Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 190
189NÝ LÖG UM MINJAVERND
á gripum, sýnum og rannsóknargögnum getur það haft áhrif á afgreiðslu
umsókna viðkomandi um ný rannsóknarleyfi.30
Út- og innflutningur minja og sýna
Flutningur menningarminja úr landi og skil menningarverðmæta til annarra
landa voru málaflokkar sem áður heyrðu undir Safnaráð en voru fluttir yfir
til Minjastofnunar Íslands með nýju lögunum. Annars vegar er um að ræða
ákvæði í XI. kafla, 44.-50. gr. laga nr. 80/2012 og hins vegar heill lagabálkur, lög
um skil menningarverðmæta til annarra landa, nr. 57/2011, sem stofnuninni
hefur verið falið að sjá um fyrir hönd íslenska ríkisins.
Safnaráð hafði starfsmann sem sinnti þessum verkefnum með öðrum,
en hvorki starfsmaður né fjármagn til að ráða starfsmann fylgdu yfir til
Minjastofnunar þótt henni væru falin verkefnin.
Kafli XI í lögum nr. 80/2012 fjallar um minjar og sýni sem eiga uppruna
sinn á Íslandi og út- og innflutning þeirra. Lög nr. 57/2011 fjalla aftur á móti
um menningarverðmæti sem hafa verið flutt ólöglega til Íslands og skil þeirra
til viðkomandi landa.
Í 44. og 45. gr. laga nr. 80/2012 eru taldar upp þær tegundir minja sem
sækja verður um leyfi fyrir til að flytja úr landi. Er þeim skipt í þjóðarverðmæti
og minjar sem ekki teljast til þjóðarverðmæta.
Þjóðarverðmæti eru skilgreind sérstaklega í 2. gr. laga nr. 80/2012 og má
ekki flytja þau úr landi nema með samþykki ráðherra. Minjastofnun Íslands
getur komið í veg fyrir flutning menningarminja úr landi án tillits til aldurs
ef um þjóðarverðmæti er að ræða.31
Innlendar og erlendar menningarminjar, sem ekki teljast til þjóðarverð-
mæta hérlendis, er óheimilt að flytja úr landi án leyfis Minjastofnunar
Íslands. Á það jafnt við um listaverk, bækur, handrit, landabréf, skjalasöfn,
dýrafræðileg söfn, ljósmyndir, samgöngutæki, söguleg atvinnutæki sem og
húsgögn. Nánari skilgreining á því hvaða menningarminjar eru leyfisskyldar
er að finna í 45. gr. laga nr. 80/2012.
Til að taka ákvörðun um leyfisveitingu eða höfnun þarf fyrst að fara í
tímafreka rannsóknarvinnu sem felst einnig í miklum samskiptum við fjölda
hagsmunaaðila og starfsfólk höfuðsafna sem stýra viðkomandi málaflokkum.
Upplýsingamiðlun um málaflokkinn, jafnt til hins almenna borgara sem
hagsmunaaðila, er mikilvæg. Það sýndi sig í vor þegar íslenskur ríkisborgari
var settur í fangelsi í Tyrklandi vegna þess að hann vissi ekki að það er almennt
óleyfilegt að flytja minjar frá þeim löndum sem við sækjum heim. Þótt ekki