Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 22
22 sport Helgarblað 10. nóvember 2017 Í slenskur toppfótbolti eru hags- munasamtök félaga í efstu deild og þau hafa áhyggjur af stöðunni sem er í gangi. Félög- in hafa orðið fyrir gríðarlegu tekju- tapi með fækkandi fólki á vellin- um. Hvað er það sem er að? „Það eru sjálfsagt mörg atriði, það er erfitt að setja þetta á eitthvað eitt. Menn eru farnir að geta séð hvern einasta leik á netinu, sumir tala um miðaverðið. Ég sé ekki neinn svakalegan mun á mætingunni á þá leiki sem var frítt á eða þá kost- aði 2.000 krónur á. Það er erfitt að segja, kynningin á deildinni var að okkar mati ekki alveg nógu góð. Menn þurfa að fara í nafla- skoðun í vetur og nýta tímann vel fyrir næsta sumar,“ sagði Harald- ur Haraldsson, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Víkings. Beinar útsendingar og miðaverðið Mikil fjölgun hefur orðið á beinum útsendingum og miðaverðið hefur hækkað í 2.000 krónur, hefur þetta eitthvað að segja? „Það er mik- il fjölgun á beinum útsendingum en að sama skapi er þessi samn- ingur um sjónvarpsréttinn okk- ur mikilvægur. Það eru fleiri leik- ir í beinni og miðað við það sem ég heyri þá er hægt að nálgast alla leiki á netinu. Kannski er þessi sjónvarpssamningur að naga okk- ur í rassgatið.“ Haraldur er ekki á því að hækk- andi miðaverð hafi eitthvað að segja um fækkun á vellinum. „Mér finnst miðaverðið ekki spila neitt inn í þetta, þeir sem voru tíman- lega hjá okkur í Víkingi gátu feng- ið ársmiða á 10 þúsund krón- ur. Það er djókverð, ég veit ekki hver nálgunin er hjá öðrum félög- um. Við vorum með skítsæmilega mætingu í sumar, ekki mikill mun- ur frá síðasta ári. Vonbrigðin voru kannski mest undir lokin þegar FH og Stjarnan komu í heimsókn, mætingin á þá tvo leiki var eins og hún ætti að vera á einn af þess- um leikjum. Það sem er svo hægt að benda á er að KA og Grinda- vík komu upp og þau eru ekki með sömu aðsókn og Þróttur og Fylkir. Þróttarar voru sterkir fram- an af móti í fyrra og Fylkir er alltaf með traustan kjarna. Það er hægt að setja fækkunina að hluta til á að fleiri lið voru á landsbyggðinni.“ Þyngri rekstur Reksturinn verður erfiðari þegar færri mæta á völlinn að sögn Haraldar. „Þetta er farið að höggva í reksturinn, það er ekki spurning. Ef maður ber þetta saman núna og fyrir nokkrum árum er munur- inn mikill. Velta deildanna hefur aukist mikið, ég held að flestir séu sammála um það. Þetta er miklu meiri rekstur en á sama tíma þá er áhorfendum að fækka.“ Íslenskur toppfótbolti fór til Noregs á dögunum til að skoða breytingar sem hafa orðið þar. „Við fórum til Noregs og skoðuð- um hvernig þeir eru búnir að endurskipuleggja deildina hjá sér. Mér finnst að við ættum að gera tilraunir, hvernig væri leiktími klukkan 18.00 á laugardegi? Þetta væri byrjun á góðu laugardags- kvöldi hjá mörgum. Það þarf að prófa sig áfram,“ sagði Haraldur og upp er komin hugmynd með sér- stakt útileikjakort. „Við erum svo með hugmynd um sérstakt útileikjakort. Það yrði kannski tíu miða kort, það þyrftu þá öll lið að vera með í þeim breytingum. Það þarf að útfæra það rétt.“ Markaðsherferð í gegnum Áttuna Stór hluti af markaðsherferð Öl- gerðarinnar hefur farið í gegnum Áttuna sem séð hefur um mark- aðsherferð fyrirtækisins síðustu tvö sumur. Haraldur bendir á að sú herferð herji á yngri mark- hóp en þá sem borga sig inn á völlinn. „Ölgerðin hefur farið þá leiðina síðustu tvö sumur að setja stærstan hluta af sinni markaðs- herferð í Áttuna, það er svona yngri markhópurinn. Það nær ekki til þeirra sem eru 25 ára og eldri, sem eru í raun að borga sig inn á völlinn. Allir aðilar sem koma að þessu þurfa að nýta veturinn vel, ÍTF, 365, KSÍ og Ölgerðin. Við höf- um lagt til við KSÍ að byrja þessa vinnu fyrr en seinna.