Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Qupperneq 35
Hollari lífsstíllHelgarblað 5. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ BooztBarinn Leiðandi í skyrdrykkjum og öðrum heilsudrykkjum Það er mikil hreyfing í samfé-laginu í átt til aukinnar hollustu og Booztbarinn hefur á margan hátt verið leiðandi í þeirri þróun enda hefur hann starfað allt frá árinu 2003, er fyrsti Booztbarinn var opn- aður í Kringlunni. „Við vorum í nokkrum ólgusjó í byrjun því þessir skyrdrykkir voru mikil nýjung á Íslandi. Við opnuðum síðan staðinn í Borgartúninu árið 2007,“ segir Kristinn ingi Sigurjónsson hjá Booztbarnum en staðirnir í dag eru þrír: Á n1 Hringbraut á n1 í Borgar- túni 39 og á n1 Ártúnshöfða. Booztbarinn hefur notið sífellt meiri vinsælda í gegnum árin, viðskiptavin- um fjölgar mikið og vöruúrvalið eykst sífellt: „Breiddin hefur aukist mikið. Þó að skyrdrykkir séu langvinsælustu drykkirnir sem við seljum þá höfum við bætt við ýmsu öðru, til dæmis vegandrykkjum með möndlu-, kókos- og hrísmjólk. Síðan erum við með nýja vöru sem heitir orkuskálar. Það eru skyrhræringar sem við hellum út í skálar og við toppum síðan með ferskum ávöxtum og granola. Þessir réttir njóta mikilla vinsælda. Drykkir með viðbótarpróteini njóta líka stöð- ugt meiri vinsælda, ekki síst hjá þeim sem fara mikið í ræktina og eru að lyfta.“ að sögn Kristins er bæði hægt að neyta drykkjanna sem aukabita og sem heillar máltíðar. „Það fer eftir því hvers konar rétt þú velur og hvaða stærð,“ segir Kristinn en aðspurður segir hann að þessi fæða sé í senn mjög næringarmikil og hitaeininga- snauð: „Þú ert að fá mjög mikla nær- ingu úr skyrinu, ávöxtunum, græn- metinu, fræjunum og höfrunum sem þú ert að innbyrða en hitaeiningarnar eru fáar. Þú færð mikið prótein og mikið kalk sem er svo gott fyrir beinin, en hitaeiningarnar eru ekki margar. Það eru til dæmis ekki nema um 70 hitaeiningar í 100 grömmum af skyri.“ að sögn Kristins verður viðskipta- arna, verslunastjóri hjá Booztbarnum í Borgartúni orkuskálar sem slegið hafa í gegn Engiferskot bæði til að taka með og njóta á staðnum Hin fullkoman tvenna Combo: Boozt og ferskir ávextir Fjölbreyttir drykkir á Booztbarnum: Hið eina sanna SkyrBoozt – Ferskur safi – Vegandrykkir vinahópurinn sífellt fjölbreyttari og karlar sækja ekkert síður í þessa heilnæmu fæðu en konur: „Viðskipta- vinahópurinn kemur okkur skemmti- lega á óvart en við fáum til dæmis mjög oft rafvirkja, pípara og aðra iðnaðarmenn sem mæta í vinnugall- anum í morgunmat eða hádegismat,“ segir Kristinn. „Það er einnig gaman að sjá full- trúa lögreglu og slökkviliðs mæta í fullum skrúða á Booztbarinn til þess að sækja sér orku. Hingað koma mjög margir fastagestir sem hafa átt við- skipti við okkur árum saman, nokkuð sem sýnir best að við höfum verið á réttri leið,“ segir Kristinn. Þess má geta að Kristinn er eini karlmaðurinn í stjórnendahópi Boozt- barsins: „Verslunar- og rekstrarstjór- ar fyrirtækisins eru allt konur. Ég gæti ekki hugsað mér öflugri félagsskap. Þetta er skemmtilegur vettvangur að vinna á og allt sem við gerum hér er í stöðugri þróun. Gæðaeftirlitið er mik- ið og við fylgjumst vel með því sem við erum að kaupa inn, veljum bara besta mögulega hráefnið og erum sífellt að þróa nýja drykki.“ Booztbarinn er á öllum þremur stöðunum opinn frá 7.30 til 20.00 virka daga og frá 10.00 til 18.00 um helgar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni booztbarinn.is og Face- book-síðu Booztbarsins https://www. facebook.com/booztbar/ Vinsælt Combo: Speltklatti og drykkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.