Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 47
Vikublað 5. janúar 2018 Auður er að mestu uppalin í Mosfellsbæ, dóttir þeirra Sigríðar Halldórsdóttur og Jóns Gunnars Ottóssonar sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofn- unar. Þau skildu þegar Auður var rétt orðin unglingur en þá skrifaði móðir hennar fyrir ýmsa fjölmiðla, meðal annars Helgarpóstinn, Mannlíf, Vikuna, Þjóðviljann og Ríkisútvarpið, auk þess að gera heimildamyndir. Dóttirin unga heillaðist upp úr skónum af þess- um starfa móður sinnar og þannig má segja að hún hafi sjálf leiðst út á ritvöllinn. „Mér fannst þetta bæði töff starf og flott tilvera hjá mömmu. Fljótlega eftir skilnaðinn eignaðist hún þýskan kærasta, fjölmiðla- og kvikmyndargerðarmann, sem fræddi mig mikið um fjölmiðla þar í landi og á sama tíma var ég líka að uppgötva Isabelle Allende, Ástu Sigurðar og fleiri skrifandi konur. Mér fannst allt sem tengdist blaðamennsku og ritstörfum alveg ótrúlega flott og spennandi,“ rifjar hún upp, og ekki leið á löngu þar til hún þreytti frumraun sína i blaðamennsku. „Tólf ára gamlar gáfum við Sunna Ósk Logadóttir út okkar fyrsta skólablað sem þótti tak- ast alveg sérlega vel. Svo vel að krakkarnir í gaggó eignuðu sér heiðurinn af því þótt þeir hefðu hvergi komið nálægt útgáfunni. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt í ljósi þess að Sunna varð síðar fréttastjóri hjá Morgunblaðinu,“ segir Auður og brosir að minn- ingunni. Ekki leið svo á löngu þar til hún bankaði upp á hjá Morgun- blaðinu og bauð fram krafta sína – ekki sem blaðberi heldur blaðamaður! Þá aðeins fimmtán eða sextán ára. Bæturnar hærri en launin „Ég talaði við Jóhönnu Kristjóns- dóttur og bað um að fá að skrifa blaðagrein um hvað fólk á mínum aldri væri ólíkt innbyrðis. Ólíkir hópar og svona. Hún tók mjög vel í þetta og það var sko aldeilis uppi á mér typpið þegar ég fékk blaðaljós- myndara með mér niður í bæ til að vinna að greininni! Ég sagði öllum sem ég þekkti frá þessu og var al- veg sjúklega montin, en því miður fékk enginn að sjá útkomuna því greinin birtist aldrei á prenti. Ég varð auðvitað ákaflega miður mín og vissi ekkert við hvern ég átti að tala en svo útskýrði Agnesi Braga- dóttir fyrir mér að helgarblaðið hefði bara allt eyðilagst í einhverju frumstæðu tölvuklúðri. Mér fannst þetta auðvitað alveg hræðilegt en það var þó huggun harmi gegn að ég fékk bætur frá Mogganum. Ávísun með dágóðri upphæð sem Agnes benti góðlátlega á að myndi tæpast vera greidd fyrir blaða- greinar mínar í framtíðinni,“ segir Auður og hlær. Finnst ekkert merkilegra að skrifa skáldsögu en blaðagrein Hún var engu að síður komin á rétta sporið því rúmlega tvítug byrjaði hún að skrifa kjallara- greinar fyrir DV að áeggjan Silju Aðalsteinsdóttur. Það var svo eftir útkomu fyrstu skáldsögunn- ar (Stjórnlaus lukka) að Gunnar Smári Egilsson réð Auði sem blaðamann í fullt starf á fylgiritið Fókus sem þá var gefið út með DV og allar götur síðan hefur hún ritað bæði greinar og pistla í hin ýmsu dagblöð og tímarit sem hér hafa verið gefin út. Aðallega í lausa- mennsku og á milli skáldsagna. „Mér finnst ekkert merkilegra að setjast niður og skrifa skáldsögu en að skrifa pistil eða taka viðtal við merkilegan viðmælanda. Með öðrum orðum finnst mér blaða- mennskan hreint ekkert ómerki- legra en starf rithöfundarins. Það er sama gleðin sem fer í þetta og mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að blanda saman ólíkum formum af miðlun upplýsinga. Til dæmis að skrifa bók í blaðastíl og öfugt eða tengja ritgerðir inn í bókarformið sem samfélagsrýni eða pælingar,“ segir hún og bætir við að blaða- mennskan hafi jafnframt örvað hana til að pæla í hlutum sem síðar skila sér í skáldsögurnar. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt út úr þessu sem ég nota svo seinna meir í bókunum.