Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 44
Vikublað 5. janúar 2018
Nýtt verk í viNNslu „Hér er sönnun
þess að ég ligg ekki bara uppi í rúmi eða
sit á klósettinu allan daginn. Þarna birtist
afrakstur hvíldarinnar.“
kvöld hiNNa
glötuðu verka
„Þetta skilti er auglýsing
frá myndlistarkvöldi sem
við Eva Ísleifs héldum
hér heima. Við héld-
um gjörningakvöld
þar sem við buðum
listamönnum að
fremja gjörning í stof-
unni. Þetta snerist um
að bjóða fólki heim
að sjá listaverk. Okkur
fannst það eitthvað
spennandi. Það myndar
öðruvísi tengsl.“
stofa og lesherbergi „Þetta er
dæmigert svæði listamannsins þar sem
hann er með bedda og leslampa til að
hugleiða næsta listaverk. Þetta er sófi
heimilisins en líka beddi listamannsinhs
og íverustaður barnanna. Þarna sitja
stundum fjórir guttar að spila í Playsta-
tion og stundum liggja þarna svakalegir
listamenn að pæla eða amma eða
mamma að ræða fjölskyldumál.“
Myndir Sigtryggur Ari
eldhúskrókur og eldhús-
borð „Gullgripurinn er verk eftir
sjálfa mig frá því ég var í BA-námi
í Listaháskólanum. Síðar meir varð
þetta lykilverk á einkasýningu minni
í Nýlistasafninu en þar gerði ég
marga svona gripi og verðlaunaði
bæði lista- og fræðimenn sem hafa
frætt mig með þekkingu sinni og
kunnáttu í gegnum tíðina.“
listaverk um allt „Stóra blómið er
jólaskraut eftir Evu Ísleifsdóttur, myndin
af andlitinu er eftir Akab, ítalskan lista-
mann, og þar fyrir ofan sjáum við, frá
vinstri, aðra mynd eftir Evu sem ég hirti
eftir að hún var búin að henda henni, í
miðjunni er gamalt verk eftir mig sem ég
sýndi á Mokka þegar ég var í kringum
tvítugt og svo er rauða myndin eftir Rakel
MacMahon.“
myNdir uppi
um alla veggi
Katrín segir þennan vegg
í ganginum nýtast afburða vel
undir hvers konar myndlist. Sjálf heldur
hún þarna á verki eftir sjálfa sig sem hún
gerði árið 2015 en myndin er til sölu í
Gallerí Ekkisens við Bergstaðastræti.