Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 10

Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 TILBOÐSDAGAR 2 fsláttur af öllum vörum í nokkra daga Lágmúla 8 · sími 530 2800 Ofnar Hell b Ryksugur Smátæki Þ Kæ lis ká pa r Vi ft ur og há fa r Uppþvottavélar Alveg einstök gæði5% a Þurrkarar u orð Þv ot ta vé la r LOKADA GAR BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit fyrirhugaðs meðferðarkjarna Landspítalans er að mótast. Nýjar hönnunarmyndir frá Corpus3 bera það með sér. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eiga eftir að yfirfara myndirnar og hvernig þær ríma við skipulagið. Útlitið gæti breyst þegar lokahönnun liggur fyrir á næsta ári. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), segir útlit fyrir að fram- kvæmdir við nýj- an meðferðar- kjarna fyrir Landspítalann geti hafist á næsta ári. Níu hönnunarfyrir- tæki undir merkjum Corpus3, fimm ís- lensk og fjögur erlend, vinna að lokahönnun. Stefnt er að því að aðaluppdrættir verði tilbúnir í febrúar. Meðferðarkjarninn verður rúmir 60 þúsund fermetrar. Byggingar- kostnaður er áætlaður yfir 30 millj- arðar. Við það bætast 1,45 milljarð- ar í hönnunarkostnað. Heildar- kostnaður við meðferðarkjarnann verður því að lágmarki 31,45 millj- arðar. Skiptist nokkurn veginn jafnt Gunnar segir aðspurður að al- mennt skiptist byggingarkostnaður á markaðnum nokkurn veginn jafnt milli vinnu og efnis, það fari þó eftir verkefnum. Samhliða uppbyggingu meðferðarkjarnans stendur til að byggja rannsóknarhús vestur af Læknagarði. Skilafrestur til að leggja fram tilboð í lokahönnun rannsóknarhússins hefur verið framlengdur til 18. september. Fjögur hönnunarteymi tóku þátt í hönnunarforvali og voru öll metin hæf til frekari þátttöku. Rannsókn- arhúsið verður um 14 til 15 þúsund fermetrar og er hönnunar- og fram- kvæmdakostnaður nú áætlaður um 9 milljarðar króna. Gunnar segir að- spurður að rannsóknarhúsið hafi þegar verið rýnt með notendum og Landspítalanum. Þá hafi áætlaður kostnaður við bygginguna aukist með nýjum einingum, eftir upp- færslu á forhönnun. Nær öll rann- sóknasvið Landspítala sameinist í húsinu í fjölþættri starfsemi. Til dæmis sé nú gert ráð fyrir kjarna- rannsóknastofu og nýrri þjónustu- og stjórnunareiningu. Gunnar segir tækniframfarir eiga þátt í að kjarna- rannsóknastofa bætist við bygg- inguna. Gunnar telur raunhæft að byggingu þessara húsa ljúki 2023. Forhönnun lauk 2013 Gunnar rifjar upp að forhönnun allra bygginga í Hringbrautarverk- efninu, sem svo er nefnt, hófst 2010 og lauk með því að svonefndur SPITAL-hópur skilaði sínu verki 2013. „Síðan var gert ráð fyrir að verk- hlutarnir færu af stað hver af öðr- um. Þeir hafa farið mishratt af stað. Það ræðst alltaf af fjárheimildum frá Alþingi. Við höfum notað tímann á meðan verkhluturinn er ekki far- inn af stað til að rýna forsendur, með notendum, sem lágu fyrir við hönnun bygginganna,“ segir Gunn- ar. Unnið er að rýni á forhönnun á bílastæða-, tækni- og skrifstofuhúsi, vestur af Læknagarði, gegnt BSÍ. Gunnar segir aðspurður að sú vinna sé ekki kostnaðarsöm. Að verkinu komi verkefnastjórn frá Hring- brautarverkefninu, notendur frá Landspítalanum og hönnunarhópar. „Við gerðum þetta sama með rannsóknarhúsið í fyrra. Þess vegna liggur nú fyrir uppfærð forhönnun á á því þegar við förum af stað með fullnaðarhönnun nú í haust,“ segir Gunnar. Í haust kemur í ljós hvaða teymi muni fullhanna húsið á grund- velli þessarar rýndu forhönnunar. Gunnar segir miðað við að húsið verði 21 þús. fermetrar og kostn- aður alls um 2,2 milljarðar. Þessar tölur hafa ekki breyst að undan- förnu. Stór hluti hússins, 17.000 fer- metrar, fer undir 500 bílastæði. Alls verða þessar þrjár byggingar og nýtt sjúkrahótel um 100 þús. fer- metrar. Gunnar segir vinnu við gatnagerð og vinnu við lóðir nýju húsanna hefjast næsta vor. Gatnakerfið byggist ekki á eldri götum og sé að fullu í samræmi við samþykkt deili- skipulag. Fram kemur í fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar 2017- 2021, að „byggingaframkvæmdir við fyrsta verkáfanga nýs Landspítala, einkum meðferðarkjarna og rann- sóknarhús, verði boðnar út árið 2018 og verði komnar á fullan skrið 2019- 2021“. Meðferðarkjarninn að mótast  Hönnuðir vinna að lokahönnun  Byggingarkostnaður hússins er áætlaður yfir 30 milljarðar króna  Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. telur raunhæft að framkvæmdir muni hefjast á næsta ári Teikning/Corpus3/Birt með leyfi Í mótun Horft til vesturs. Hér má sjá drög að meðferðarkjarnanum. Torg verður fyrir framan gömlu aðalbygginguna á Landspítalanum. Teikning/Corpus3/Birt með leyfi Breyting Til verða nýjar götur. Gamla Hringbrautin mun hverfa. Gunnar Svavarsson Teikning/NLSH Á fyrri stigum Hér má sjá eldri teikningar af meðferðarkjarnanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.