem má borga fyrir með því að byggja nokkur falleg íbúðar- eða skrifstofhús milli Breiðholtsbrautar og Arnarbakka. Svo mætti prófa að ganga ögn lengra í þessari grasrótarvæðingu og leyfa hverju hverfi að ráða alfarið yfir eigin skólum og leikskólum; ráða því hvað er kennt og hvern- ig. Kannski vilja foreldrarnir í Ásunum að hestamennska verði hluti af skóladeginum, á meðan þeir sem senda börnin sín í Foldaskóla vilja að krakkarnir læri kínversku og for- ritun. Auðvitað þyrfti útsvarið að fylgja með, að því marki sem verkefni væru tekin frá mið- stýringarfólkinu í ráðhúsinu. Hverfin gætu jafnvel fengið að ráða útsvarsprósentu sinni sjálf. Svona mætti gera ótal tilraunir um alla borg og skapa alvöru samkeppni á milli hverfanna um að vera aðlaðandi og skemmtileg. Íbúarnir yrðu virkir þátttakendur í að móta eigið hverfi og myndu leggjast á eitt við að halda öllu í horfinu. Ákvarðanirnar væru ekki lengur teknar af ósýnilegum embættismönnum. Hvert hverfi myndi síðan þróa sín sérkenni. Sum þeirra myndu reyna að hampa menningu eða íþróttum, önnur reyna að bjóða upp á úrval afþreyingar og veitingastaða, og kannski að fólkið í Skerjafirðinum myndi vilja gera hverfið sitt að fríríki í anda Christianiu. ai@mbl.is Ásgeir Ingvarsson Pistill Ljót borg löguð með dreifstýringu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Gísli Jafetsson, framkvæmda- stjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segist merkja að meiri harka sé komin í innheimtuaðgerðir gagnvart eldri borgurum. Saga Lýðs sé dæmi um slíkt. Hann segir verð á leigu- húsnæði hafa hækkað og sí- fellt fleiri dæmi séu um að innheimtumál eldri borgara endi með málaferlum. „Það virðist vera kominn meiri slagkraftur í innheimtu, bæði í verðlagi og tegund innheimtu. Að fólk sem er bú- ið að skila ævistarfi þurfi að standa í því að verjast gegn slíku, því andmælum við hjá Félagi eldri borgara og segj- um það skort á virðingu.“ Að sögn Gísla vill Félag eldri borgara setjast niður með ráðamönnum og leita betri lausna varðandi hús- næðismál elsta aldurshóps- ins. Aukin harka í innheimtu FÉLAG ELDRI BORGARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.