Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta er fyrsta breiðskífan okkar en við erum búin að spila saman síðan við vorum 16 ára,“ segir Katrín Helga Ólafsdóttir, með- limur hljómsveitarinnar Milkhouse sem gefur út plötuna Painted Mirrors í dag og fagnar útgáfunni á Oddsson í kvöld. Katrín Helga segir hljómsveit- ina hafa verið stofnaða í 10. bekk en að þau hafi haldið hópinn í gegn um mennta- skóla og nú, u.þ.b. fimm árum síðar, séu þau að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Ásamt Katrínu Helgu eru með- limir Milkhouse Auðunn Orri Sig- urvinsson, Andrés Þór Þorvarð- arson, Sævar Andri Sigurðarson og Victor Karl Magnússon. Hljómsveitin tók þátt í Músíktil- raunum árið 2014 og var valin Hljómsveit fólksins. „Það var mjög gaman að taka þátt en við höfum þroskast mikið sem tónlistarmenn síðan þá. Þá var áskorun að fara á svið og gera eitthvað flott en núna viljum við gera eitthvað virkilega flott,“ segir Katrín Helga. Fjallar um mannleg sambönd Í lok ársins 2015 gaf Milkhouse „Höfum þroskast mik- ið sem tónlistarmenn“ Ljósmynd/Bolli Magnússon Mjólkurhvít Meðlimir Milkhouse ætla að taka nokkur lög og frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Oddsson í kvöld. út stuttskífu sem kallast Baratís í Paradís og inniheldur hún sex lög á íslensku. „Nýja platan okkar er yfir klukkutími að lengd og inni- heldur tólf lög. Þetta er fyrsta stóra, almennilega platan okkar.“ Katrín Helga segir plötuna vera mjög persónulega fyrir hljómsveit- armeðlimi. „Hún fjallar um mann- leg sambönd, sambönd við vini og fjölskyldu og ástarsambönd. Hvernig við horfum á eigin raun- veruleika með öðrum.“ Nýja platan þeirra er mest- megnis á ensku fyrir utan eitt lag á íslensku, en fyrri plata sveit- arinnar var öll á íslensku. Katrín Helga segir Baratís í Paratís hafa einungis verið á íslensku því þau vildu nota ensku lögin sem þau áttu og vinna áfram með efnið fyr- ir næstu plötu og kveðst hún vera mjög stolt af plötunni Painted Mirrors. Hún segir erfitt að skilgreina sjálf hvernig tónlist hljómsveitin spili. „Þetta er einhverskonar in- die, experimental popp. Það er eiginlega bara fyrir utanaðkom- andi að segja til um hvað þeir eru að hlusta á,“ segir hún og hlær. Trommur í Húsafellskirkju Katrín Helga segir sveitina ekki vera með umboðsmann og að þau sjái um allt sjálf. „Reyndar feng- um við þá Gest Sveinsson og Tóm- as Guðmundsson til að hjálpa okk- ur við upptökur. Við byrjuðum að taka upp í fyrrasumar, platan er tekin upp víða og varð alls ekki til á þremur dögum,“ segir hún. Með- al annars hafi þau tekið upp trommur í Húsafellskirkju, eitt- hvað heima hjá Tómasi og eitthvað í Stúdíó Sýrlandi. „Lögin eru mis- gömul, við vorum búin að eiga sum þeirra nánast frá því að við byrj- uðum.“ Um fyrirmyndir þeirra í tónlist segist Katrín Helga ekki geta tal- að fyrir hljómsveitina í heild sinni, enda séu þau fimm og fíli mismun- andi hluti. „Sjálf dýrka ég Björk, finnst Sóley Stefánsdóttir algjör fyrirmynd og finnst Ragga Gísla sjúklega flott. Af erlendum hljóm- sveitum get ég nefnt Radiohead og Air, annars reyni ég að hlusta á meira og meira. Það er til svo ótrúlega mikið af tónlist.