Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 204
203RITDÓMUR: REYKHOLT.
fornminja. Ætla má að timburhús hafi einkum verið á býlum hástéttarfólks
en eins og er vitum við hreinlega ekki hve víða timburhús hafa staðið. Þessi
hús voru á margan hátt framandleg í augum þeirra sem ekki höfðu verið
erlendis og voru til marks um stöðu staðarins og einnig tengsl eigandans við
hefðir Norðurlanda. Hér er erfitt að aðskilja einstæða húsagerð og frægasta
ábúandann á bænum. Því er þó ósvarað hvort við sjáum hér í fyrsta sinn
innlenda þróun hástéttarhíbýla eða einstaka tilraun til að líkja eftir erlendri
húsagerð.
Lýsing á byggingarskeiðum bæjarins á fyrri hluta nýaldar byggist líka á
vandlegri meðferð sagnfræðilegra og fornleifafræðilegra heimilda. Meðal
annars styðst túlkunin þar við lýsingar frá 19. öld, ferðasögur og úttektir.
Ferðalýsingarnar tengjast aðallega umfjöllun um síðari tíma framkvæmdir
við bæjarhúsaþorpið og húsaskipan á bænum. Lýsingarnar minna okkur á
hve mikið af hugmyndum okkar um eldri tíma á Íslandi eru undir áhrifum af
lýsingum og viðhorfum höfunda, sem margir voru erlendir ferðamenn og af
rómantískum og þjóðernissinnuðum viðhorfum þeirra, sprottnum úr heimi
18. og 19. aldar, við skör nútímans. Að sjá þessar lýsingar í nýrri bók um
fornleifafræði undirstrikar að þær móta enn sýn okkar á fortíðina.
Meira en 20 sérfræðingar tóku þátt í greiningu gripa og vistfræðilegra
sýna úr Reykholti. Ítarlega er fjallað um steina og steinsmíði, málma,
leirmuni, gler, perlur, timbur, bein, leður og textíla og er það gert með góðum
myndskreytingum. Í viðbótarköflum eru skrár og frekari sérfræðiathuganir.
Kaflar um keramik, textíla og skordýraleifar eru sérstaklega áhuga-
verðir. Bæði keramik og textílar koma lítið við sögu í ritum um íslenska
fornleifafræði, ekki síst vegna þess að slíkir gripir eru afar fáséðir í minjum
víkingaaldar, en mikið af íslenskum fornleifarannsóknum hefur einmitt beinst
að því tímabili. Það kemur ekki á óvart, þegar litið er til fyrri verka höfundar1
að kaflinn um keramik er mjög ítarlegur og ljóst að mikil vinna hefur verið
lögð í að lýsa efni og greina framleiðslustaði. Langflest leirílátabrotanna sem
fundust í Reykholti eru frá 16. öld eða yngri, en þau eru alls 454 talsins.
Fjölbreytni í stíl og fjöldi framleiðslustaða erlendis er eins og búast má við á
höfðingjasetri. Þrjú brot eru frá 12.-14. öld. Fæð leirgripa í miðaldalögum
Reykholts segir sína sögu vegna þess að ólíkt því sem er um marga aðra
minjastaði, þar sem einkum hafa verið rannsakaðar minjar frá nýöld eða frá
víkingaöld,voru könnuð fjölmörg lög frá miðöldum í uppgreftinum. Þegar
svo fáir leirgripir finnast er það vísbending um að keramik hafi ekki almennt
verið hluti efnismenningar á Íslandi á miðöldum. Hlutfallslega mikið er af
leirílátum frá 16. og 17. öld, sem einnig segir sitt. Notkun leiríláta varð ekki