Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 33
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS32
þeirra voru pílagrímar, sem fóru í markvissar pílagrímsferðir til þess að bæta
fyrir syndir sínar.23
Rekstur hvers klausturs varð að sama skapi kostnaðarsamur og erill oft
afar mikill, einkum þegar illa áraði. Treysta þurfti á utanaðkomandi framlög
og gjafir til þess að standa straum af kostnaðinum, enda klaustrin rekin fyrir
sjálfsaflafé. Þá aflaði klausturfólk aukatekna í gegnum viðskipti, kennslu, sölu
bóka, klæða og annars sem framleitt var innan veggja klaustranna. Veraldleg
störf innan klaustranna voru allflest alfarið í höndum leikmannanna en
áður sá reglufólk sjálft um heimilishaldið og tilheyrandi bústörf. Og stétt
leikmanna varð einmitt mjög fjölmenn er leið á miðaldir en hún stækkaði í
takt við eflingu klausturlifnaðar.24
En vinnuafl, gjafir og framlög streymdu vissulega ekki sjálfkrafa til
klaustranna. Þau þurftu með sýnilegum hætti að vera búin byggingum og
innviðum sem löðuðu fólk að, auk þess sem rekstur þeirra varð að vera
trúverðugur. Það vildi enginn gefa jörð, kaupa sálumessu eða vinna að
samfélagsumbótum fyrir klaustur sem illt orð fór af. Velunnarar urðu að geta
treyst því að yfirbótarverkin væru til einhvers og að þar væri þá hjálp að fá
sem sóst var eftir. Byggingar klaustranna þurftu því að hafa ákveðið form,
starfshættir að vera með föstu sniði og jafnvel klæðnaður reglufólks – hann
varð líka að vera af ákveðinni gerð, rétt eins og annar einkennisbúningur.
Það má líkja klaustrunum við banka eða aðrar stofnanir nútímans
sem byggja rekstur sinn á trausti og trúverðugleika. Bankar eru hvarvetna
reknir í samskonar byggingum og munurinn á milli þeirra helst tengdur
mismunandi rekstraraðilum, rétt eins og þegar klaustur eru rekin samkvæmt
mismunandi venjum. Bankar þurfa að vera búnir sérsniðnum innréttingum
og starfsmennirnir að hlíta ákveðnum umgengnisreglum. Byggingar klaustra
voru þess vegna ótrúlega líkar, þrátt fyrir að vera dreifðar um allan heim, enda
starfið innan þeirra líkt og umgengnisreglurnar þær sömu. Fyrirmynd þeirra
er talin vera sótt til teikningar frá 9. öld sem fannst í St. Gallen klaustrinu í Sviss,
þótt öll beri klaustrin svipmót af náttúrulegu, menningarlegu og félagslegu
umhverfi sínu. Innan klausturbygginga var alltaf kirkja, klausturgarður og
ákveðin herbergi sem raðað var saman með sama hætti víðast hvar, þótt
mismunandi áherslur í rekstri hvers klaustur hefðu vissulega áhrif á það hvaða
herbergi voru nauðsynleg. Þau mynduðu um leið með byggingunni lokaðan
heim þeirra sem kusu að þjóna mannkyninu og stuðla að góðum verkum.
Fyrirmyndin var Paradís.25
Og þrátt fyrir að klaustrin hafi stofnanavæðst smám saman og orðið
opnari óvígðum almenningi – leikmönnum, próventufólki, sjúklingum og