“ Sveitin ætlar að fagna útgáfu plötunnar á Oddsson í kvöld klukkan 20 en eiginlegir útgáfu- tónleikar fyrir plötuna verða föstu- daginn 21. júlí í Iðnó. „Á Oddsson ætlum við að frumsýna nýtt tón- listarmyndband, kannski taka tvö til þrjú lög og spila svo plötuna í gegn í kerfinu,“ segir Katrín Helga. „Það er skemmtilegt að segja frá því að fyrsta almennilega gigg- ið okkar var í Iðnó fyrir akkúrat fimm árum þar sem við spiluðum í brúðkaupi systur eins hljómsveit- armeðlims. Fimm árum seinna er- um við með útgáfutónleika þar, það er mjög gaman fyrir okkur,“ segir hún að lokum.  Milkhouse gefur út fyrstu breiðskífuna, Painted Mirrors Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino ætlar að fjalla um fjöldamorð Charles Manson og söfnuðar hans í næstu kvikmynd sinni, ef marka má frétt kvikmyndavefjarins The Holly- wood Reporter. Þar segir að kvikmyndaverkefnið sé á byrj- unarstigi og að Tarantino sé nærri því að klára handritið og hafi þegar leitað til leikara á borð við Brad Pitt og Jennifer Lawrence hvað varðar aðalhlutverk myndarinnar. Nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa þegar verið gerð- ar um hryllileg morð Manson-fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni brutust árið 1969 inn á heimili leikkonunnar Sharon Tate, eig- inkonu leikstjórans Roman Polanski sem var þunguð, í Los Angel- es og myrtu hana með hrottalegum hætti og fjóra aðra sem voru í húsinu. Síðar kom í ljós að Manson, andlegur faðir ungmennanna, hafði gefið ungmennunum, sem hann kallaði fjölskyldu sína, fyr- irmæli um voðaverkin. Í frétt The Hollywood Reporter segir að tökur eigi að hefjast snemma á næsta ári, þ.e. ef af verkefninu verður. Tarantino er þekktur fyrir ofbeldisfullar kvikmyndir, m.a. Pulp Fiction, Django Unchained og The Hateful Eight. Næsta kvikmynd Tarantino um Manson AFP Með? Tarantino er sagður hafa rætt við Jennifer Lawrence um að leika í myndinni. Myndlistarkonurnar Habbý Ósk og Jóna Hlíf Halldórsdóttir opna sam- an sýninguna Andartak í dag kl. 18 í Galleríi Vest, Hagamel 67. Á henni sýna þær ný verk, ljósmyndir, textaverk, veggverk og skúlptúra og vísar titill sýningarinnar til verkanna en einnig hversu skamm- ur lífaldur sýningarinnar verður, eins og því er lýst á Facebook. Habbý býr og starfar í New York og hefur hún unnið með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum. Hún vinnur með þemu líkt og varanleika, jafnvægi, tíma, hreyfingu og andhverfur þeirra og í verkum hennar er gjarnan lögð áhersla á samspil ólíkra efna, þar sem hörð efni svo sem viður og mýkri efni á borð við hlaup eða vax styðja hvort annað. Sameining þeirra undirspeglar hversu lítt varanleg eða brothætt tímabil geta verið, og hversu næm veröldin getur verið fyrir breyt- ingu. Jóna Hlíf býr og starfar í Reykjavík og líkt og Habbý vinnur hún með ólíka miðla en textaverk, ljósmyndaverk og skúlptúrar hafa verið kjarni myndlistar hennar undanfarin ár. Í nýjustu verkum hennar er fjallað um tímann og var- anleika, breytingar og tungumálið og litir og það óorðaða kann einnig að vera til umfjöllunar í verkunum. Í texta í sýningarskrá Andartaks má m.a. finna þetta samtal: – Geturðu sagt mér eitthvað um andartak? – Já, að sjálfsögðu. Eða bíddu, nei. Jú, það líður hjá. Annars veit ég lítið um andartök. Þau koma og fara, rétt eins og hádegismínút- urnar. Maður verður þeirra síst var fyrr en þau eru búin. Þau eru bíó- mynd sem maður man ekkert úr. Einhver textabrot á flakki, setn- ingar á flökti sem maður varla get- ur munað. Guava Verk eftir Habbý Ósk. Habbý og Jóna opna sýninguna Andartak Skúlptúr Verk eftir Jónu Hlíf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.