“ Hvað með börnin? Hvað með börnin? Þetta er lína sem knattspyrnuáhugamenn fá að heyra þegar sú hugmynd kem- ur upp að bjórsala verði leyfð á knattspyrnuvöllum landsins, í flest- um stærri löndum er slíkt leyft. Forræðishyggjan á Íslandi er hins vegar sterk og því er þetta bannað. Eða hvað? Flest félög selja nefnilega bjór í reykmettuðum bakherbergj- um þar sem allir geta komið við. Um er að ræða feluleik sem allir vita af en enginn segir neitt við, það er því ljóst að þetta er í boði þrátt fyrir boð og bönn. Það myndi auka tekj- ur íþróttafélaga ef salan væri fyrir opnum dyrum. Þegar undirritaður hefur farið á knattspyrnuleiki úti í heimi verður hann lítið var við ölv- un. Fólk fær sér kannski 2–3 bjóra og stemmingin verður meiri. Börn hafa ekki hlotið varanlegan skaða af bjórdrykkju á leikjum erlendis, af hverju ætti það að gerast á Íslandi? Erlendir leikmenn Upp hefur komið sú umræða að í Pepsi-deild karla séu of margir erlendir leikmenn sem bæta litlu við deildina, stóra spurningin er hvort eigi að setja fjöldatakmörk á erlenda leikmenn hjá hverju liði. Það gæti ýtt undir að teflt yrði fram ungum og uppöldum leikmönn- um. Það eitt færir stuðningsmenn liðanna nær liðinu og myndar tengingu og gæti hjálpað til við að fjölga á vellinum. Ættingjar og vinir myndu þar með hafa ríkari ástæðu til þess að mæta á völl- inn. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða með opnum huga. Stórmóta afsökun ekki í boði Ljóst er að Pepsi-deildin á undir högg að sækja þegar kemur að að- sókn á völlinn og því tafli þarf að snúa við. Fyrir ári var afsökunin sú að Evrópumótið hefði verið í gangi. Sú afsökun var ekki gild í sumar og Ölgerðin, ÍTF og KSÍ þurfa að setj- ast niður í vetur og bretta upp erm- ar. Félögin mega ekki við því að fækkunin verði meiri. Um gríðar- legt tekjutap er að ræða. Sum- ir benda á að íslenska landsliðið gæti hafa stolið áhuganum, all- ir knattspyrnuáhugamenn elska landsliðin okkar um þessar mund- ir. Það ætti aftur á móti að ýta undir knattspyrnuáhuga um allt land. Félögin geri meira úr leikjum Íslensk félög þurfa að gera meira úr þeirra upplifun að fara á völl- inn, eitthvað þarf að vera fyrir börnin svo að það verði fjölskyldu- skemmtun að koma á völlinn. Bæta þarf umgjörð og það sem er í boði á völlunum, það á að vera skemmtun fyrir alla fjölskylduna að fara og sjá liðið í sínu hverfi spila. Skoða þarf hvaða áhrif það hafði að hækka miðaverðið og sjá hvort að lækkun á því myndi skila sér í aukinni mætingu. Það er aug- ljóst að félögin mega ekki við meiri fækkun miðað við öll þau útgjöld sem fylgja því að reka knattspyrnu- lið í fremstu röð á Íslandi í dag. Öl- gerðin þarf svo að hugsa markaðs- starf sitt upp á nýtt en fyrirtækið byrjaði af miklum krafti eftir að það tók yfir deildina en heldur hef- ur dregið úr sýnileika fyrirtækisins í kringum deildina. n Hvað segir Íslenskur toppfótbolti?„Þetta er miklu meiri rekstur en á sama tíma þá er áhorf- endum að fækka. Breyttir tímar Það er nánast liðin tíð að fullt sé á öllum stórleikjum deildar- innar eins og áður var. Mynd ToMaSz KolodziEjSKi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.