Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 195
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS194
Lokaorð
Svo sem fræðast má um hér að framan hefur hlutverk Minjastofnunar Íslands
margfaldast frá því sem var hjá fyrirrennurum hennar. Málaflokkar hafa verið
fluttir yfir til Minjastofnunar Íslands án þess að fjármagn til að manna stöður
fylgi með. Gerðar hafa verið auknar kröfur til stofnunarinnar um miðlun
upplýsinga, þjónustu og samvinnu við aðrar stofnanir, sveitarfélög og samtök
hagsmunaaðila. Kröfur um skráningu minja og miðlun upplýsinga hafa einnig
aukist. Fimmtán dugmiklir einstaklingar hafa fengið það hlutverk að sinna
málaflokknum og þeim ákvæðum sem sett eru fram í tveimur lagabálkum.
Ekki fæst séð af fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga að hægt verði að fjölga
starfsmönnum stofnunarinnar á næstunni.
Sé horft til allra þeirra stofnana sem sinna umhverfisverkefnum af
einhverju tagi á Íslandi má sjá að einungis 6-7% af fjármagni sem varið
er til málaflokksins fer til minjaverndar. Spurning Minjastofnunar Íslands
til samfélagsins er þessi: Er virkilega ekki vilji til að leggja meiri áherslu á
varðveislu og nýtingu menningarminja á komandi árum?
Tilvísanir
1 Lög nr. 80/2012.
2 Evrópusamningur 1969; Heimsminjasamningur 1995.
3 Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 (I), bls. xvii.
4 Lög 16. nóvember 1907, 2. gr.; lög nr.52/1969, 9. -10. gr.
5 Lög nr. 8/1947, 1. gr
6 Lög nr. 88/1989, 16.-17. gr.
7 Lög nr. 88/1989, 36. gr.
8 Lög nr. 104/2001, 6.gr.; lög nr 80/2012, 31. gr.
9 Lög 80/2012, 3. gr.
10 Lög nr. 107/2001, 9. gr.
11 Lög nr. 104/2001, 4. gr.
12 Lög nr. 80/2012, 29. - 35. gr.
13 Lög nr. 80/2012, 22. gr., 1. mgr.
14 Lög nr. 80/2012, 8.gr. b liður; 9 gr. b. liður; 18. gr. 3 mgr.
15 Lög nr. 80/2012 18.gr. 3 mgr.
16 Lög nr. 80/2012, 41. gr., 2. mgr.
17 Lög 16. nóvember 1907, 6. gr.
18 Lög nr. 80/2012 19. gr., 4. mgr.; lög nr. 104/2001, 7. gr. 2. mgr.
19 Fjárlagafrumvarp 2014, bls. 261.
20 Lög nr. 80/2012, 15. gr. 6 mgr.
21 Agnes Stefánsdóttir 2013.
22 Lög nr. 80/2012, 15. gr.
23 Sama
24 Lög nr. 80/2012, 16. gr. 2. mgr.
25 Lög nr. 80/2012, 6. gr.