Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Þarftu að framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
tók til varna fyrir son sinn, Donald
Trump yngri, á samfélagsmiðlinum
Twitter og fordæmdi það sem hann
kallaði „stærstu nornaveiðar sög-
unnar“. Hrósaði hann syni sínum
fyrir frammistöðu sína á sjónvarps-
stöðinni Fox News, þar sem Donald
yngri greindi frá sinni hlið mála.
Helstu fjölmiðlar vestanhafs hafa
fjallað síðustu daga um fund Do-
nalds yngri með rússneskum lög-
manni, en í tölvu-
póstum sem
Donald yngri
gerði opinbera
kemur fram að
fundi þeirra hefði
verið komið á
undir þeim for-
merkjum að lög-
maðurinn, Na-
talía
Veselnítskaja, hefði í fórum sínum
upplýsingar sem væru skaðlegar
Hillary Clinton, keppinaut Trumps
eldri um forsetastólinn.
Fregnirnar hafa orðið til þess að
vekja á ný þrálátar spurningar um
það hvort að háttsettir menn í bak-
landi Trumps hafi unnið með rúss-
neskum stjórnvöldum til þess að
tryggja Trump sigur í bandarísku
forsetakosningunum í nóvember síð-
astliðnum.
Lofar óháðri rannsókn
Christopher Wray, sem Trump
tilnefndi til þess að stjórna banda-
rísku alríkislögreglunni FBI, sat
fyrir svörum öldungadeildar Banda-
ríkjaþings í gær og bar Rússlands-
málið þar á góma. Sagði Wray að
hann hefði ekki rætt málið við
Trump.
Bætti hann við að í sínum huga
væri einungis ein leið fær til þess að
sinna starfi forstjóra alríkislögregl-
unnar og sú væri að sýna algjört
sjálfstæði í störfum frá skarkala
stjórnmálanna og að vera þannig
trúr stjórnarskrá og löggjöf Banda-
ríkjanna.
Þá tók Wray sérstaklega fram að
hann teldi sérstaka rannsókn Ro-
berts Mueller á Rússamálinu ekki
vera nornaveiðar .
Trump hafnar ásökunum
Bandaríkjaforseti segir fréttaflutning um son sinn vera nornaveiðar fjölmiðla
Donald Trump
Konungshjón Spánar, Felipe VI og Letizia, eru nú í
þriggja daga opinberri heimsókn í Bretlandi. Heim-
sókn hjónanna er liður í því að reyna styrkja tengsl á
milli landanna tveggja en spenna ríkir vegna útgöngu
Bretlands úr Evrópusambandinu. Augljóslega fer vel á
með þeim Elísabetu Englandsdrottningu og Felipe.
AFP
Konungshjón Spánar í opinberri heimsókn til Bretlands
Reyna að styrkja tengsl á milli ríkjanna
Forseti Tyrk-
lands, Recep Ta-
yyip Erdogan,
sagði í viðtali við
breska ríkis-
útvarpið BBC að
innganga lands-
ins í Evrópusam-
bandið væri ekki
nauðsynleg fyrir
Tyrki. Það væri
huggun, sagði
Erdogan, ef svo færi að Evrópusam-
bandið neitaði Tyrklandi um inn-
göngu. Þá sagði Erdogan að meiri-
hluti Tyrkja vildi ekki lengur ganga
í Evrópusambandið, en Tyrkland
hefur haft hug á því í áraraðir að
ganga í sambandið.
Erdogan var einnig spurður um
eftirmál misheppnaðrar tilraunar til
valdaráns sem var gerð 15. júlí í
fyrra. Hann hafnaði því að 150
blaðamenn væru í fangelsi og hélt
því fram að aðeins tveir blaðamenn
sætu í tyrknesku fangelsi. Vel yfir
eitt hundrað fjölmiðlum hefur verið
lokað í Tyrklandi frá valdaránstil-
rauninni.
„ESB er ekki ómiss-
andi fyrir Tyrkland“
Recep Tayyip
Erdogan
TYRKLAND
Liu Xiabo,
friðar-
verðlaunahafi
Nóbels, hætti að
anda um stund í
gær, samkvæmt
upplýsingum frá
sjúkrahúsinu
þar sem hann
dvelur nú.
