Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 10. nóvember 2017 við betri sýn yfir reksturinn, en það eru um 200 manns á launa- skrá hjá okkur í dag.“ Styður lífræna framleiðslu Að hráefnið sé heilnæmt, líf- rænt og íslenskt hefur ávallt skipt Hrefnu miklu máli og hún hef- ur lagt sig fram um að hafa ís- lenskt hráefni á boðstólum á veitingastöðum sínum, því ís- lenskar landbúnaðarvörur séu framúrskarandi. „Við leggjum mikla vinnu í að finna rétta kjöt- ið og grænmetið, sem getur ver- ið erfitt. Það er auðvelt að finna sumar vörur, til dæmis gúrkur og tómata, en annað getur klár- ast. Við keyptum hunang af ein- um íslenskum býflugnabónda og allar afurðirnar hans kláruðust á þremur vikum.“ Hún segir það sama gilda um kjötið. „Kjöt á Ís- landi er ekki ótæmandi auðlind og það er mun einfaldara að fá erlent kjöt frá heildsala.“ Hinn lífræni iðnaður á hins vegar undir högg að sækja að mati Hrefnu og skrifaði hún færslu á Facebook nýverið vegna lokun- ar lítillar búðar sem seldi lífræn- ar matvörur. „Allir vilja matar- markað. Allir vilja kaupmanninn á horninu. Allir vilja beint frá bónda og býli. Allir vilja lífrænt. Allir vilja sniðganga plast og aðr- ar óþarfa umbúðir. Svo fara bara allir í Costco. Það þarf að mæta í þessar verslanir og versla svo þær lifi þetta af. Ekki bara finnast krúttlegt að hafa þær fyrir augun- um.“ Sem dæmi um erfiðleika fram- leiðenda nefnir hún Höllu á Ytri- Fagradal sem ræktar hvanna- lamb. „Hún lagði sig fram um að fá lífrænan stimpil en þá hækk- aði kjötið í verði og hún átti í erf- iðleikum með að selja afurðirn- ar. Við ákváðum að kaupa alla hryggina og flest lærin af henni því okkur finnst nauðsynlegt að styðja við slíka starfsemi og mun- um halda því áfram.“ Hún segir komu Costco fyrst og fremst hafa áhrif á verslun en ekki veitingarekstur. Veitinga- staðaeigendur versli ekki mikið í Costco vegna þess að þjónustan sé svo góð hjá birgjunum. „Ef ég keypti af Costco þyrfti ég að fara þangað og vera með sendiferða- bíl og manneskju í fullri vinnu við að sækja allar vörurnar.“ Sjálf seg- ist hún ekkert hafa á móti því að kaupa ýmsar vörur í Costco fyr- ir sig persónulega en segist ekki enn hafa gerst svo fræg að fara þangað. „En ég myndi aldrei fara og kaupa allt í matinn þar. Það er mikilvægt að styðja við minni verslanir.“ Nýr veitingastaður í sumar Hrefna segir aukinn ferðamanna- straum hafa gert mikið fyrir veitingastaðina, sérstaklega Fisk- markaðinn, en Íslendingar borði frekar á Grillmarkaðinum. „Áður en ferðamannastraumurinn byrjaði fyrir alvöru sá maður oft galtóma veitingastaði í Miðbæn- um. Nú eru yfirleitt allir staðir fullir nema á vissum tímum þegar ferðamönnum fækkar.“ Hún tel- ur að þetta sé ekki bóla heldur séu ferðamennirnir komnir til að vera. „Reyndar er krónan ekki sérlega hagstæð fyrir þennan bransa og hún hefur augljóslega áhrif nú. Ferðamannastraumur- inn mun ábyggilega halda áfram en koma í bylgjum.“ Vegna velgengninnar hefur Hrefna fært út kvíarnar en rólega þó. Hún og félagar hennar hjá Grillmarkaðinum keyptu sig inn í Skúla Craft Bar og opnuðu asísk- an matarvagn fyrir framan hann. „Við vorum mikið á þessum stað og okkur langaði til að eiga bar.“ Sjálf segist hún áhugamaður um craft-bjór og hafi byrjaði í því áhugamáli með manninum sín- um. „Hann er hins vegar kom- inn langt fram úr mér. Það hefur orðið alger sprenging hjá minni bjórframleiðendum á Íslandi og margt skemmtilegt að gerast.“ Hrefna og meðeigendur henn- ar hafa hins vegar ekki opnað nýj- an veitingastað síðan 2011 en á næsta ári verður breyting þar á. „Við höfum verið að vinna að opn- un nýs staðar í þrjú ár og stefnum á að opna næsta sumar. Við höf- um ekki enn skrifað undir leigu- samning en það mun líklega ger- ast á næstunni.“ Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en Hrefna staðfestir að staðurinn verði í Reykjavík. „Við höfum skoðað þann möguleika að opna stað erlendis, og fórum út til New York til að hitta fólk. En þá rák- umst við á veggi vegna gjaldeyris- haftanna. Við fáum reglulega sím- töl frá húseigendum úti um allt land og í úthverfum höfuðborgar- svæðisins þar sem okkur er boðið að opna nýja staði. En við erum að- eins að hugsa um þetta nýja verk- efni núna og viljum ekki fara of geyst í hlutina.“ Erfið fæðing Þó að matur sé stór hluti af lífi Hrefnu þá er hún líka eigin- kona og móðir með mörg önn- ur áhugamál og skoðanir. Hún kynntist Birni ung í gegnum sameiginlega vini og þau hófu sambúð fyrir um níu árum. „Eitt kvöldið var ég að velta því fyrir mér af hverju ég hefði aldrei farið út að borða á stefnumót. Seinna það kvöld hitti ég Bjössa og fann að eitthvað var pínulítið öðruvísi en vanalega. Ég bauð honum út að borða og fljótlega eftir það byrjuðum við að hittast. Við bjuggum rétt hjá hvort öðru, í Garðastræti og Ægisgötu. Köttur- inn hans, Mía, flutti fyrst inn til mín og síðan hann.“ Haustið 2011 eignuðust þau son sinn, Bertram Skugga, en sú fæðing gekk hægt og endaði í bráðakeisaraskurði. „Þetta var látið ganga of lengi og á einum tímapunkti sagði læknirinn að barnið þyrfti að koma í heiminn núna strax og ég var þá svæfð.“ Mátti ekki miklu muna því að drengurinn fékk einungis einn í einkunn af tíu mögulegum strax eftir fæðingu, þar sem mældur er hjartsláttur, öndun, húðlitur og fleira. „Það er alltaf verið að þrýsta á konur að fara ekki keisaraskurð en til dæmis í mínu tilfelli var ekki annað hægt. Ég hefði aldrei getað fætt.“ Hrefna segist þó ekki reið heilbrigðis- starfsfólkinu og bendir á að sum- ir hafi verið nemar. „Þetta var okkar fyrsta barn og við höfðum engan samanburð. En eftir á að hyggja fannst okkur skrítið að ýtt hafi verið á okkur að halda áfram svona lengi.“ Vorið 2013 eignuðust þau dótturina Hrafnhildi Skuggu og þá tóku þau ákvörðun um keisaraskurð fyrirfram. „Ég sagð- ist ekki þora að ganga í gegnum þetta aftur.“ Eftir að stúlkan kom í heiminn fór Björn á skeljarnar og bað Hrefnu á spítalanum. Ári síðar giftust þau að ásatrúarsið í Hvalfirðinum en hvorugt kennir sig þó við þau trúarbrögð. „Bjössi er trúlaus en ég aðhyllist hug- myndafræði búddisma að ein- hverju leyti. Ég er ekki iðkandi búddisti en stunda jóga, hugleiði og er með styttu hérna heima. Ásatrúarvígsla var lending sem við náðum saman og athöfnin var mjög skemmtileg. Við erum líka hrifin af sögunum og börnin voru nefnd í ásatrúarsið.“ Falinn hæfileiki Fyrir utan dans og jóga fer Hrefna mikið á tónleika og aðra listvið- burði. Fyrir um sex árum byrjaði hún að stunda laxveiðar. „Um 70 prósent af ánægjunni við lax- veiðar eru útiveran. Strákarnir í vinnunni voru allir að veiða og þá fór ég að hugsa af hverju ég gerði það ekki líka. Ég fór að prófa þetta og maðurinn minn fylgdi á eftir.“ Þrátt fyrir að vera bæði kokkur og laxveiðiáhugamaður er Hrefna mikill dýravinur og fékk tár í augun í fyrsta skipti sem hún hamfletti rjúpu. Hún segir þó mikilvægt að aftengja þessar tilf- inningar því þetta sé gangur lífs- ins. „Hérna heima borðum við meira af grænmeti. Hvorki er gott fyrir líkamann né jörðina að borða kjöt alla daga.“ Hrefna hefur einn leyndan hæfileika sem er kickbox. Hún hefur stundað þjálfun í kickbox, hnefaleikum og líkamsrækt hjá Mjölni og það fyrstnefnda heill- aði hana mest. „Ég fór með vin- konu minni út í þetta og barðist við hana. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og stóð mig ágæt- lega.“ Hún er þó ekki hætt að bæta á sig áhugamálum því á næsta ári stefnir hún að því að sinna útiverunni betur og byrja að ganga á fjöll. n „Þegar ég var að byrja í þessu voru enn þá einhverjir kokkar inni á milli að sparka í sköflunga, öskra á undirmenn sína og niðurlægja þá og jafnvel brenna með heitum áhöldum. Hugarfarsbreyting „Þetta viðgekkst og fólk vissi hvað það var að fara út í og kvartaði því ekki undan líkamlegu ofbeldi eða öðru“ MyNd BryNja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.