Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Side 204

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Side 204
203RITDÓMUR: REYKHOLT. fornminja. Ætla má að timburhús hafi einkum verið á býlum hástéttarfólks en eins og er vitum við hreinlega ekki hve víða timburhús hafa staðið. Þessi hús voru á margan hátt framandleg í augum þeirra sem ekki höfðu verið erlendis og voru til marks um stöðu staðarins og einnig tengsl eigandans við hefðir Norðurlanda. Hér er erfitt að aðskilja einstæða húsagerð og frægasta ábúandann á bænum. Því er þó ósvarað hvort við sjáum hér í fyrsta sinn innlenda þróun hástéttarhíbýla eða einstaka tilraun til að líkja eftir erlendri húsagerð. Lýsing á byggingarskeiðum bæjarins á fyrri hluta nýaldar byggist líka á vandlegri meðferð sagnfræðilegra og fornleifafræðilegra heimilda. Meðal annars styðst túlkunin þar við lýsingar frá 19. öld, ferðasögur og úttektir. Ferðalýsingarnar tengjast aðallega umfjöllun um síðari tíma framkvæmdir við bæjarhúsaþorpið og húsaskipan á bænum. Lýsingarnar minna okkur á hve mikið af hugmyndum okkar um eldri tíma á Íslandi eru undir áhrifum af lýsingum og viðhorfum höfunda, sem margir voru erlendir ferðamenn og af rómantískum og þjóðernissinnuðum viðhorfum þeirra, sprottnum úr heimi 18. og 19. aldar, við skör nútímans. Að sjá þessar lýsingar í nýrri bók um fornleifafræði undirstrikar að þær móta enn sýn okkar á fortíðina. Meira en 20 sérfræðingar tóku þátt í greiningu gripa og vistfræðilegra sýna úr Reykholti. Ítarlega er fjallað um steina og steinsmíði, málma, leirmuni, gler, perlur, timbur, bein, leður og textíla og er það gert með góðum myndskreytingum. Í viðbótarköflum eru skrár og frekari sérfræðiathuganir. Kaflar um keramik, textíla og skordýraleifar eru sérstaklega áhuga- verðir. Bæði keramik og textílar koma lítið við sögu í ritum um íslenska fornleifafræði, ekki síst vegna þess að slíkir gripir eru afar fáséðir í minjum víkingaaldar, en mikið af íslenskum fornleifarannsóknum hefur einmitt beinst að því tímabili. Það kemur ekki á óvart, þegar litið er til fyrri verka höfundar1 að kaflinn um keramik er mjög ítarlegur og ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í að lýsa efni og greina framleiðslustaði. Langflest leirílátabrotanna sem fundust í Reykholti eru frá 16. öld eða yngri, en þau eru alls 454 talsins. Fjölbreytni í stíl og fjöldi framleiðslustaða erlendis er eins og búast má við á höfðingjasetri. Þrjú brot eru frá 12.-14. öld. Fæð leirgripa í miðaldalögum Reykholts segir sína sögu vegna þess að ólíkt því sem er um marga aðra minjastaði, þar sem einkum hafa verið rannsakaðar minjar frá nýöld eða frá víkingaöld,voru könnuð fjölmörg lög frá miðöldum í uppgreftinum. Þegar svo fáir leirgripir finnast er það vísbending um að keramik hafi ekki almennt verið hluti efnismenningar á Íslandi á miðöldum. Hlutfallslega mikið er af leirílátum frá 16. og 17. öld, sem einnig segir sitt. Notkun leiríláta varð ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.