Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2014, Page 14

Víkurfréttir - 18.12.2014, Page 14
14 fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Glæsilegt úrval af jólagjöfum Opnunartími fram að jólum: Fimmtudagur 18. desember kl. 10:00 - 22:00 Föstudagur 19. desember kl. 10:00 - 22:00 Laugardagur 20. desember kl. 10:00 - 22:00 Sunnudagur 21. desember kl. 10:00 - 22:00 Mánudagur 22. desember kl. 10:00 - 22:00 Þorláksmessa 23. desember kl. 10:00 - 23:00 Aðfangadagur 24. desember kl. 10:00 - 12:00 Það var mögnuð menningar-veisla að Útskálum á mánu- dagskvöld. Þar stóð Hollvina- félag Unu Guðmundsdóttur fyrir menningardagskrá til styrktar húsi Unu, Sjólyst í Garði. Fjöldi listamanna kom fram á menningarkvöldinu. Allt listafólkið gaf vinnu sína en aðgangseyrir rann óskertur til áframhaldandi uppbyggingar þeirrar menningar- starfsemi sem unnið er að í Sjólyst. Húsið hefur verið opið um helgar tvö undanfarin sumur og margir komið í heimsókn og átt þar nota- legar stundir. Í undirbúningi er að koma húsinu í sem upprunalegast horf og hafa þar opið áfram um helgar. Þau sem komu fram voru: Eivør Pálsdóttir, Bylgja Dís Gunnars- dóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Steindór Andersen, Birna Rúnars- dóttir og Jónína Einarsdóttir. Þá las Guðrún Eva Mínervudóttir rithöf- undur upp úr bókinni Völva Suður- nesja eftir Gunnar M. Magnús. Þar er sagt frá Unu Guðmundsdóttir. Anna Hulda Júlíusdóttir djákna- nemi flutti hugvekju. Kynnir var Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli. Um eitthundrað manns sóttu viðburðinn í Útskálakirkju sem Kristín Júlla Kristjánsdóttir sá um að skipuleggja. Kristín hefur verið dugleg við að auðga mannlífið í Garði og m.a. fengið þangað tón- listarfólk til tónleikahalds á að- ventunni undanfarin ár. Þá hefur Kristín verið að leggja hollvina- samtökum Unu lið og dregið gesti og gangandi í kaffisopa í Sjólyst. Þar er því að verða vísir að einu alminnsta kaffihúsi landsins í eld- húsinu í Sjólyst. -mannlíf pósturu vf@vf.is – Eivør Pálsdóttir og aðrir einvala listamenn leggja hollvinum Unu í Sjólyst lið. Mögnuð menningar- veisla að Útskálum Vinkonurnar Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eivør Pálsdóttir. Hilmar Örn, Páll frá Húsafelli og Steindór Andersen í Útskálakirkju. Fjölmennt var á menningarkvöldinu í Útskálakirkju. Tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.