Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 42
Vikublað 10. nóvember 2017 10 virðingu fyrir því hvað þjóðin okkar er skapandi þegar kemur að bóka- og blaðaútgáfu. Önnur lönd hafa kannski arkitektúr en við höfum sögur og bækur. Þetta er okkar menningararfur og hann ber að varðveita. Þess vegna talaði ég fyrir því að láta afnema bókaskatt- inn. Við eigum að gera rekstrarum- hverfið enn betra, af því það er svo mikill auður þarna. Sumir sögðu við mig „heyrðu þetta er ekkert Framsóknarmál Lilja mín, þetta er ekki okkar fólk sem er þarna“ en ég tek ekki þátt í þannig pólitík. Ég geri það sem ég trúi á. Það sem ég tel að sé rétt.“ „Ég segi það sem mér finnst“ Það verður ekki hjá því komist að spyrja Lilju aðeins út í stöðu hennar sem kona í stjórnmálum. Hvernig upplifir þú tilveruna í þessu samhengi? Eiga konur enn á brattann að sækja og þarf hún að leggja meira á sig til að fá áheyrn í stjórnmálaumhverfi, sem enn er að mestu stýrt af karlmönnum? „Ég hef alltaf haft það að leiðar- ljósi að segja einfaldlega það sem mér finnst og hafa ekki áhyggjur af útkomunni. Ég held að það hjálpi sérstaklega í stjórnmálalegu sam- hengi að tala hvorki inni í karla- né kvennahóp heldur segja bara sína meiningu. Hins vegar er ég á því að kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja, og á framboðslistum, hafi hjálpað til við að auka þátttöku kvenna í atvinnulífinu og ég vil meina að það náist meiri árangur með meiri breidd. Það má líkja þessu við meiri áhættudreifingu. Svo er það er líka góð samvinna að blanda saman sjónarmiðum karla og kvenna, enda ólíkir reynsluheim- ar og menningararfur sem nýtist öllum til góðs. Ég er mjög stolt af því að staða kvenna á Alþingi er sterkust í Framsókn.“ Klisjukenndir draumar um fullkomna ríkisstjórn Spurð að því hvernig hennar draumaríkisstjórnin myndi líta út skellir hún fyrst upp úr. Varar svo við því að svarið muni hljóma frekar klisjukennt en engu að síður sé það hreinskilið. „Mig dreymir meðal annars um að starfa með ríkisstjórn sem væri tilbúin fara á fullu í menntamálin og vera heiðarleg með það hvar við stöndum í þeim efnum. Krökkunum okkar vegnar ekki jafn vel í námi og þeim vegnaði áður og brottfall hefur aukist. Þetta kemur meðal annars fram í samanburðarkönnunum OECD. Við þurfum að skoða hvað sé að og hvernig sé hægt að bæta úr þessu enda höfum alla burði í að vera framúrskarandi á þessu sviði líkt og til dæmis Finnar. Svo er það ferðaþjónustan. Hún skapar mestar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið og skipulag og umgjörð kringum hana þarf að vera traust og fyrirsjáanlegt. Þessi atvinnugrein hefur vaxið og vaxið en samt erum við ekki komin með heildstæða stefnu. Við þurfum líka að læra af öðrum ríkjum enda hefur fjölgun ferðamanna gert að verkum að nú erum við allt í einu orðin þjóð sem býr til meiri gjald- eyristekjur en hún eyðir. Þetta er alveg nýtt í sögu landsins.“ Hvað verður um öll þessi „læk“ okkar? Lilja segir að í draumaríkisstjórn- inni sinni sé traust og duglegt fólk, tilbúið að starfa saman næstu fjögur árin, burtséð frá því hvaða flokki hver og einn tilheyrir. Hún vill meina að til þess þurfi mikla stefnumótun, auðmýkt gagnvart viðfangsefnum og einarðan vilja til samvinnu. Að fólkið sé tilbúið að skoða málin út frá sem flestum sjónarmiðum og hafi einlæga trú á því að þátttaka þeirra í stjórnmál- um snúist fyrst og fremst um að bæta íslenskt samfélag. En hvernig nær stjórnmálafólk að treysta hvert öðru, og hvernig nær þjóðin svo að treysta stjórn- málamönnum upp á nýtt? Lilja telur að með því að leggja áherslu á gagnsæ og vönduð vinnu- brögð sé þetta hægt. „Svo þarf þjóðin að fá að fylgjast enn betur með opinberri stefnumótun. Þegar við unnum að losun haftanna reyndist það vel að setja allt sam- stundis á netið svo að fólk gæti fylgst með. Og ef fólk skildi ekki hugtökin þá lögðum við bara meiri vinnu í að gera þau skiljanlegri,“ segir hún og bendir á að samfé- lagsmiðlavæðingin hafi sérstaklega orðið til þess að kallað væri eftir auknu gagnsæi. „Með netinu hefur ákveðin valdefling almennings átt sér stað. Fjölmiðlar, stjórnmál og fyrirtæki hafa þurft að aðlagast enda er þetta heilmikil breyting á því hvernig við eigum samskipti. Maður getur spurt sig að því hvort hér sé fimmta valdið komið? Á samfélagsmiðlum verða til alls konar fréttir, alveg óháðar fjölmiðlum. Hvort sem það sem telst fréttnæmt snúist um pólitík, viðskipti eða persónulega lífið. Það gleymist hins vegar stundum að við vitum ekki nákvæmlega hvað er ver- ið að matreiða fyrir okkur. Við vit- um ekki alveg hvernig fréttaveitan á Facebook virkar, hvað verður um öll þessi „læk“ okkar, eða hvað er gert við niðurstöður úr sakleysislegum persónuleikaprófum svo fátt eitt sé nefnt. Það er einfaldlega komið risa- apparat utan um líf okkar sem við skiljum enn ekki til fulls og þangað til við gerum það er eflaust hyggileg- ast að hugsa út í afleiðingarnar, áður en stór orð eru látin flakka.“ „Ég var allt of alvörugefinn unglingur til að bera titilinn Breiðholtsvill- ingur en auðvitað stóð ég alltaf með mínu fólki. Ef upp kom að krökkunum í Fellahverfinu væri kennt um eitthvað að ósekju þá var for- manninum að mæta“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.