Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 171

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 171
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS170 ríkið Bessastaði að gjöf svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur. Á Bessastöðum er margt sem minnir á þessa áhugaverðu sögu, mannvirki, fornleifar og ýmsir munir. Hér verður sjónum beint að einum merkum grip, sem tengist menningu og sögu Bessastaða, skrifpúlti Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) kennara og rektors Lærða skólans á Bessastöðum og þýðanda Hómerskviða. Sveinbjörn var virtur og áhrifamikill fræðimaður á sínum tíma. Á fullveldis- daginn árið 2010 var Þjóðminjasafni Íslands og embætti forseta Íslands fært að gjöf hið sögulega skrifpúlt. Ættingjar Ragnars Ásgeirssonar, bróður Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands, afhentu skrifpúltið við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þar sem því var fundinn viðeigandi staður til framtíðarvarðveislu. Fer vel á því að hýsa skrifpúltið þar. Varðveislugildi skrifpúlts Sveinbjarnar Egilssonar rektors er ótvírætt enda er það einstakt vegna aldurs, gerðar og merkrar sögu þess. Við þetta tækifæri var skrifpúltið skráð í safnkost Þjóðminjasafns Íslands, sem mun standa vörð um varðveislu þess til framtíðar með viðeigandi forvörslu. Gunnar Bjarnason völundarsmiður gerði púltið upp að frumkvæði gefenda og í samráði við sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Við afhendingu skrifpúltsins var ástand þess til fyrirmyndar og er prýði að því á Bessastöðum, þar sem Sveinbjörn starfaði á sínum tíma. Þjóðminjasafn Íslands metur mikils að hið merka tveggja alda gamla skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar hafi nú verið fært þjóðinni enda ekkert sambærilegt skrifpúlt varðveitt í safninu. Skrifpúltið er af þeirri gerð sem tíðkaðist á fyrri hluta 19. aldar, einfalt í gerð sinni með hirslum í sjálfu borðinu og stendur á fjórum háum fótum. Við það hefur verið staðið við skriftir og lestur. Þau skrifpúlt sem varðveist hafa í Þjóðminjasafninu eru mismunandi, allt frá því að vera mjög stór húsgögn með tveimur skápum sem standa samsíða með bili á milli eða minni færanleg púlt, svonefnd ferðaskrifpúlt, sem opnast með hjörum upp á gátt. Einkenni skrifpúlta er að þau voru jafnan með hallandi borði, svonefndu hallloki á hjörum. Borðið sjálft, halllokið, var jafnframt lok á hirslunni, þar sem hægt var að geyma bækur, pappír og skriffæri. Á stærri púltunum sem varðveist hafa eru oft skápar ofan á skrifpúltinu til beggja handa og geta slík púlt verið allt að tveir metrar á hæð. Nokkur slík skrifpúlt frá 18. og 19. öld eru varðveitt í safninu, sem eiga það flest sammerkt að hafa verið í eigu efnafólks. Meðal þeirra er skrifpúlt frá 18. öld úr Viðey. Allnokkur ferðaskrifpúlt eru einnig varðveitt í safninu meðal annars frá Jóni Sigurðssyni forseta, og er það meðal fjölmargra merkra muna úr fórum hans í Þjóðminjasafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.