Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Qupperneq 17
KYNNING
KVAN er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að styðja við einstaklinga og hópa til að vaxa, þroskast og
öðlast aðgengi að eigin styrkleikum.
Það gerum við með námskeiðum,
ráðgjöf og þjálfun,“ segir Jón Halldórs-
son, framkvæmdastjóri og þjálfari hjá
KVAN.
„Við höfum óbilandi trú á því að all-
ir einstaklingar á öllum aldri eigi að fá
tækifæri til þess að blómstra á sínu
sviði. Við þjálfum fullorðið fólk, ungt
fólk, fagaðila sem starfa með ungu
fólki og nú á nýju ári erum við einnig
að setja fókusinn á fyrirtækjaþjálfun.“
Hjá fyrirtækinu starfa sjö einstak-
lingar sem allir eru með menntun
á uppeldissviði auk þess að hafa
áralanga reynslu í kennslu og þjálfun
með fólki á öllum aldri.
KVAN námskeiðið
„Við þjálfum einstaklinga í að efla
sjálfstraust sitt og takast á við dag-
legar áskoranir, sama hvort það er í
starfi, skóla eða einkalífi. Þetta gerum
við með því að vinna alltaf út frá
styrkleikum hvers og eins, við höfum
svo mikla trú á því að skoða alltaf öll
mál út frá styrkleikum einstakling-
anna,“ segir Jón.
„Við hjálpum fólki að setja sér skýr
markmið og kennum því að finna út
jákvæða leiðtogahæfileika sína sem
efla það í því að hafa góð áhrif á sitt
nærumhverfi og sjálft sig. Það er svo
magnað að sjá hversu mikið meira
býr oft í fólki en það gerir sér grein
fyrir og þá eiginleika er svo miklu
auðveldara að kalla fram þegar við
horfum til styrkleika hvers og eins.
Við aldursskiptum námskeiðunum
til þess að allir geti náð að tengja
efnistök námskeiðsins við sínar þarfir.
Við erum með KVAN fyrir ungt fólk og
fullorðna.“
Námskeiðið fyrir unga fólkið er
í átta vikur, kennt einu sinni í viku.
Námskeiðið fyrir fullorðna er í sex
vikur, kennt einu sinni í viku.
Vináttuþjálfun
„Við bjóðum upp á vináttuþjálfun fyrir
börn á aldrinum 7–12 ára. Þessi nám-
skeið henta öllum börnum en eru þó
sérstaklega gagnleg fyrir börn sem hafa
upplifað félagslega einangrun, vináttu-
leysi, einelti eða aðra höfnun. Það skiptir
svo miklu máli að hjálpa þeim eins fljótt
og auðið er að takast á við áskoranir í
sínu lífi og láta þau fá tæki og tól sem
þau geta nýtt til þess að sigrast á áskor-
unum.“ Námskeiðið í vináttuþjálfun er í
átta vikur, einu sinni í viku.
Lausnir fyrir fagaðila sem starfa
með ungu fólki
„Við höldum fjölmörg námskeið fyrir
fagaðila sem starfa með ungu fólki:
Flaggskipið okkar þar er námskeið
sem heitir Verkfærakistan. Í ár erum
við að mennta 300 kennara og aðra
fagaðila á þessu námskeiði þar sem
megináherslan á námskeiðinu er
lögð á að þjálfa fagaðila í að vinna
með hópa og einstaklinga sem eiga
í samskipta- og félagslegum vanda.
Við leggjum mikið upp úr faglegu
starfi og til að mynda erum við með
einstaklinga frá Háskóla Íslands sem
eru að rannsaka hvaða árangri þetta
námskeið skilar.
Við höfum fengið mjög góð við-
brögð við Verkfærakistunni því sam-
hliða námskeiðinu nýta kennararnir
verkfærin með bekknum sínum. Með
rannsókninni vonumst við til að fá
nánari þekkingu á því hvaða þættir
skipta mestu máli og af hverju,“ segir
Jón.
„Í næstu viku höldum við hjá KVAN
kynningarfundi þar sem fólki gefst
tækifæri til að koma til okkar og
kynna sér námskeiðin okkar. Frítt er á
kynningarfundina.
Sjá nánar á kvan.is
KoMdu á Flug Með KVAN
Að öðlast aðgengi
að eigin styrkleikum
Kynningarfundir
n Vináttuþjálfun, þriðjudaginn 9.jan. kl.19
n KVAN fyrir ungt fólk 13-25 ára,
miðvikudaginn 10. jan. kl.19:00
n KVAN fyrir fullorðnar,
miðvikudaginn 10. jan. kl.20:15
Hábraut 1a, Kópavogi.
Skráðu þig á www.kvan.is
Næstu námskeið
n KVAN fyrir fullorðna hefst 24. jan.
n KVAN fyrir 13–15 ára hefst 22. jan.
n KVAN fyrir 16–19 ára hefst 23. jan.
n KVAN fyrir 20–25 ára hefst 25. jan.
n Vináttuþjálfun fyrir 7–9 ára hefst 27. jan.
n Vináttuþjálfun fyrir 10–12 ára hefst 24. jan.
Jón Halldórsson, Anna guðrún Steinsen, Vanda Sigurgeirsdóttir, Jakob Frímann Þor-
steinsson, eigendur og þjálfarar hjá KVAN.
Katrín Vignisdóttir, þjálfari hjá KVAN. Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari hjá KVAN.
Anna lilja Björnsdóttir, þjálfari hjá KVAN.
KVAN fyrir
ungt fólk á
öllum aldri.