Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 67
menning - SJÓNVARP 3 RÚV Stöð 2 Sjónvarp Símans Skáklandið dv.is/blogg/skaklandid N orðurljósamótið (Northern Lights Open) hefst á föstudag kl. 16. Teflt verður í félags­ heimili TR, Faxafeni 12. Um er að ræða alþjóðlegt mót sem er sérstaklega hugsað fyrir áfanga­ veiðara og þá sem vilja hækka á stigum. Meðal þátt takenda er indverska undrabarnið Nihal Sarin. Hann er af mörg­ um talinn líklegur til að berj­ ast um heimsmeistaratitilinn í framtíðinni. Sjö keppendur, eða næstum þriðjungur móts­ ins, eru stórmeistarar. Stiga­ hæstur keppenda er Hjörvar Steinn Grétarsson. Annar ís­ lenskur landsliðsmaður sem tekur þátt er Hannes Hlífar Stefánsson. Hinir erlendu stór­ meistarar eru Aloyzas Kveinys (2535), Litháen, Yinglun Xu (2526), Kína, Törbjörn Ring­ dal (2397), Noregi, og Mark Hebden (2460) og Simon Williams (2437), Englandi. Sá keppenda sem gæti stolið sen­ unni er Nihal Sarin (2483) sem af mörgum er talinn eitt mesta skákefni heims. Einnig er vert að benda á hinn bandaríska Nikhil Kumar (2274) en hann varð heimsmeistari ungmenna undir 12 ára aldri í fyrra. Sló hann þar við hinum indverska Praggnanandhaa sem sló í gegn ásamt Sarin á síðasta GAMMA Reykjavíkurskákmóti. Mótið er sérstaklega sett upp með þarfir áfangaveiðara. Meðal kepp­ enda alþjóðlegu meistararnir Bragi og Björn Þorfinnssynir og Einar Hjalti Jensson sem allir fá þarna tækifæri á stórmeistara­ áfanga en til þess þurfa þeir auðvitað eiga frábært mót. Mótið er óneitanlega afar gott tækifæri fyrir unga og efnilega skákmenn til að hækka á stig­ um enda munu þeir tefla við stigahærri skákmenn í nán­ ast öllum umferðum. Meðal keppenda verða umgmenn­ inn Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson og tví­ burarnir Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir. Um helgina verður mikið teflt. Tvær um­ ferðir á laugardag og sunnudag. Umferðir um helgina hefjast kl. 10 og 16. Að sjálfsögðu geta skák áhugamenn fylgst með herlegheitunum bæði á skák­ stað og í gegnum heimasíðu mótsins. Á pari á EM Íslenska landsliðið hafnaði í 27. sæti á Evrópumóti lands­ liða í skák sem lauk í vikunni. Fyrir mótið var íslenska liðið í 27. sæti styrkleikalista móts­ ins og því má með sanni segja að árangurinn hafi verið á pari. Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson áttu fínt mót og hlutu 5,5 og 5 vinn­ inga úr níu skákum á 2. og 3. borði. Héðinn Steingríms­ son og Guðmundur Kjartans­ son fundu sig hins vegar ekki á 1. og 4. borði. Héðinn önglaði saman 4 vinningum en Guð­ mundur aðeins 3,5 vinningi. n Laugardagur 11. nóvember Helgarblað 10.nóvember 07.00 KrakkaRÚV 07.01 Háværa ljónið Urri 07.15 Lundaklettur (29:39) 07.22 Ólivía (48:52) 07.33 Húrra fyrir Kela 07.56 Símon (24:52) 08.00 Molang (44:52) 08.05 Með afa í vasanum 08.16 Ernest og Célestine 08.30 Hvolpasveitin (16:26) 08.53 Ronja ræningjadóttir 09.16 Alvin og íkornarnir 09.27 Hrói Höttur (16:52) 09.38 Skógargengið (23:52) 09.50 Litli prinsinn (17:26) 10.15 Flink 10.20 Útsvar 11.30 Vikan með Gísla Marteini (5:11) 12.10 Hæpið (2:2) 12.40 Sagan bak við smell- inn – The Time of My Life (6:8) 13.10 Siðbótin (2:2) 13.40 Venjulegt brjálæði – Með lífið að veði (1:6) 14.20 Morgan Freeman: Saga guðstrúar (1:6) 15.10 Best í Brooklyn 15.40 Ísland - Svartfjalla- land 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Kioka 18.07 Róbert bangsi 18.17 Alvin og íkornarnir 18.28 Letibjörn og læm- ingjarnir 18.35 Krakkafréttir vik- unnar 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Fjörskyldan (3:7) 20.30 Bíóást – The Party (Gleðskapurinn) Að þessu sinni segir þingkonan Katrín Jakobsdóttir frá gamanmyndinni The Party frá árinu 1968 með Peter Sellers í aðahlutverki. Myndin segir frá klaufska aukaleikaranum Hrundi V. Bakshi sem er óvart boðið í lokað Hollywood-partí í stað þess að vera rekinn. 22.10 Atonement (Friðþæging) 00.10 Kill Me Three Times (Dreptu mig þrisvar)Gamansöm spennumynd um leigumorðingja sem þarf að sinna þreföldu morði, mútum og hefndum eftir að stór verktakasamningur fór í vaskinn. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 06:00 Síminn + Spotify 08:00 Everybody Loves Raymond (13:25) 08:20 King of Queens 09:05 How I Met Your Mother (15:24) 09:50 American Housewife 10:15 Parks & Recreation 10:35 The Great Indoors 11:00 The Voice USA (13:28) 12:30 The Bachelor (4:13) 14:00 Top Gear (5:6) 14:50 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (13:20) 15:20 The Muppets (16:16) 15:45 Rules of Engagement (2:13) 16:10 The Grinder 16:35 Everybody Loves Raymond (23:26) 17:00 King of Queens 17:25 How I Met Your Mother (23:24) 17:50 Old House, New Home (4:5) 18:45 Glee (2:22) Bandarísk þáttaröð um söngelska unglinga sem ganga í Glee- klúbbinn, sönghóp skólans undir forystu spænskukennarans Will Schuester. 19:30 The Voice USA Vinsælasti skemmti- þáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. 20:15 The Color of Money Dramatísk mynd frá 1986 með Paul Newman og Tom Cruise í aðalhlutverk- um. Vasabiljarð svika- hrappurinn Fast Eddie Felson uppgötvar hinn unga og efnilega biljarð spilara Vincent á bar í bæ einum og sér í honum sjálfan sig þegar hann var yngri. 22:15 Oz the Great and the Powerful Spennandi ævintýra- mynd úr smiðju Disney. Myndin er í raun orsaga hinnar sígildu sögu um Galdrakarlinn í Oz. Ungur töframaður í sirkus er sviptur á brott frá Kansas og til undralandsins Oz þar sem íbúarnir búast við miklu af töframann- inum unga sem þarf að beita göldrum sem hann býr ekki yfir til að losa landið undan álögum þriggja norna. 05:25 Síminn + Spotify 07:00 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Mæja býfluga 08:00 Með afa (10:100) 08:10 Nilli Hólmgeirsson 08:25 Billi Blikk 08:40 Dagur Diðrik (6:20) 09:05 Dóra og vinir 09:30 Gulla og grænjaxl- arnir 09:40 K3 (51:52) 09:50 Beware the Batman 10:10 Ævintýri Tinna 10:35 Friends (24:24) 11:00 Grey's Anatomy 12:20 Víglínan (37:60) 13:05 Bold and the Beautiful 14:50 Friends (17:24) 15:15 Um land allt (3:8) 15:50 Leitin að upprunanum 16:35 Kórar Íslands (7:8) 18:00 Sjáðu (519:550) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn 19:05 Lottó 19:10 Top 20 Funniest 19:55 The Flintstones (Steinaldarmennirnir) Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna sem gerist árið 2.000 fyrir Krist. 21:25 Masterminds Gamanmynd frá 2016 með Zach Galdifianak- is og Kristen Wiig og fjallar um David Ghantt sem er næturvörður hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningum í bryn- vörðum bílum. 23:05 Elizabeth Stórgóð og söguleg stórmynd frá 1998 með Cate Blanchett í aðalhlutverki. Myndin fjallar um leið Eliza- betar fyrstu að því að verða drottningin yfir Englandi þar til hún er krýnd 25 ára gömul. 01:05 You, Me and Dupree Rómantísk gaman- mynd með Owen Wilson, Kate Hudson og Matt Dillon. 02:55 When the Bough Breaks Spennutryllir frá 2016. Eftir að hafa árangurs- laust reynt að eignast saman barn ákveða þau John og Laura að ráða staðgöngumóður. Það á ekki eftir að ganga áfallalaust. 04:40 99 Homes Dramatísk mynd frá 2014 um Dennis Nash sem 2008-kreppan lék grátt. Fyrir utan fjármálavandann sem hann er í stendur hann allt í einu uppi sem heimilislaus og að vinna fyrir manninn sem kom honum á götuna. Á einni af fjölmörgum rásum Símans er ID Discovery (In­ vestigation Discovery) þar sem fjallað er um hin ýmsu sakamál, sum áratuga gömul. Í þessum þáttum eru sviðsett at­ riði, misgóð reyndar, og rætt er við einstaklinga sem tengdust málun­ um á einhvern hátt, komu að rannsókn þeirra eða þekktu fórn­ arlömbin. Eitt kvöldið festist ég við þessa stöð og sá þátt um eiginkonu sem hvarf kvöld eitt sporlaust. Eig­ inmaðurinn þóttist harmi lostinn en í ljós kom að hann hafði átt ást­ konu í nokkurn tíma. Börn hjón­ anna virtust gruna föður sinn um að hafa myrt móður þeirra en höfðu enga vissu fyrir því þar sem ekkert varð sannað í þeim efnum. Í öðrum þætti var fjallað um morð á móður og fjórum börn­ um hennar og leiddar að því lík­ ur að grunaðir morðingjar hefðu fengið að ganga lausir vegna þess að annar þeirra var í vinfengi við lögreglustjóra bæjarins. Það var margt einkennilegt í þessari sögu, þar á meðal það að ná­ grannadreng dreymdi draum þar sem hann sá morðið og morðingjana og gat lýst þeim og að­ stæðum sem pössuðu nákvæmlega við þær raunverulegu. Þessir þættir sýna okkur að illskan leynist víða. Fjölskyldufaðirinn getur haft ýmislegt að fela og jafnvel haft morð á samviskunni. Ókunn­ ugir vingast við fólk sem þeir síð­ an drepa. Raunveruleikinn getur verið harður og grimmur og þar leynist illskan í mun meira mæli en við viljum trúa. n IllskaN í öllu síNu veldI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið sterkir þátttakendur á Norðurljósamótinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.