Liu, sem þjá-
ist af lifrarkrabbameini, var
sleppt úr fangelsi vegna sjúk-
dóms síns, en kínversk yfirvöld
hafa meinað honum að leita lækn-
inga eða líknarmeðferðar erlend-
is. Þýskaland bauðst til þess í
gær að taka á móti Liu, en Kín-
verjar segja hann of veikburða til
þess að ferðast.
Læknar frá Bandaríkjunum og
Þýskalandi, sem fengið hafa að
skoða Liu, eru hins vegar ósam-
mála því mati.
Segja Liu glíma við
öndunartruflanir
Liu Xiabo
KÍNA
Rex Tillerson, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ræddi í gær við full-
trúa fjögurra ríkja Mið-Austurlanda,
sem slitið hafa öllum tengslum við
ríkið Katar. Var það hluti af mikilli
viðræðulotu, sem hefur það markmið
að leysa úr deilunni sem ríkir á Ar-
abíuskaganum. Litið er á Katardeil-
una sem fyrstu stóru áskorun
Tillerson sem utanríkisráðherra.
Tillerson hitti fyrst Salman, kon-
ung Sádi-Arabíu, en ríkið er í forystu
ríkjabandalagsins sem hefur slitið
tengslum við Katar vegna meints
stuðnings landsins við hryðjuverka-
starfsemi. Síðar um daginn átti Till-
erson fund með utanríkisráðherrum
Sádi-Arabíu, Barein, Sameinuðu ar-
abísku furstadæmanna og Egypta-
lands í þeirri von að hann gæti þar
miðlað málum, en ríkin fjögur eru,
líkt og Katar, mikilvægir banda-
menn Bandaríkjanna.
Samningurinn „ófullnægjandi“
Bandaríkin og Katar gerðu með
sér samning í fyrradag um að stjórn-
völd í Katar myndu efla baráttu sína
gegn hryðjuverkum. Ríkin fjögur
lýstu því hins vegar yfir í gær að
samningurinn væri „ófullnægjandi“.
Sögðu þau í sameiginlegri yfirlýs-
ingu að ekki væri hægt að treysta
þeim skuldbindingum sem stjórn-
völd í Katar gera.
Deilan hófst þegar Sádi-Arabía,
Barein, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmin og Egyptaland slitu stjórn-
málasambandi sínu við Katar þann 5.
júní. Settu ríkin Katar síðan úrslita-
kosti í þrettán liðum, en þeir fólu
meðal annars í sér að loka sjónvarps-
stöðinni Al-Jazeera. Stjórnvöld í
Katar hafa hins vegar hafnað þeim.
axel@mbl.is
Katardeilan
er enn í lás
Illa gengur að
koma á málamiðl-
un milli ríkjanna
AFP
Bandamenn Rex Tillerson heilsar
Salman, konungi Sádi-Arabíu.
Stærðarinnar ísjaki losnaði af Lar-
sen-íshellunni, sem er á vesturhluta
Suðurskautslandsins, í byrjun þess-
arar viku. Vísindamenn segja að ís-
jakinn sé um 5.800 ferkílómetrar að
stærð og vegi meira en billjón tonn.
Ísjakinn var þó þegar á floti áður
en hann brotnaði endanlega af ís-
hellunni og mun því ekki hafa skjót
áhrif á sjávarhæð, samkvæmt teymi
vísindamanna sem AFP-fréttastof-
an ræddi við.
Jökulkast íshellna gerist frá nátt-
úrunnar hendi, en þó er talið að
hnattræn hlýnun hafi einhver áhrif,
segir í frétt AFP, það er að hlýrri
sjór eyðir ísnum að neðan á meðan
hlýrri lofthiti veikir hann að ofan.
Ísjakar brotna reglulega af stærri
íshellum Suðurskautslandsins, og
eru í þúsundatali. Þeir Mark
Drinkwater og Martin O’Leary
jöklasérfræðingar segja þó við AFP
að þetta sérstaka jökulkast sem
varð í vikunni á Larsen-íshellunni
hafi verið ótengt áhrifum hnatt-
rænnar hlýnunar.
Gríðarmikill
ísjaki komst
á rek
Engin skjót
áhrif á sjávarhæð