Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 22
22 sport Helgarblað 10. nóvember 2017 Í slenskur toppfótbolti eru hags- munasamtök félaga í efstu deild og þau hafa áhyggjur af stöðunni sem er í gangi. Félög- in hafa orðið fyrir gríðarlegu tekju- tapi með fækkandi fólki á vellin- um. Hvað er það sem er að? „Það eru sjálfsagt mörg atriði, það er erfitt að setja þetta á eitthvað eitt. Menn eru farnir að geta séð hvern einasta leik á netinu, sumir tala um miðaverðið. Ég sé ekki neinn svakalegan mun á mætingunni á þá leiki sem var frítt á eða þá kost- aði 2.000 krónur á. Það er erfitt að segja, kynningin á deildinni var að okkar mati ekki alveg nógu góð. Menn þurfa að fara í nafla- skoðun í vetur og nýta tímann vel fyrir næsta sumar,“ sagði Harald- ur Haraldsson, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Víkings. Beinar útsendingar og miðaverðið Mikil fjölgun hefur orðið á beinum útsendingum og miðaverðið hefur hækkað í 2.000 krónur, hefur þetta eitthvað að segja? „Það er mik- il fjölgun á beinum útsendingum en að sama skapi er þessi samn- ingur um sjónvarpsréttinn okk- ur mikilvægur. Það eru fleiri leik- ir í beinni og miðað við það sem ég heyri þá er hægt að nálgast alla leiki á netinu. Kannski er þessi sjónvarpssamningur að naga okk- ur í rassgatið.“ Haraldur er ekki á því að hækk- andi miðaverð hafi eitthvað að segja um fækkun á vellinum. „Mér finnst miðaverðið ekki spila neitt inn í þetta, þeir sem voru tíman- lega hjá okkur í Víkingi gátu feng- ið ársmiða á 10 þúsund krón- ur. Það er djókverð, ég veit ekki hver nálgunin er hjá öðrum félög- um. Við vorum með skítsæmilega mætingu í sumar, ekki mikill mun- ur frá síðasta ári. Vonbrigðin voru kannski mest undir lokin þegar FH og Stjarnan komu í heimsókn, mætingin á þá tvo leiki var eins og hún ætti að vera á einn af þess- um leikjum. Það sem er svo hægt að benda á er að KA og Grinda- vík komu upp og þau eru ekki með sömu aðsókn og Þróttur og Fylkir. Þróttarar voru sterkir fram- an af móti í fyrra og Fylkir er alltaf með traustan kjarna. Það er hægt að setja fækkunina að hluta til á að fleiri lið voru á landsbyggðinni.“ Þyngri rekstur Reksturinn verður erfiðari þegar færri mæta á völlinn að sögn Haraldar. „Þetta er farið að höggva í reksturinn, það er ekki spurning. Ef maður ber þetta saman núna og fyrir nokkrum árum er munur- inn mikill. Velta deildanna hefur aukist mikið, ég held að flestir séu sammála um það. Þetta er miklu meiri rekstur en á sama tíma þá er áhorfendum að fækka.“ Íslenskur toppfótbolti fór til Noregs á dögunum til að skoða breytingar sem hafa orðið þar. „Við fórum til Noregs og skoðuð- um hvernig þeir eru búnir að endurskipuleggja deildina hjá sér. Mér finnst að við ættum að gera tilraunir, hvernig væri leiktími klukkan 18.00 á laugardegi? Þetta væri byrjun á góðu laugardags- kvöldi hjá mörgum. Það þarf að prófa sig áfram,“ sagði Haraldur og upp er komin hugmynd með sér- stakt útileikjakort. „Við erum svo með hugmynd um sérstakt útileikjakort. Það yrði kannski tíu miða kort, það þyrftu þá öll lið að vera með í þeim breytingum. Það þarf að útfæra það rétt.“ Markaðsherferð í gegnum Áttuna Stór hluti af markaðsherferð Öl- gerðarinnar hefur farið í gegnum Áttuna sem séð hefur um mark- aðsherferð fyrirtækisins síðustu tvö sumur. Haraldur bendir á að sú herferð herji á yngri mark- hóp en þá sem borga sig inn á völlinn. „Ölgerðin hefur farið þá leiðina síðustu tvö sumur að setja stærstan hluta af sinni markaðs- herferð í Áttuna, það er svona yngri markhópurinn. Það nær ekki til þeirra sem eru 25 ára og eldri, sem eru í raun að borga sig inn á völlinn. Allir aðilar sem koma að þessu þurfa að nýta veturinn vel, ÍTF, 365, KSÍ og Ölgerðin. Við höf- um lagt til við KSÍ að byrja þessa vinnu fyrr en seinna.