Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Side 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 5. janúar 2018
É
g kem hingað og æfi á hverj-
um degi að fyrirskipun lækn-
isins. Sem er gott því staður-
inn er eins og félagsheimili.
Hingað mætum við eldri mennirn-
ir og grobbum okkur.“ Fyrir
þremur árum fékk Skúli alvarlegt
heilablóðfall og hjartaáfall sem
olli því að hann á erfitt með sjón
og að halda jafnvægi. Hann var
virkilega hætt kominn en sem bet-
ur fer var hann á Landspítalanum
þegar hann fékk áfallið. „Ég var á
réttum stað. Annars væri ég ekki
hér,“ segir Skúli. „Ég segi söguna
þannig að ég hafi ætlað að skreppa
yfir og hitta Jón Pál. En þá sá ég
Jesú og þennan svarta með horn-
in sem ætluðu að ná mér en ég var
svo fljótur og hljóp hingað til baka
aftur.“
Skúli er hættur að vinna, keyrir
ekki og á erfitt með heimilisverk en
hann hefur ekki tapað gleðinni eða
kímnigáfunni. Hann er enn sama
persónan og Íslendingar kynntu-
st í sjónvarpinu hjá Hemma Gunn
og Ómari Ragnarssyni. Eldra fólk-
ið í Salalaug heilsar upp á hann,
óskar honum gleðilegs nýs árs og
til hamingju með nýja heiðurinn.
Þú varst frægur maður á Ís-
landi?
„Ég var nokkuð vel þekktur. Nú
er ég aðallega frægur á elliheim-
ilunum,“ segir Skúli og hlær.
Fæddist fjórar merkur
Skúli er Austfirðingur og hálfur
Færeyingur, fæddur á Fáskrúðs-
firði árið 1948. Móðir hans kom
hingað ung frá Færeyjum og starf-
aði sem húsmóðir en faðir hans
fiskmatsmaður.
Hvað áttu mörg systkini?
„Þau eru svo mörg að ég man
ekki töluna, átta eða níu, en ég
og Sigurþór erum tvíburar.“ Fæst-
ir myndu þó trúa því vegna þess
að þeir eru eins og nótt og dagur
að sögn Skúla. „Ég fæddist fjórar
merkur en hann þrettán. Þetta var
vegna þess að ég lá bak við fylgj-
una, hélt í tána á Sigurþóri – hlýt-
ur að vera, og dróst með. Hann át
allt frá mér.“
Var þetta hættuleg fæðing?
„Nei, þetta var góð fæðing. Það
átti samt ábyggilega að henda mér
með fylgjunni en það sást einhver
öldugangur sem reyndist vera ég.“
Skúli hefur alltaf verið lágvaxinn
og tók út vöxt seinna en jafnaldrar
hans.
Hvernig barn varst þú?
„Ég hlýt að hafa verið óþægur.
En þegar ég var mjög lítill var ég
þægur því ég var með svo óþrosk-
uð lungu að ég blánaði þegar ég
ætlaði að fara að rífa mig. Ég var ári
á eftir með allt vegna smæðarinn-
ar. En ég var snöggur að hlaupa.“
Var þér strítt í skóla?
„Já, auðvitað var manni strítt.
Þessi áratugur var fullur af fordóm-
um. Í dag væri þetta kallað einelti.
En þá var þetta kallað stríðni og
maður átti bara að höndla það,
sem ég gerði. Þeir gerðu grín að
mér fyrir smæðina og tóku mig í
gegn. En ég var svo fljótur að ég gat
yfirleitt hlaupið í burtu.“
Sá glóandi hraunhnullung
lenda á höfði
Skólagöngunni lauk eftir barna-
skólann og þá tók heimur hins
vinnandi manns við. „Ég var send-
ur í sveit, það var ekki hægt að
nota mig í annað. Sigurþór fór á
sjóinn af því að hann var svo stór
og sterkur en það vildi mig enginn.
Ég prófaði tvisvar sinnum að fara á
„Enginn
má segja
neitt, þá
er hann
tekinn í nefið“
Skúli Óskarsson var nýverið tekinn inn í
heiðurshöll ÍSÍ fyrir árangur sinn sem kraftlyftinga-
maður á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.
Hann var þá með þekktustu mönnum landsins,
ekki aðeins fyrir fítonskraftinn heldur einnig litríkan
persónuleika. Skúli dró sig í hlé og hleypti krafta-
jötnum á borð við Jón Pál Sigmarsson og Magnús
Ver Magnússon inn í sviðsljósið en í heimi lyftinga er
Skúli talinn brautryðjandi. Kristinn Haukur hitti Skúla
í Salalauginni í Kópavogi þar sem hann æfir daglega
og ræddi við hann um æskuna, lyftingaferilinn og
erfitt mál sem kom upp eftir þakkarræðuna hjá ÍSÍ.
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Ég var ekki að
gera lítið úr
fötluðu fólki og ég
meinti þetta vel. Sjálfur
er ég orðinn fatlaður.
Lukkunnar pamfíll „Ég var
heppinn, bæði með sportið og
fjölskylduna.“ Myndir SiGtryGGur Ari