Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 10. nóvember 2017fréttir Góðar sængur sem má þvo við 95° hita Teygjulök, í öllum stærðum á góðu verði. 100% cotton satin með 300TH. 60/60µ. Dýnuhlífar, rakaheldnar, þola þvott við 95° Rúmfatnaður, vandaður, 100% cotton satin með 300TH. 60/60µ. Handklæði, gæðavara, 500 gsm. 100% cotton. Frábærar vörur fyrir hótel, og bændagistingu og sjúkrastofnanir Stórhöfði 17 • 110 Reykjavík • Sími 5877685 • Netfang: elias@egheild.is • www.egheild.is HEILD EHF Opið frá kl. 13 til 18 virka daga. Vinsamlegast sendið net- skilaboð. M egn ólykt hefur lagst yfir íbúðabyggðina á Völl­ unum í Hafnarfirði við og við í nokkurn tíma. Margir íbúarnir gera sér ekki grein fyrir af hverju hún stafar en hún kemur frá moltugerð Gámaþjón­ ustunnar sem staðsett er nokkuð fyrir utan bæinn. Í vikunni kúguð­ ust íbúar hverfisins út af óþefnum og skólabörn í Hraunavallaskóla þurftu að fá klemmur á nefið til að verjast óþefnum. Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar­ bæjar, segir að ástandið sé ekki ásættanlegt. Eins og gramsað sé í rotþró Íris Líndal Sigurðardóttir hefur verið búsett í Vallahverfinu síð­ an árið 2014 og segist hafa fund­ ið þessa lykt allar götur síðan þá, en aldrei eins sterka og nú á þriðjudaginn. Hún segir: „Ég opnaði svaladyrnar og kúgaðist. Ég þurfti að loka dyrunum strax og öllum gluggum.“ Lyktin var megn og lagðist yfir íbúðasvæð­ ið, atvinnusvæðið og skólana. Hún hefur heyrt ýmsar skýringar á þessu í gegnum tíðina eins og að lyktin komi frá Sorpu, Gáma­ þjónustunni eða myndist við skreiðarþurrkun. „En við höfum aldrei fengið nein almennileg svör.“ Íris lýsir lyktinni svo: „Þetta er eins og það sé rotþró fyrir neðan svalirnar mínar, full af því sem kemur úr klósettum lands­ manna, og einhver sé að gramsa í henni. Þetta er ekki sorplykt, þetta er skítafýla. Hún smýg­ ur inn og maður er hræddur um að fá hana í fötin sín. Þetta er ógeðslegt.“ Margir aðrir íbúar hafa talað um þessa lykt á spjall­ svæði Vallabúa á Facebook. Fæstir virðast gera sér grein fyrir hvaðan lyktin kemur. Sonur Írisar stundar nám við Hraunavallaskóla og þar var lykt­ in einnig mjög stæk. „Börnunum var ekki líft þarna inni. Lyktin var svo megn að þau fengu klemm­ ur til að setja á nefið.“ Starfsfólk skólans vissi heldur ekki hvaðan lyktin kom. Lars Imsland skóla­ stjóri segir að lyktin hafi verið mjög sterk og upphaflega talið að hún væri tilkomin vegna sorps. Vindátt breytist Lyktarskýið kom frá moltugerð Gámaþjónustunnar undir Stór­ höfða í upplandi Hafnarfjarðar. Molta er áburður sem unninn er úr lífrænum úrgangi og í framleiðslu­ ferlinu myndast sterk lykt. Ingþór Guðmundsson stöðvarstjóri segir: „Þetta er venjulegt niðurbrot sem á sér stað stað þegar verið að að snúa múgunum og hleypa út þessari lykt. Þetta er óhjákvæmi­ legur hluti af þessu ferli.“ Moltuvinnslan hófst árið 1993 en að sögn Ingþórs var hún flutt á þennan stað fyrir tveimur eða þremur árum. „Við reynum að passa okkur á því að vera ekki að snúa þessum múgum þegar er suðaustan átt. Því þá tekur vindur­ inn lyktina að byggðinni. Við athugum alltaf veðurspár áður en við ákveðum að snúa, sem við þurfum að gera um einu sinni til tvisvar í viku. Það sem gerðist í gærmorgun (þriðjudag) var að vindurinn snerist og það var eig­ inlega enginn vindur, heldur logn eða hæg norðanátt. Áttin átti ekk­ ert að snúast í suðaustur fyrr en um kvöldið en gerði það um ellefu leytið um morguninn.“ Ingþór segir sárt að heyra af því þegar lyktin berst yfir íbúðabyggð­ ina. „Við getum ekki brugðist við því sem búið er að gerast á annan hátt en að snúa ekki þegar vindátt er að byggð. Það er það eina sem við getum gert.“ Fundur með bæjarstjórn Vegna kvartananna mun bæjar­ stjórn Hafnarfjarðar hafa afskipti af málinu. Einar Bárðarson, sam­ skiptastjóri bæjarins, segir: „Það er búið að kalla til fundar með bæjarstjórn, fulltrúum heilbrigðis­ eftirlitsins og Gámaþjónustunnar því þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er bara grjóthart.“ Hann segir að samkvæmt starfsleyfinu sé ekki heimilt að snúa múgunum þegar vindar séu óhagstæðir. „Það getur ýmislegt gerst í íslenskri veðráttu en vindáttir eru nú með því stöð­ ugra. Þeir eiga ekki að taka neina áhættu með þetta.“ Kemur til greina að svipta Gámaþjónustuna starfsleyfinu? „Ef það er vísvitandi verið að gera þetta í bága við starfsleyfið þá er ég hræddur um að það hefjist ferli sem endar með því, já. Þetta er stórt íbúðahverfi og við viljum að fólk geti búið þar og leikið án þess að þurfa að kljást við þessar að­ stæður og það á ekki að vera neitt mál fyrir Gámaþjónustuna að vinna eftir starfsleyfinu.“n Lyktin svo slæm að skóla- börn fengu klemmur á nefið n Íbúar á Völlunum ósáttir n Óvissa með starfsleyfi Gámaþjónustunnar Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Höfuðstöðvar Gámaþjónustunnar „Þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er bara grjóthart,“ segir samskiptastjóri Hafnar- fjarðar. Íris Líndal Sigurðardóttir Einar Bárðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.