“ Hvað með börnin? Hvað með börnin? Þetta er lína sem knattspyrnuáhugamenn fá að heyra þegar sú hugmynd kem- ur upp að bjórsala verði leyfð á knattspyrnuvöllum landsins, í flest- um stærri löndum er slíkt leyft. Forræðishyggjan á Íslandi er hins vegar sterk og því er þetta bannað. Eða hvað? Flest félög selja nefnilega bjór í reykmettuðum bakherbergj- um þar sem allir geta komið við. Um er að ræða feluleik sem allir vita af en enginn segir neitt við, það er því ljóst að þetta er í boði þrátt fyrir boð og bönn. Það myndi auka tekj- ur íþróttafélaga ef salan væri fyrir opnum dyrum. Þegar undirritaður hefur farið á knattspyrnuleiki úti í heimi verður hann lítið var við ölv- un. Fólk fær sér kannski 2–3 bjóra og stemmingin verður meiri. Börn hafa ekki hlotið varanlegan skaða af bjórdrykkju á leikjum erlendis, af hverju ætti það að gerast á Íslandi? Erlendir leikmenn Upp hefur komið sú umræða að í Pepsi-deild karla séu of margir erlendir leikmenn sem bæta litlu við deildina, stóra spurningin er hvort eigi að setja fjöldatakmörk á erlenda leikmenn hjá hverju liði. Það gæti ýtt undir að teflt yrði fram ungum og uppöldum leikmönn- um. Það eitt færir stuðningsmenn liðanna nær liðinu og myndar tengingu og gæti hjálpað til við að fjölga á vellinum. Ættingjar og vinir myndu þar með hafa ríkari ástæðu til þess að mæta á völl- inn. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða með opnum huga. Stórmóta afsökun ekki í boði Ljóst er að Pepsi-deildin á undir högg að sækja þegar kemur að að- sókn á völlinn og því tafli þarf að snúa við. Fyrir ári var afsökunin sú að Evrópumótið hefði verið í gangi. Sú afsökun var ekki gild í sumar og Ölgerðin, ÍTF og KSÍ þurfa að setj- ast niður í vetur og bretta upp erm- ar. Félögin mega ekki við því að fækkunin verði meiri. Um gríðar- legt tekjutap er að ræða. Sum- ir benda á að íslenska landsliðið gæti hafa stolið áhuganum, all- ir knattspyrnuáhugamenn elska landsliðin okkar um þessar mund- ir. Það ætti aftur á móti að ýta undir knattspyrnuáhuga um allt land. Félögin geri meira úr leikjum Íslensk félög þurfa að gera meira úr þeirra upplifun að fara á völl- inn, eitthvað þarf að vera fyrir börnin svo að það verði fjölskyldu- skemmtun að koma á völlinn. Bæta þarf umgjörð og það sem er í boði á völlunum, það á að vera skemmtun fyrir alla fjölskylduna að fara og sjá liðið í sínu hverfi spila. Skoða þarf hvaða áhrif það hafði að hækka miðaverðið og sjá hvort að lækkun á því myndi skila sér í aukinni mætingu. Það er aug- ljóst að félögin mega ekki við meiri fækkun miðað við öll þau útgjöld sem fylgja því að reka knattspyrnu- lið í fremstu röð á Íslandi í dag. Öl- gerðin þarf svo að hugsa markaðs- starf sitt upp á nýtt en fyrirtækið byrjaði af miklum krafti eftir að það tók yfir deildina en heldur hef- ur dregið úr sýnileika fyrirtækisins í kringum deildina. n Hvað segir Íslenskur toppfótbolti?„Þetta er miklu meiri rekstur en á sama tíma þá er áhorf- endum að fækka. Breyttir tímar Það er nánast liðin tíð að fullt sé á öllum stórleikjum deildar- innar eins og áður var. Mynd ToMaSz KolodziEjSKi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.