Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 217
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS216
árangur af vinnu við að skrá fornleifar og að kanna þær á vettvangi sem birtist
í þessari bók. Fyrir tveimur áratugum var enn ekki hafin markviss og skipulögð
skráning fornleifa hér á landi. Sú skráning sem þó hafði átt sér stað var
einkum á þeim minjastöðum sem tengdust á einhvern hátt fornsögum okkar
og litaðist af löngun til að finna sögunum staðfestingu í raunveruleikanum.
Fornleifarannsóknir og – skráning mótuðust af þjóðernisrómantískum
viðhorfum eins og reyndar öll minjavarsla. Slík viðhorf höfðu verið alls
ráðandi í íslenskri fornleifafræði frá árdaga hennar undir lok 19. aldar.
Síðan hefur orðið mikil breyting. Mótaðar hafa verið vísindalegar aðferðir
til að skrá fornleifar á skipulegan hátt og safna upplýsingum um þær í
tölvutæka gagnagrunna sem auðvelt er að gera aðgengilega. Skylt er orðið að
skrá fornleifar þegar gerðir eru skipulagsuppdrættir sem kveða á um nýtingu
lands og það hefur leitt til þess að nú er gengið til verka af miklu meiri móð
en fyrr. Giskað hefur verið á að fornleifastaðir hér á landi séu að minnsta kosti
130 þúsund talsins en aðeins um þriðjungur þeirra hefur verið skoðaður og
skráður. Hér er því mikið verk enn óunnið þrátt fyrir framfarir seinustu
áratuga. Það eru einkum fornleifafræðingar sem annast skráningarvinnuna
en sjónar horn sagnfræðinnar og jarðfræðinnar leggja líka drjúgt af mörkum.
Sumir skrásetjarar fornleifa hafa fengist við þetta í mörg ár. Þeir hafa farið
víða, gengið um fjöll og dali, byggðir og eyðimerkur og kynnst landinu og
þeim ummerkjum sem mannvist hefur sett á það á afar náinn hátt. Þeir hafa
lært að lesa úr landslagsmyndum sem fyrir óvönum manni eru sem lokuð
bók. Slík færni verður ekki til nema með reynslu, af því að ganga um landið,
en af henni má þó miðla að vissu marki og það er gert í bókinni Mannvist
með orðfæri sem nær til alls almennings.
Uppbygging bókarinnar endurspeglar flokkunarkerfi sem notað er við
forn leifa skráningu. Á eftir formála og inngangi koma kaflarnir: Inn gangur,
Bæjarhólar, Eyðibyggðir, Kuml, Kirkjur og kirkjugarðar, Legstaðir utan
kirkjugarða, Fjós, Fjárhús og beitarhús, Hesthús, Tún og túngarðar, Naust og
aðrar sjávarminjar, Fjárborgir, Akrar og kálgarðar, Áveitur og aðrar vatnsveitingar,
Manngerðir hellar, Nátthagar, Stekkir og kvíar, Sel, Smalakofar, Refaveiðar,
Mógrafir, Kolagrafir, Brennisteinsnámur, Samgönguminjar, Sæluhús, Vörður,
Þingstaðir, Skilaréttir, Verstöðvar, Skipsflök, Útilegumannabyggðir, Huldufólk
og álagablettir, Nýminjar: (Forn)leifar og (forn)leifafræði. Í upphafi hvers
kafla er helstu einkennum viðkomandi fornleifaflokks lýst og gerð grein
fyrir ýmsum gömlum og nýjum rannsóknum og helstu niðurstöðum þeirra.
Greint er frá áhuga verðum fornleifastöðum í máli og myndum. Víða er skotið
inn „rammagreinum“ með fróðleiksmolum og skemmtisögum sem tengjast