Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 10. nóvember 2017fréttir T homas Möller, sem í lok september var dæmdur af héraðsdómi í 19 ára fang- elsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefur lagt fram matsbeiðni fyrir dómi í því skyni að geta sýnt fram á að hann hafi ekki verið valdur að dauða Birnu. Ákæruvaldið leggst gegn því að matsgerðin verði framkvæmd. Afgerandi dómur um sekt Niðurstaða héraðsdóms um sekt Thomasar var afgerandi. Byggði hún að mestu leyti á sönnunar- gögnum sem verða að teljast óyggjandi. Þannig virðist vera fyllilega sannað að Thomas hafi keyrt bílinn sem Birna fór upp í sem farþegi á Laugaveginum. Þá liggja fyrir vitnisburðir og mynd- skeið úr eftirlitsmyndavélum sem sanna að Thomas hafi eytt tals- verðum tíma við að þrífa bílinn við Hafnarfjarðarhöfn en við rann- sókn málsins mátti víða finna um- merki í bílnum um blóð úr Birnu. Þá fundust fingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq og erfða- efni Thomasar mátti greina á skó Birnu sem fannst við höfnina. Af öllu þessu og fleira til verður vart séð annað en að Thomas hafi ver- ið í samskiptum við Birnu og skað- að hana. Í dóminum er því slegið föstu að Birna hafi látist af völdum drukknunar en hvernig það at- vikaðist er eitt af því fáa sem er óljóst í málatilbúnaði ákæruvalds- ins. Í ákæru var Thomas sakað- ur um að hafa „á óþekktum stað“ varpað Birnu „í sjó eða vatn“ með þeim afleiðingum að hún drukkn- aði. Í málinu kom fram að í rúma fjóra klukkutíma, frá kl. 07.00 um morguninn til kl. 11.00, er ekki vit- að um ferðir Thomasar. Hins vegar liggi fyrir samkvæmt akstursmæli bílsins að um 140 kílómetra akstur sé óútskýrður. Var það niður- staða dómsins að telja yrði ljóst miðað við þær upplýsingar sem lagðar voru fram um vegalengd- ir í málinu að þeir 140 kílómetrar hafi nægt Thomasi til að aka frá Hafnarfjarðarhöfn til þess svæðis þar sem lík Birnu að lokum fannst og til baka aftur. Það var því í raun ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti eða beinum sönnunargögn- um að Thomas hafi komið Birnu fyrir þar sem hún fannst, þó að allt annað í málinu bendi til þess að þar hafi Thomas verið að verki. Ákæruvaldið mótmælir matsbeiðni Thomasar Thomas hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu í málinu og áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Eftir að hafa áfrýjað lagði verjandi Thomasar fram beiðni fyrir héraðsdóm um dómkvaðningu matsmanns. Ekki liggur fyrir með nákvæmum hætti hvað kemur fram í beiðninni en samkvæmt heimildum DV óskar Thomas þess að aflað verði álits sérfræðings á því hvar líki Birnu kann að hafa verið komið fyrir. Heimildir DV herma jafnframt að fallist dómurinn á matsbeiðn- ina muni þurfa að leita að erlend- um sérfræðingi til að framkvæma matið. Við þingfestingu mats- beiðninnar fyrir héraðsdómi í síð- ustu viku mótmælti ákæruvaldið beiðninni og krefst þess að dóm- ari hafni því að matið verði gert. Aðilar munu því kljást um mats- beiðnina fyrir dómi á næstunni. 140 kílómetra rammi Sem fyrr greinir þá kemur ekki fram í dóm- inum yfir Thomasi hvernig eða hvar nákvæm- lega Thomas á að hafa komið Birnu fyrir en eins og kunn- ugt er fannst lík hennar eftir átta daga leit í fjörunni við Selvogsvita á Reykjanesi. Lögreglu- menn sem báru vitni fyr- ir dóminum töldu lík- legast, út frá upplýsingum um kílómetrastöðu bílsins, að Thomas hafi keyrt Krísuvíkurleiðina frá Hafnar- fjarðarhöfn að brúnni yfir Vogsós, skammt frá Selvogsvita. Virð- ist kenningin vera sú að þar hafi Thomas varpað Birnu í ósinn og þaðan hafi hana rekið til sjávar. Tilgangur matsbeiðni verjanda Thomasar er að sérfróður aðili meti hvar Birnu var komið fyrir út frá því hvar hún fannst átta dögum síðar. Markmiðið er þá væntanlega einnig að fá mat á því hvar útilokað sé að Birnu hafi verið komið fyrir. Má leiða að því líkur að markmið verjanda Thomasar sé að fá mats- gerð sem sýni að Birnu hafi verið komið fyrir á stað utan þess svæð- is sem Thomasi hafi verið unnt að nálgast í ljósi þess að hann hafði 140 kílómetra til umráða. Miðað við skýringarmynd hér á síðunni má ætla að yrði niðurstaða matsmanns að Birnu hafi verið komið fyr- ir nokkru austan við Selvogsvita þá muni verjandi Thomasar byggja á því í áfrýjun- armálinu fyrir Hæstarétti að Thomasi hafi verið ómögu- legt að koma henni þangað. n Thomas möller gefsT ekki upp n Óskar eftir mati á hafstraumum við suðurströndina n Ákæruvaldið mótmælir Mögulegar akstursleiðir Talið er að Thomas hafi keyrt Krísuvíkurleiðina frá Hafnarfjarðarhöfn að brúnni yfir Vogsós, skammt frá Selvogsvita. Hafnarfjarðarhöfn Vogsós Selvogsviti ÞorlákshöfnGrindavík Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.