Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Síða 8

Víkurfréttir - 18.12.2014, Síða 8
8 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR m ar kh ön nu n e hf Opnunartímar um jól & áramót: Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári! sunudagur 21.des 12-18 mánudagur 22.des 12-22 Þorláksmessa 12-22 verslun Okkar er Opin: Kaskó | Iðavöllum 14 B | 230 Keflavík | www.kasko.is Túngata 14 var valið Ljósahús Reykjanesbær annað árið í röð en nærri þúsund manns kusu í raf- rænni kosningu úr hópi tíu húsa. Valið fór fram á Víkurfréttavefnum, vf.is. Týsvellir 1 urðu í 2. sæti og Freyjuvellir 7 í því þriðja. Hallbjörn Sæmundsson, „jóla- karl“ bæjarins, tók við 30 þús. kr. gafabréfi frá HS Orku/HS Veitum sem inneign á rafmagnsreikningi. Grétar Ólason á Týsvöllum lét ekki sitt eftir liggja í jólaskreytingum á húsi sínu frekar en fyrri daginn og fékk 20 þús. kr. Þriðja sætið fékk 15 þús. kr. gjafabréf. Gunnar B. Gunn- arsson og Sigríður B. Björnsdóttir, eigendur Freyjuvalla 7, eru í fyrsta sinn í verðlaunasæti. Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús/Jólahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í fjórtánda sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósa- skreytingarnar í bænum. Reykja- nesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð á aðventunni til bæjarins til að skoða ljósadýrð- ina. Í ár var hafður sami háttur á valinu eins og í fyrra þ.e. að hin skipaða „jólanefnd“ tilnefndi tíu hús sem bæjarbúar sjálfir fengu svo að velja úr í rafrænni kosningu á vef Víkurfrétta. Tæplega eitt þúsund manns tóku þátt í valinu og er það miklu meiri þátttaka en þegar ósk- að var eftir tilnefningum frá bæjar- búum. Þessi aðferð virðist því ná betur til íbúanna og ákveðið var að halda þessu verklagi í framtíðinni. Í nefndinni sem valdi húsin tíu að þessu sinni sátu formaður menn- ingarráðs Eva Björk Sveinsdóttir, Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta og Þórhildur Eva Jónsdóttir frá HS Orku/HS Veitum. Aðrir á Topp 10 listanum voru: Borgarvegur 20, Heiðarból 19, Heiðarbrún 4, Melavegur 9, Mið- garður 2, Steinás 18, Þverholt 18. Við sama tækifæri voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir fal- legustu jólagluggana í verslunum og fyrirtækjum bæjarins og eftir- farandi fyrirtæki hlutu viðurkenn- ingar fyrir glæsilegar skreytingar. Optical Studio var með fallegasta gluggann að þessu sinni, Skóbúð Keflavík varð í 2. sæti og Gallerí Keflavík í því þriðja. Ljósahús og Jólagluggi Reykjanesbæjar 2014: Túngata 14 vann annað árið í röð -Optical Studio með fallegasta jólagluggann Jólagluggi Skóbúðarinnar. Jólagluggi Gallerí Keflavík. Týsvellir 1. Jólagluggi Reykja- nesbæjar 2014 er í Optical Studio. Fulltrúar þriggja efstu húsanna með fulltrúum Reykjanesbæjar og HS Orku/HS Veitum. Túngata 14, Ljósahúsið 2014.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.