Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2017, Page 52
Vikublað 8. desember 2017 4
Afmælisbörn vikunnar Vel mælt
Orðabanki Birtu: Boldangskvenmaður
Hún er boldangskvenmaður,
dökkeyg og hvasseyg
Orðið boldangskvenmaður eða boldángskvenmaður er gamalt og gott lýsingar-
orð yfir stórskornar konur. Þetta
lýsingarorð er fremur jákvætt en
neikvætt, notað til að lýsa bæði
útliti og eiginleikum konu sem
er bæði dugleg og kraftmikil en
einnig stór um sig og sterk.
Boldangskvenmaður er líka
dugnaðarkona, dugnaðarkvendi, af-
rekskona, forkur, myndarkona, skör-
ungur, stólpakvenmaður, verukona
og þess vegna víkingskvenmaður.
UPPRUNI
Boldang var þykkt léreftsefni sem gjarna var notað í segldúka eða sem undirlag
á dýnu. Í Blöndal er boldang þýtt á dönsku Bolster, en í Dansk-ísIenskri orðabók
Freysteins Gunnarssonar er það orð þýtt: sængurdúkur, púði, koddi, hægindi,
bólstur. Þar (í Blöndal) er engin samsetning gefin nema boldangsbuxur. Hvernig
það tengist stórum kvenmönnum er ekki gott að segja til um.
TILVITNANIR
„Ulrike Meinhoff er einnig ung stúlka, en hvorki réttur og sléttur einkaritari né
tiltakanlega hæglát. Hún er boldangskvenmaður, dökkeyg og hvasseyg og var
sem frábær blaðamaður við hið vinstrisinnaða kvennablað „Concrete“ velþekkt
í bókmenntasamkvæmum Hamborgar.“
Úr grein um skuggahliðar Vestur-Þýskalands. Lesbók Morgunblaðsins 19. tölublað.
06.07.1975
„Það var mjög algengt í þá tíð, að bændur ættu skipin, einn eða fleiri saman,
og þetta skip var bændaeign, en stærsti hluthafinn var kona, vel efnuð sveita-
kona, stútungskerling og mesti boldangskvenmaður.“
Tímaritið Stígandi. 2.árgangur 1944.
„ Lífið er fullt af eymd, einmanaleika
og þjáningu – og því lýkur allt of
fljótt.
- Woody Allen
47
ára
33
ára
48
ára
44
ára
Dagur kári Pétursson
Starf: leikstjóri
Fæddur: 12. desember 1973
sigurður björn blönDal
Starf: rokkari og stjórnmálamaður
Fæddur: 8. desember 1969
ragnheiður grönDal
Starf: söngkona
Fædd: 15. desember 1984
katla margrét ÞorgeirsDóttir
Starf: leikkona
Fædd: 15. desember 1970
BoldangSkvenmaður
Ulrike Meinhof var boldangskven-
maður og heldur herská.