Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Síða 33
Hollari lífsstíllHelgarblað 5. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Yellow SelfoSSi Bragðmikill, hollur og fljótlegur matur Við opnuðum í fyrra og við skilgreinum þennan mat sem heilsusamlegan skyndibita. Þetta er hreint fæði, hollur og góður matur sem allir geta borðað,“ segir Magnús Már Haraldsson, matreiðslu- maður og einn eigenda veitinga- staðarins Yellow sem staðsettur er að Austurvegi 3, Selfossi. Staðurinn er með sterkar heilsuáherslur sem hafa mælst vel fyrir – en ekki síður kunna viðskiptavinir vel að meta þjónustuna sem er bæði hröð og góð. „Hér er svo margt fólk á ferðinni og við hugsum þetta þannig að fólk geti bæði stoppað og borðað á staðnum og tekið matinn með sér, jafnt heitan sem kaldan mat. Þægilegt fyrir þá sem eru á ferðinni,“ segir Magnús. Á staðnum er jafnframt huggulegt kaffihús og verslun þar sem seldar eru ýmsar lúxusmatvörur, áhuga- verðar matreiðslubækur og fleira. „Hér er salatbar þar sem þú velur þér í skál og svo erum við með heitt borð þar sem þú getur valið þér kjúkling, nautakjöt og grænmetisrétti. Þú velur jafnframt sósu og meðlæti. Við erum með mikið af mat fyrir grænmetisætur og veganfólk en einnig mat fyrir alla aðra. Segja má að salatbarinn og heita borðið séu helsta aðdráttaraflið hjá okkur. fjöl- breytnin er mikil og það er alltaf hægt að setja réttina saman á nýjan hátt.“ Á staðnum er einnig kælir þar sem hægt er að grípa með sér tilbúna drykki, samlokur og skyrdrykki. „Ég vil gjarnan að maturinn sé bragðmikill því það er ekki skemmti- legt að borða bragðlausan mat. en ég legg líka upp úr því að krydda hann á fremur náttúrulegan hátt og notast við hreint krydd,“ segir Magnús sem er menntaður matreiðslumaður. Hann er ánægður með hvað Yellow hefur verið vel tekið og ljóst að eftir- spurnin eftir bragðgóðu og fljótlegu heilsufæði er mikil. Yellow er opinn virka daga frá kl. 8 til 20 og um helgar frá 9 til 20. Góður morgunverður er í boði frá opnun á morgnana og heitur matur strax frá klukkan tíu. Nánari upplýsingar eru á Face- book-síðunni Yellow Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.