Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 199
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS198
og flestar teknar af Gísla Gestssyni sem var með í för. Inn á milli eru síðan
úrklippur úr blöðum tengdar rannsókninni, flugmiðar, símskeyti og fleira
tengt ferðinni. Einföld kort eru af helstu stöðum sem nefndir eru í textanum
og rústunum sjálfum.
Dagbókin er oft persónuleg, textinn fyndinn og einlægur, og við fáum að
kynnast skemmtilegri og gamansamri hlið á Kristjáni. Hann eyðir til dæmis
nokkru púðri í að tala um skegg sem hann hafði nýlega látið sér vaxa en
mikill dagamunur er á því hvort það er honum til yndis eða ama. Fyrir okkur
sem erum of ung til að muna eftir Kristjáni er bókin kærkomið tækifæri til
að kynnast þessum margbrotna manni.
Í dagbókinni telur Kristján ólíklegt að Vínland sé í raun fundið, honum
finnst Nýfundnaland berangurslegt og óheppilegt til búskapar. Hann fjallar
á einlægan hátt um efasemdir sínar um uppgröftinn, vondan mat, mý bit,
veðrið, sem ýmist var of heitt eða of kalt og blautt, og sam starfs örðugleika
við Helge Ingstad. Lýsingin á löngu og ströngu ferðalagi frá Íslandi til L‘Anse
aux Meadows er óborganleg en Kristján kann ekki sérlega vel við sig í
stórborginni New York þar sem þeir félagar dvelja í nokkra daga á leiðinni.
Lýsingar á ýmsum reddingum tengdum ferðalaginu og útbúnaði þeirra
félaga minna óneitanlega á aðstæður við fornleifarannsóknir í dag. Vegna
skorts á fjármagni reiða fornleifafræðingar sig oft á velvild og aðstoð íbúa og
áhrifamanna til að komast á fáfarna staði, útvega gistingu og svo framvegis.
Hvað þetta varðar hefur lítið breyst í íslenskri fornleifafræði.
Kristján var frábær penni, textinn er skýr og greinargóður og allar lýsingar
nákvæmar, að minnsta kosti að því leyti sem lesandinn getur staðreynt þær.
Greini legt er að hann hugsaði dagbókina frá upphafi til útgáfu á einhverju
formi og ritskoðar textann vandlega. Margt er sagt undir rós þótt ef til vill
hefði verið meira fræðilegt gagn af dagbókinni ef hlutirnir hefðu verið sagðir
hreint út. Kristján er þó skiljanlega orðvar og vill ekki vera of neikvæður og
gagn rýninn á Helge Ingstad og aðferðir hans í ljósi stöðu sinnar, en á þessum
tíma gegndi Kristján starfi þjóðminjavarðar og var þátttakandi í verkefninu í
boði Ingstads.
Í heild virðist rannsóknin hafa verið Kristjáni mikil þolraun. Hann var
ekki tilbúinn að draga ályktanir um veru norrænna manna á staðnum út frá
þeim minjum sem fundust um sumarið en Ingstad hélt fast í fyrirframgefnar
hugmyndir sínar og var yfirlýsingaglaður. Í eftirmála sínum tengir Adolf þessa
tregðu Kristjáns við afstöðu hans til gildis Íslendingasagnanna og þess að
rann sóknar áhugi hans hafði þróast frá fornsögunum yfir í menningarsögulega
nálgun. Þessi skýring heggur nokkuð nærri rót vandans. Kristján vildi leyfa