Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
hettusöngvarinn frækni lifði af kald-
asta skammdegið.
„Þeir hafa í gegnum árin flækst
hingað nokkuð reglulega en það er
að aukast mikið. Þeir eru að breyta
farmynstri sínu og vetrardvöl,“ segir
Guðmundur og bætir við að það sé
aðallega vegna loftslagsbreytinga.
karlfuglinn er grár á búkinn en með
svarta kollhettu, en kvenfuglar og
ungfuglar eru með ryðbrúna hettu.
Á merkingarstaðnum á Siglufirði
og víðar í bænum er æti sett út alla
daga á veturna handa flækings-
fuglum og öðrum, sem án nokkurs
vafa hefur gert það að verkum að
Sigurður Ægisson
Urður Egilsdóttir
„Það er mjög óvenjulegt að flæk-
ingsfuglar endurheimtist aftur, þeir
finnast oftast dauðir hér á landi.
Þessi hefur hins vegar komist aftur
heim til Bretlandseyja,“ segir Guð-
mundur A. Guðmundsson, dýravist-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, en í fyrradag urðu tímamót
í sögu fuglamerkinga á Íslandi þegar
í ljós kom að hettusöngvari (Sylvia
atricapilla), lítill, evrasískur spörfugl
á stærð við auðnutittling, sem flækst
hafði til landsins í fyrra, skilaði sér
yfir hafið aftur í sumar að Inverness
í Skotlandi. Sá sem náði honum þar
var heimamaður, Hugh Insley.
Um er að ræða kvenfugl sem hafði
komið í svokallað mistnet á Hvann-
eyrarhólnum á Siglufirði 3. nóv-
ember í fyrra og fékk í kjölfarið ál-
merki um annan fótinn og var sleppt
að því búnu.
Flækingsfuglar færast í aukana
Meðalþyngd hettusöngvara er 16–
25 grömm, en getur farið upp í 31
gramm hjá þeim sem eru að und-
irbúa flug á vetrarstöðvar. Hettu-
söngvarinn sem náðist í Skotlandi vó
18.2 grömm. Kynin eru ólík í útliti,
Ljósmynd/Kristín Sigurjónsdóttir
Flækingur Hettusöngvarinn náðist á Siglufirði í nóvember í fyrra og fékk í kjölfarið álmerki um annan fótinn.
Tímamót í sögu fugla-
merkinga á Íslandi
Hettusöngvari sem flæktist á Siglufjörð skilaði sér heim
Heimkoma Fuglinn skilaði sér yfir hafið aftur í sumar heim til Skotlands.
Ljósmynd/Hugh Insley
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Félagsmenn VR virðast í auknum
mæli sækja sér starfstengda fræðslu
eða þjálfun en á seinasta ári sóttu 73%
þeirra sér fræðslu af ýmsum toga eða
þjálfun tengda starfinu. Þetta kom í
ljós í launakönnun VR sem birt var
fyrir nokkru en félagið hefur tekið
saman niðurstöðurnar úr henni hvað
fræðslumálin varðar og birt á heima-
síðu félagsins.
Kom nokkuð á óvart hversu margir
VR-félagar sækja sér fræðslu sem
tengist störfum þeirra, skv. upplýs-
ingum innan félagsins í gær. Að
stærstum hluta hefðu félagsmenn
sótt einhverja fræðslu að eigin frum-
kvæði þó einnig væri algengt að fé-
lagsmenn fengju þjálfun, t.d. nýliðar í
tengslum við störf. 44% svarenda
sögðust hafa farið á fyrirlestur á sein-
asta ári tengdan starfinu og um 40%
fóru á starfstengd námskeið. Margir
sóttu einnig ráðstefnur o.fl. Fé-
lagsmenn í VR eru nálægt 34 þúsund.
Sjálfstraustið jókst
„Um sjö af hverjum tíu sem sóttu
sér fræðslu á árinu 2016 sögðu í könn-
uninni að sú fræðsla hefði gert þá að
verðmætari starfsmönnum fyrir fyrir-
tækið og á það einkum við um stjórn-
endur. Tveir af hverjum þremur sögðu
að fræðslan hefði gert vinnuna áhuga-
verðari og svipað hlutfall að sjálfs-
traust þeirra hefði aukist með meiri
fræðslu. Þá sagði um helmingur svar-
enda að fræðslan hefði aukið tækifæri
þeirra á vinnumarkaði og eru stjórn-
endur hæstir hvað þetta varðar,“ segir
í umfjöllun um niðurstöðurnar.
Hins vegar skilar þessi fræðsla
starfsmönnum ekki endilega miklum
launahækkunum að því er fram kom í
svörunum.
