Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 43
Vikublað 5. janúar 2018 Myndlistarkonan Katrín Inga leggur áherslu á hvíld og virkjun sköpunarkraftsins. Mér finnst skipta mestu máli að öllum líði vel og að það sé góð orka inni á heimilinu. Sambland af frelsi og virðingu. Heimili mitt er líka vinnustaðurinn minn og þannig sameinast lífið og listin í rýminu stofa og eldhús sem verður líka að vinnustofu. Strákunum mínum er til dæmis velkomið að nota allt sem þeir finna í sína eigin tilrauna- starfsemi en um leið þekkja þeir muninn á dýrum listaverkum og efnivið í sköpun, sem segir mér að það er skipulag í þessari óreiðu,“ segir myndlistarkonan. Ertu dugleg að taka til? „Já og nei. Ég er eiginlega meiri vinnufíkill en húsmóðir. Ég geri samt sem áður alveg bæði í einu, sem sagt vinn og geng frá, en oft leyfi ég mér ekki að vaska upp fyrr en ég er búin að skrifa eitthvað ákveðið mörg „email“ eða ljúka öðrum verkum. Sumir taka alltaf fyrst til og fara svo að læra eða vinna en mér finnst best að vaska upp eftir matinn þegar ég er búin með vinnuna mína þann daginn,“ segir Katrín enda vinnusöm með eindæmum. Svarta eldhúS- hIllan „Þetta er ein- hvers konar listaverka- hilla sem Eva Ísleifs smíðaði þegar hún var að læra húsgagnasmíði á sínum yngri árum. Ég eignaðist hana þegar það átti að henda henni fyrir nokkrum árum en ég hef grætt mikið á ruslaferðum þessarar vinkonu minnar og kollega í gegnum tíðina. Karl- styttan er eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur en silfurboxið við hliðina á henni er eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Hægra megin við grísku styttuna er svo vígt vatn eftir Loga Bjarnason sem ég hef enn ekki tímt að nota í neitt.“ Katrín á trommunum Inni í miðri stofunni stendur fínasta trommusett sem Katrín gaf eldri syni sínum í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Sjálf kann hún að spila einn takt en stefnir á að læra aðeins fleiri. „Það kemur sér reyndar mjög vel fyrir bæði börn og fullorðna að hafa svona útrásartæki í stofunni. Það fer mjög vel saman að hafa svona trommur í stofurým- inu. Píanó og trommusett ættu að vera í öllum stofum.“ KóSí með KóngulóarmannInum „Margir líta á listamenn sem algjöra letingja en það er auðvitað ekki þannig. Staðreyndin er nú samt sú að bestu hugmyndirnar verða oftast til uppi í rúmi, eða þar sem maður er í hvíld. Hvíldin er bæði góð og nauðsynleg og eitt af því góða við að vinna heima er að maður getur líka lagt sig. Allir vinnustaðir ættu að bjóða upp á hvíldarherbergi.“ „Mér finnst skipta mestu máli að öllum líði vel og að það sé góð orka inni á heimilinu. Sambland af frelsi og virðingu. Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir myndlistar­ kona býr í skemmtilega skrautlegu einbýlishúsi í Vesturbænum í Reykjavík. Henni finnst lykilatriði að hafa helst bæði trommusett og píanó í stofunni enda einarður talsmaður þess að bæði heimilisfólk og gestir fái óhindraða útrás fyrir sköpunarkraftinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.