Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 18
18 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 10. nóvember 2017 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Stóra planið Smáfuglarnir segja að stjórnar­ myndunarviðræður Sjálfstæðis­ flokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eigi sér lengri að­ draganda en flestir halda. Þannig hafi verið sett á svið ákveðið sjónarspil með upphaflegum viðræðum gömlu stjórnarand­ stöðuflokkanna til að Katrín Jakobsdóttir gæti réttlætt gagn­ vart baklandinu að farið væri í viðræður við Sjalla og Framsókn. Þar á bæ geta menn vel hugsað sér að Katrín setjist í stól forsætis­ ráðherra, enda væri þar með verið að rétta fram sáttarhönd sem Vinstri græn gætu selt efa­ semdamönnunum þar á bæ. (Ó)gæfa Pírata Sagan segir að Píratar hafi ver­ ið tilbúnir til að víkja frá flestum sínum prinsippmálum til að komast í ríkisstjórn. Sjálfir hafa þeir hafnað slíkum fullyrðingum. Hvað sem því líður þá geta þeir líklega þakkað fyrir að enda utan ríkisstjórnar. Staðan er einfald­ lega sú að margar hugmyndir þeirra eru þess eðlis að aðrir og hefðbundnari flokkar hefðu aldrei getað samþykkt þær. Það hefði því verið dauðadómur yfir Pírötum að fara í stjórn með lítil sem engin áhrif. Baklandið hefði aldrei samþykkt slíkt til lengdar og því hefði óhjákvæmilega kom­ ið til uppgjörs, bæði innan flokks og utan. Uppgjöf Jónasar Hinir reglulegu álitsgjafar á netinu hafa vitaskuld miklar skoðanir á því hvernig ríkisstjórn eigi að mynda. Það er þó uppgjöf að finna hjá Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi ritstjóra, sem íhugar að snúa sér að öðru en því að fylgjast með þeim pólitísku plott­ um sem nú eru í gangi. Hann seg­ ir: „Betra er að snúa sér að mat og veitingahúsum eða jafnvel útlöndum, sem fáir Íslendingar nenna að lesa um. Plottin og pæl­ ingarnar eru stjarnfræðilegri en var í Vatíkaninu í gamla daga.“ Við borgum ekki, við borgum ekki! N ýlega birtist frétt þess efnis, nánar tiltekið í Við­ skiptablaðinu, að íslensk­ ir auðmenn óttist auð­ legðarskatt svo mjög að þeir hafi fundað með ráðgjöfum sem ráð­ leggi þeim að flytja lögheimili sitt og eignir úr landi. Hinn óg­ urlegi auðlegðarskattur sem hér er um að ræða hefur ekki enn komið til framkvæmda heldur er hugmynd frá Vinstri græn­ um sem tala um hóflegan auð­ legðarskatt upp á 1,5 prósent. Viðskiptablaðið hefur reiknað út að þeir sem eigi 10 milljarða muni þurfa að borga 150 millj­ ónir í auðlegðarskatt, en fyrir þann pening mun vera hægt að fá góða íbúð í London. Er enn ein lúxusíbúðin í útlöndum virkilega það sem auðmenn Íslands þurfa á að halda? Það er svosem ekki hægt að álasa fólki fyrir að þykja vænt um peningana sína en sá einstak­ lingur sem á 10 milljarða ætti þó ekki að hrína eins og stunginn grís þótt hann þurfi að borga aukaskatt af þeirri upphæð. Það mun ekki stefna fjárhagslegu ör­ yggi viðkomandi í voða. Auk þess er það siðferðilega rétt að þeir sem lifa við þau forréttindi að eiga milljarða láti hluta af auði sínum renna til samfélagsins, hvort sem það er í formi hærri skatta eða til mannúðarmála. Þetta er hins vegar ekki hið al­ menna sjónarmið meðal auð­ manna, því stöðugt berast frétt­ ir af því hvernig þeir hafa komið fjármunum sínum í skjól til að komast undan skattgreiðslum. Ósköp er það nú aumt hlutskipti í lífinu að vera fangi auðs síns og leggja ógurlegt kapp á að koma honum í skjól. Nú er ekkert sérstakt sem bendir til að hugmynd Vinstri grænna um auðlegðarskatt verði að veruleika. Viðbrögðin við hugmyndinni eru hins vegar afar eftirtektarverð og lýsandi fyrir viðhorf sem er ekki ástæða til að bera lof á. Svo virðist sem hópi fólks, sem býr við einstök for­ réttindi, þyki svo vænt um pen­ ingana sína að það íhugi í fullri alvöru að flytja lögheimili sitt og eignir úr landi. Það er hreinlega skelfingu lostið við tilhugsun­ ina um að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íslenskt samfé­ lag. „Við borgum ekki, við borg­ um ekki,“ emjar það og finnst stórlega gengið á rétt sinn. Ekki ber þetta viðhorf vott um sérlega þroskaða siðferðiskennd. Við skulum vona að meðal okkar séu auðmenn sem líti á það sem gæfu að greiða skatta hér á landi og geri það með glöðu geði. Íslenskt samfélag þarf á slíku fólki að halda. Það á að vera sjálfgefið að þeir einstak­ lingar sem lifa við munað leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Ef þeim finnst það ekki eðlilegt þá er eitthvað mikið og alvarlegt að í hugarheimi þeirra.n Mér hefur alltaf liðið best með að vera hrein og bein Framsókn kann alveg að telja Það er eng inn að tala við okk ur Brynjar Níelsson – mbl.isEgill Helgason – eyjan.is Birgitta Haukdal – DV Myndin Veturinn Veturinn er hafinn og herðir hægt en örugglega tökin, einkum með snjókomu norðanlands. Það var líka heldur svalt í veðri í kvöldsól á Breiðamerkurjökli í upphafi vikunnar. myNd SigtryggUr Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ósköp er það nú aumt hlutskipti í lífinu að vera fangi auðs síns og leggja ógurlegt kapp á að koma honum í skjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.