Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Síða 50
Da gur í l ífi Vikublað 8. desember 2017 2 Fyrir mörgum árum kynntist ég skemmtilegum fréttaljósmyndara þar sem ég var á einhverju flandri í Parísarborg. Þetta var lítill og snaggaralegur náungi sem var nýkominn heim úr stríðinu milli Serbíu og Króatíu. Hafði unnið þar fyrir Reuters. Við eyddum hálfum degi á bekk uppi á Monmartre. Deildum rauðvínsflösku og smjöttuðum á ólífum meðan hann sagði mér krassandi sögur úr stríðinu. Þetta var á þjóðhátíðardegi Frakka þann 14. júlí. sirka 1993. Af mikilli innlifun lýsti ljósmyndar- inn því fyrir mér hvernig þeir vinirnir úr bransanum voru blindfullir nánast allan tímann meðan þeir voru þarna. Hvernig byssukúlur skutust í gegn- um bílinn. Hvernig bíllinn leit út eins og gatasigti eftir nokkra daga og hvernig agressíf blanda af áfengi og Bach í botni var eldsneytið sem kom þeim á milli bæja þar sem þeir keyrðu á 150 kílómetra hraða eftir ómal- bikuðum vegum. Þar sem hann var staddur í miðri frásögn kom einhver krakkaskratti og kastaði kínverja (sprengju) í götuna fyrir framan okkur. Viðbrögð vinar míns voru ótrúleg. Hann spratt upp og stökk á bak við bekkinn. Hræðslan skein úr andlitinu. Hann hélt jú að þetta væri mikið öflugri sprengja. Án þess að hafa hugmynd um það varð ég þarna vitni að því hvernig áfallastreituröskun, eða áfallastreita, getur lýst sér en svo kallast röskun sú er kemur í kjölfar þess að fólk upplifir að lífi þeirra eða velferð sé ógnað. Það upplifir mikla hræðslu, hrylling og/eða vanmátt og í kjöl- farið verða breytingar á atferli, hugarfari og tilfinningalífi einstaklingsins. Ég hugsa að ótal margar konur hafi upplifað kynferðislega áreitni og ofbeldi en aldrei unnið úr afleiðingunum sem slíkt áfall getur haft á sálarlífið. Jafnvel aldrei talað um það við nokkurn mann. Þess í stað glíma þær við áfallið, fá martraðir, forðast aðstæður sem minna á viðburðinn – og túlka jafnvel meinlaust daður sem árás? Munurinn á daðri og kynferðislegri áreitni Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is „viðbrögð vin- ar míns voru ótrúleg. Hann spratt upp og stökk á bak við bekkinn. Besta ráð sem þér hefur verið gefið? Nanna systir gaf mér svolítið gott ráð um daginn sem er bæði kvenlegt og jólalegt: Gera sjálfa sig til fyrst, áður en maður heldur boð eða veislu, fara svo í að græja restina. Besta ráð sem þú getur gefið öðrum? Að brosa framan í heiminn og reyna að vera smá jákvæð. Þá verður allt betra. hvað vildir þú að þú hefðir vitað fyrr? Það er að afreka ótrúlegustu hluti á stuttum tíma. Maður þarf ekki endilega að vinna fram í rauðan dauðann. Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal fæddist þann 30. júlí árið 1985. Hún sleit barnsskónum í Norðurmýrinni og stundaði sitt grunnskólanám í Ísaksskóla, Æfingadeildinni og Tjarnarskóla. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2009 með próf í fatahönnun en hefur getið sér gott orð sem skartgripahönnuður síðustu árin. Hlín er af myndlist- arfólki komin en hún er dóttir þeirra Jóns Reykdal listmálara og Jóhönnu Þórðardóttur mynd- höggvara. Hún á tvær eldri systur, þær Nönnu og Hönnu Fjólu, og eru báðar menntaðar í listnámi. Hlín býr við Hagamel í Vesturbænum ásamt eiginmanni sínum Hallgrími Stefáni Sigurðssyni, verkfræðingi og tveimur dætrum, Stellu, 8 ára, og Stefaníu, 4 ára. Árið 2010 stofnaði hún