Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Síða 6
6 Helgarblað 8. desember 2017fréttir
É
g sá í augum hans það sem
allir foreldrar vilja sjá: Ég sá
glampa þegar hann horfði á
dóttur mína. Það var ást. Það er
akkúrat það sem maður vill sjá,“ seg-
ir Aðalsteinn Elíasson um tengda-
son sinn, Arnar Jónsson Aspar, sem
lést í kjölfar hrottalegrar líkams-
árásar á Æsustöðum miðvikudags-
kvöldið 7. júní síðastliðinn.
„Arnar var góður faðir. Hann
var umhyggjusamur og hlýr. Hann
var minn,“ segir Heiðdís Helga
Aðal steinsdóttir, unnusta Arnars.
Þau eignuðust litla stúlku sem
var 11 daga gömul þegar Arnar
dó. Hún fékk nafnið Arna Mist.
Daginn örlagaríka fór fjölskyldan í
myndatöku til að geta síðar rifjað
upp fallegar minningar um fyrstu
vikur dótturinnar. Aðeins tveimur
tímum eftir myndatökuna hafði
Heiðdís misst manninn sinn með
voveiflegum hætti. Og Arna Mist
átti ekki lengur föður.
Í viðtali við DV segist Aðal-
steinn vera ósáttur við margt í
meðferð málsins, þá einna helst
þá staðreynd að saksóknari í máli
ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti
Tryggvasyni, sem einn var ákærð-
ur í tengslum við árásina, fer fram
á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir
honum. Þá finnst honum skrýtið
að Jón Trausti Lúthersson hafi ekki
verið ákærður. Þó að hans fram-
ganga hafi verið mun minni en
þáttur Sveins Gests hafi Jón Trausti
ekkert gert til að stöðva ofbeldið
sem Arnar varð fyrir. Þar voru
einnig Ásta Hrönn og Rúnar Örn.
„Ég er ekki að óska eftir því að
menn sitji sem lengst í fangelsi, en
fyrir svona alvarlega glæpi þá verða
menn bara að taka afleiðingunum.
Ég hata ekkert Svein Gest, þarna
missti hann bara stjórn á sér og
þetta var ekki í fyrsta skipti sem slíkt
gerist,“ segir Aðalsteinn í viðtali við
DV og vísar til dóma sem Sveinn
hefur fengið vegna líkamsárása.
Árið 2014 var hann dæmdur í átta
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að ráðast á tvo menn, annars
vegar sumarið 2012 og hins vegar
sumarið 2013. Með árásinni á Arnar
rauf hann skilorð vegna þeirra mála.
Óljós aðdragandi
Mörgum brá þegar fluttar voru
fréttir af því, að kvöldi 7. júní síð-
astliðinn, að karlmaður um fertugt
hefði verið úrskurðaður látinn á
Landspítalanum í Fossvogi eftir að
hafa orðið fyrir líkamsárás í Mos-
fellsdal. Maðurinn hét Arnar Jóns-
son Aspar. Voru margir undrandi
á því að þessi glaðværi, hjálpsami
og ósérhlífni maður skyldi hljóta
svo hörmuleg örlög. Arnar lét
eftir sig unnustu, Heiðdísi Helgu
Aðalsteinsdóttur, og tvær dætur,
fimmtán ára og ellefu daga.
Aðalmeðferð í málinu gegn
Sveini Gesti fór fram á dögunum og
sat Aðalsteinn réttarhöldin. Síðdeg-
is þennan örlagaríka dag í sumar
kom hópur fólks að heimili Arnars
og Heiðdísar á Æsustöðum í Mos-
fellsdal. Frá því hefur verið greint
að mennirnir, Sveinn Gestur og Jón
Trausti Lúthersson auk bræðranna
Marcin og Rafal Nabakowski, hafi
komið að heimili Arnars til að vitja
garðverkfæra sem Arnar geymdi
fyrir Svein í fyrravetur. Til stymp-
inga kom á milli mannanna sem
enduðu með dauða Arnars. Að-
spurður segist Aðalsteinn ekki get-
að svarað því með vissu hvað varð
til þess að ráðist var á Arnar með
fyrrgreindum afleiðingum.
„Ég get mér til að þarna hafi sex
manns komið inn á hans lóð, fyrir
framan hans heimili þar sem inn-
andyra er lítið barn og afi í mat.
Hann hafi viljað vísa þeim í burtu,“
segir Aðalsteinn. Hann tekur fram
að dóttir hans viti heldur ekki hvað
varð til þess að hlutirnir fóru úr
böndunum. „Hún skilur þetta ekki,“
segir hann en fyrir dómi var þó
reynt að varpa ljósi á atburðarásina.
Ósannindi
Aðalsteinn er ósáttur við Svein
Gest og verjanda hans. Hann vill
meina að þeir hafi ítrekað farið
með ósannindi fyrir dómi.
„Sveinn Gestur sagði sjálfur að
þeir hafi þrír farið upp tröppurnar
að heimili Arnars, hann og
Nabakowski-bræður. Hann hafi
bankað á dyrnar og horft inn um
Tveimur Tímum efTir að myndin
var Tekin var arnar láTinn
n Aðalsteinn, tengdafaðir Arnars, ósáttur við ákæruvaldið n Segist ekki hata Svein Gest n Unnusta Arnars sækir styrk í unga dóttur þeirra
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is Síðasta myndin Arnar, Heiðdís og dóttir
þeirra fóru í myndatöku síðdegis þennan
örlagaríka dag. Rúmum tveimur tímum síðar var
Arnar látinn. „Þetta eru dýrmætar minningar,“
segir Aðalsteinn um myndirnar. Mynd Úr EinkaSafni