Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 163
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS162
Hann var hugsjónamaður,
harður við sjálfan sig, ósér-
hlífinn. Hann skráði margt og
mikið um ævina sem ættingjar
hans færðu Bókasafni Hafnar-
fjarðar að honum gengnum. Í
þeim gögnum er mikinn fróð-
leik að finna um sögu byggðar,
fornar leiðir og örnefni, sem
ella væru nú týnd og tröllum
gefin.
„Móðir mín var sögufróð
kona og kveikti í mér þrá til
lesturs góðra bóka,“ sagði Gísli
í blaðaviðtali. „Af þessu leiddi,
að ég fékk snemma löngun
til að fræðast. Af þessum
sökum er fræðatínsla mín
sprottin.“1 Sagði hann landið
og náttúru þess löngum hafa
haft mikil áhrif á sig og togað
sig út til sín, en þó sérstaklega
Hafnarfjörður og næsta nágrenni hans. Spurður um skemmtileg örnefni í
nágrenni Krýsuvíkur sagði hann:
„Þau eru svo mörg og skemmtileg örnefnin í Krýsuvíkurlandi, að þau
skipta hundruðum. Hvað segið þið um þessi nöfn: Arnarnípa, Arnarvatn,
Hattur, Hetta, Seltún, Grænavatn, Drumbsdalir, Arnarfell, Bleiksmýri, Skriða,
Selalda og bæjarnöfnin öll? En eigi maður að nefna eitthvert örnefni og stað
þess, þá er enginn vafi á að merkastur er Húshólminn og fornu bæjarrústirnar
þar í hrauninu. Þarna er um að ræða þrjú langhús sem hraunið hefur runnið
kringum. Nokkru neðar er svo Kirkjuflötin, þar sem þess er til getið, að
Krýsuvíkurkirkja hafi eitt sinn staðið. Um þennan stað er margt að segja. En
þó er þögnin sem hann umlykur stórbrotnust. Staður þessi er nú verndaður
af Fornminjasafni Íslands.“
Enn í dag leitar áhugafólk um útivist og göngur í efni það sem Gísli skildi
eftir sig og varðveitt hefur verið, ekki ein ungis á Bóka safni Hafnar fjarðar
heldur einnig í Byggða safninu. Þá hafa fjöl margir fræðimenn notið góðs af
upplýsingunum þegar skoða þarf og meta hin ýmsu svæði. Ef ekki hefði
Hluti gagnasafns Gísla Sigurðssonar í vörslu Bókasafns
Hafnarfjarðar. Ljósmynd: Ómar Smári Ármannsson