„Í könnuninni var spurt í hve mikl-
um eða litlum mæli fræðslan sem við-
komandi sótti á árinu 2016 hefði
hækkað launin. Aðeins 13% sögðu að
fræðslan hefði skilað þeim mikilli
launahækkun en 42% að hækkunin
hefði verið mjög lítil. Þegar litið er til
atvinnugreina má sjá að fræðsla skil-
aði síst launahækkun til starfsfólks
hjá fyrirtækjum í samgöngum og
ferðaþjónustu,“ segir í samantekt
VR.
75% VR-félaga
sóttu sér fræðslu
tengda starfinu
Telja sig verðmætari starfskrafta en
fái ekki mikla launahækkun fyrir vikið
Morgunblaðið/Golli
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Íbúasamtök gegn stóriðju í Helguvík
undirbúa málsókn á hendur kísilveri
United Silicon og þeim stofnunum sem
hafa veitt leyfi fyrir áframhaldandi
starfsemi versins, þeirra á meðal Um-
hverfisstofnun. Þetta segir Þórólfur
Júlían Dagsson, talsmaður samtak-
anna. Til stendur að hefja söfnun með-
al íbúa til að eiga fyrir lögfræði-
kostnaði og hyggjast samtökin sækja
málið fyrir íslenskum dómstólum en
eru tilbúin að leita til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu ef þess þarf.
Þórólfur segir athugavert að á sama
tíma og Ísland skuldbindi sig til að
minnka losun gróðurhúsalofttegunda
skuli menn komast hjá þeim skuld-
bindingum með því að kaupa los-
unarheimildir að utan. „Það er ekki
tekin inn í reikninginn sú mengun sem
þegar er á svæðinu þegar reiknað er út
hverjar losunarheimildir þessara fyr-
irtækja eiga að vera. Og ástandið er nú
slæmt fyrir. Þetta svæði getur ekki
borið meiri mengun,“ segir Þórólfur
og nefnir að á svæðinu sé þegar
brennisteinsmengun af völdum há-
hitasvæðisins að ógleymdum Kefla-
víkurflugvelli. Hann bendir á að í ný-
legri skýrslu Landlæknisembættisins
komi fram að lungnakrabbamein sé
sérstaklega algengt á Suðurnesjum og
segir augljós tengsl við mengun þar.
Nýverið birtust niðurstöður skýrslu
sem norska loftrannsóknastofnunin
NILU vann fyrir United Silicon og
kemur þar fram að þau skaðlegu efni
sem mæld voru sé ekki að finna í
hættulegu magni. Að sögn Einars
Halldórssonar, verkfræðings hjá Um-
hverfisstofnun, fundust hins vegar vís-
bendingar um efnið formaldehýð í út-
blæstrinum. Formaldehýð er mjög
rokgjarnt efni og gufar upp í andrúms-
loftinu á augabragði. Því er erfitt að
mæla styrk þess í útblæstri en til þess
þarf sérstakan búnað. Til stendur að
flytja slíkan búnað til landsins á næstu
vikum og halda rannsóknum áfram.
Þórólfur segir marga hafa leitað til
læknis vegna ertingar í augum og hálsi
af völdum formaldehýðs, sérstaklega
þeir sem hafa asma.
Kvörtunum linnir ekki
Um 250 ábendingar hafa borist Um-
hverfisstofnun um lyktarmengun á
Reykjanesi frá því að ljósbogaofn
verksmiðjunnar var gangsettur á ný
um miðjan maí. Starfsemi kísilversins
var stöðvuð í apríl að kröfu Umhverf-
isstofnunar vegna fjölda kvartana um
mengun en fram kom í Morgunblaðinu
í gær að ráðist hefði verið í um 30 að-
gerðir áður en starfsemin hófst aftur í
maí. Einar segir um 100 kvartanir hafa
borist í hverjum mánuði frá nóvember
í fyrra, er verksmiðjan var fyrst gang-
sett, og þar til starfsemin var stöðvuð í
apríl. Því er ljóst að kvörtunum hafi
ekki fækkað þrátt fyrir kostnaðar-
samar úrbætur, og raunar fjölgað lít-
illega. Einar segir liggja fyrir að lykt-
armengun versins sé mest þegar
ofninn er ræstur eftir hvíld. Mengunin
minnki svo þegar framleiðslan er kom-
in á fullt og ofninn orðinn heitur.
„Svæðið ber ekki meiri mengun“
Íbúar á Suðurnesjum hyggjast stefna United Silicon og Umhverfisstofnun Kvörtunum ekki
fækkað þrátt fyrir dýrar úrbætur Vísbendingar um ertandi efni í útblæstri Rannsakað áfram