hönnunarfyrirtækið Hlín Reykdal ásamt Hallgrími og fljótlega upp úr því fóru íslenskar konur að skreyta sig með skarti úr smiðju Hlínar sem hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna síðustu árin. 07.00 Dagurinn byrjar á því að ég vek eldri dóttur mína fyrir skólann, útbý kaffi, kveiki á kerti og les svo með Stellu við eldhúsborðið. Það er mismunandi hvað við fáum okkur í morgunmat en ætli egg, hafra- grautur og AB-mjólk með múslí séu ekki það algengasta. Mér finnst rosalega gott að vakna sjö til að hafa smá tíma á morgnana og vera ekki í algjöru stressi. Rétt rúm- lega átta vappar Stella yfir götuna í skólann og þá hef ég mig og Stefaníu til. Annar kaffibolli og svo förum við öll út. Við Halli skutlum Stefaníu í leikskólann og svo erum við mætt í vinnuna út á Fiskislóð um níu. 09.00 Yfirleitt skoða ég tölvupóstinn í símanum á leið í vinnuna og þegar ég kem í stúdíóið fer ég í það að senda vörur út á land og sitthvað fleira. Við Halli erum til dæmis í því að panta inn vörur, taka inn vörur, afgreiða fjölbreytt- ar sendingar og svo framvegis. Þegar þessari „skrifstofuvinnu“ er lokið þá ákveð ég hvaða liti skal mála þann daginn. Ég mála hverja einustu perlu í festarnar mínar sjálf og þetta er hörku handavinna eins og gefur að skilja. Ég breyti um liti á hverjum degi enda fer þetta eftir því í hvaða stuði ég er þann daginn. Nú er ég mikið í silfur, gylltum og dökkum tónum fyrir jólin. 11.00 Eftir að hafa snurfusað búðina opna ég dyrnar og hleypi inn við- skiptavinum. Við opnuðum þessa verslun á Hönnunarmars 2016 og ég er alveg hæstánægð með að vera hérna á Grandanum. Bæði er þetta stutt frá heimilinu okkar og svo er bara búin að myndast svo dásamleg stemning í þessum bæjarhluta. 12.00 Við fáum okkur stundum rúg- brauð og síld, salat eða afganga frá deginum áður í hádegismat. Við erum með hellu hérna til að sjóða egg og lítinn örbylgjumat. Reynum að hafa þetta svolítið hollt í hádeginu. Stundum skrepp ég í kaffi yfir í Kumiko sem er skraut- legt kaffihús í götunni. 18.15 Vinnudagurinn er ýmist búinn korter yfir fjögur eða korter yfir sex. Þá sæki ég dætur mínar og við förum í að undirbúa kvöldmatinn og stússast eitthvað. Þrátt fyrir að vera frekar óskipulögð hvað þetta varðar þá reyni ég alltaf að elda góðan kvöldmat, enda elska ég hreinlega að elda mat. Eftir kvöld- matinn er svo aftur lestrarstund með stelpunum, bað og háttatími og þegar klukkan er orðin sirka níu þá er ég yfirleitt komin upp í rúm. 21.30 Ég sofna reyndar ekki svona snemma. Ligg yfirleitt í rúminu og les eitthvað, ýmist í símanum eða bara góða bók. Núna er ég að klára bókina um Jógu eftir Jón Gnarr sem ég tími varla að klára af því mér finnst hún svo æðisleg. Hlín reykdal – síld og kaffi, kertaljós á morgnana og perlumálun úti á Granda„dagurinn byrjar á því að ég vek eldri dóttur mína fyrir skólann, útbý kaffi, kveiki á kerti og les svo með stellu við eldhúsborðið. instagraM.coM/birta_Vikublad vikublAð - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: karl Garðarsson Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900 Perludrottningin við opnuðum þessa verslun á hönnunarmars 2016 og ég er alveg hæst ánægð með að vera hérna á Grandanum. bæði er þetta stutt frá heimilinu okkar og svo er bara búin að myndast svo dásamleg stemning í þessum bæjarhluta. Mynd Saga Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.