“ Bestu hugmyndirnar spretta úr samtölum ólíkra hópa Nú hafa margir svolitlar áhyggjur af framtíð prentmiðla. Að fólk nenni ekki að lesa blöð eða bækur og þetta sé allt á niðurleið. Hefur þú svipað- ar áhyggjur? „Nei, ekkert sérstaklega. Áhyggjur mínar snúast meira um menningarumræðuna sem slíka, eða réttara sagt skortinn á henni. Þá er ég ekki bara að tala um ein- hverja gagnrýni eða bókaumfjöllun heldur djúpa og umfangsmikla samfélags- og heimsrýni sem endurspeglast til dæmis frá sam- tölum eða umræðum milli ólíkra greina úr hugvísindageiranum. Við þurfum að heyra samtöl um bók- menntir, listir, heimspeki, stjórn- mál, félagsvísindi, raunvísindi og svo framvegis í upplýsandi sam- hengi sem veitir okkur innblástur. Bestu hugmyndirnar spretta oftast upp úr góðum samtölum ólíkra hópa. Í stóru helgarblöðunum víðast hvar erlendis eru svona umræður mjög áberandi en hér fer lítið fyrir þeim, þrátt fyrir einlægan áhuga almennings. Við viljum og þurfum á svona upplýsingum og samtölum að halda alveg eins og fréttum og fréttaskýringum,“ segir Auður sem er þessa dagana að taka saman efnivið í bók sem tengist þessum áhyggjum. Bókina vinnur hún í samstarfi við blaðakonurnar Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huld Beck. Titillinn, Þjáningar- frelsið, er vel við hæfi en bókin, sem Forlagið gefur út, er væntan- leg í búðir eftir nokkrar vikur. Blaðamenn ekki síður mikilvægir en góðir læknar „Gæði, eða skort á gæðum, í íslensku fjölmiðlaumhverfi má líklega fyrst og fremst rekja til þess að hér er ekki borin nægilega mikil virðing fyrir blaðamönnum – þver- öfugt við það sem tíðkast í flestum öðrum löndum. Sjálfri finnst mér góðir blaðamenn ekki minna mikilvægir en góðir læknar eða lögmenn. Það þarf hins vegar að gera þeim kleift að sinna starfi sínu vel og búa þeim starfsumhverfi sem byggir á alþjóðlegum gildum og er í takt við það sem tíðkast í öðrum virkum lýðræðislöndum,“ segir hún alvarleg í bragði. Í Þjáningarfrelsinu skoða höf- undarnir starfsemi innlendra fjöl- miðla og blaðamennsku frá mörg- um hliðum og varpa fram ýmsum spurningum til fjölda viðmælenda sem hafa unnið, eða eru enn starf- andi, í fjölmiðlabransanum. „Þessi skortur á virðingu hefur leitt til þess að margir blaðamenn bera varla sjálfir virðingu fyrir framlagi sínu af því að viðhorf samfélagsins í þeirra garð hafa verið of neikvæð. Þetta smitast yfir á eigendur fjölmiðla og kemur út með neikvæðum afleiðingum, ekki aðeins fyrir blaðamennina sjálfa heldur samfélagið í heild. Fjöl- miðlafólki með mikla reynslu hefur til dæmis verið sagt upp af því að það er komið með „of há laun“ miðað við kjarasamninga. Reynslan er einfaldlega rekin í burtu og gæð- in með. Hvernig dettur fólki þetta í hug?“ spyr hún og hristir höfuðið. „Það skýrir sig kannski sjálft hvers vegna fólk endist ekki alltaf lengi í faginu. Léleg laun og lítið starfsör- yggi er ekki almennt það sem fólk sækist eftir í lífinu. Það velur að fara annað með reynsluna.“ Reynsluboltar úr blaðamennsku gerast frekar almannatenglar Hún tekur dæmi um blaðamenn með tíu til tuttugu ára reynslu sem velja frekar að gerast almanna- tenglar, eða upplýsingafulltrúar hjá stórum fyrirtækjum. „Þá erum við kannski með þaul- vana manneskju sem þekkir allar hliðar viðskiptalífsins á Íslandi en í stað þess að vinna við greiningu og upplýsingamiðlun hjá fjölmiðli sem síðan er deilt með almenningi þá velur viðkomandi frekar að ráða sig sem upplýsingafulltrúa eða al- mannatengil. Það starf gengur svo út á að matreiða upplýsingar fyrir blaðamenn sem hafa kannski verið eitt ár á ritstjórn. Það segir sig sjálft að svona ójafnvægi getur ekki orðið samfélaginu til góða. Eigend- ur fjölmiðla þurfa nauðsynlega að axla ábyrgð og sýna hana í verki, meðal annars með því að halda í góða blaðamenn og umbuna þeim í takt við framlagið,“ segir hún. „Annars kemur þetta bara niður á gæðunum og það fer ekki framhjá neinum.“ Hún tekur dæmi um netblaða- menn sem vinna undir kröfu um mikla framleiðslu á fréttum. Enda velgengni margra vefmiðla enn mæld í smellum. „Það þarf allt að gerast svo hratt. Vinnulagsreglurnar geta orðið undir og það er kannski enginn ritstjóri að fylgjast al- mennilega með nýliðum á ritstjórn. Hraðinn verður mikil- vægari en gæði framleiðslunnar og það gefst lítill tími til að vinna Auður Jónsdóttir er flestum landsmönnum kunn fyrir skemmtilegar skáldsögur sínar en færri tengja hana við blaðamennsku þótt hún hafi starfað við hvort tveggja um margra ára skeið. Margrét H. Gústavsdóttir heimsótti Auði í nánast galtóma íbúð við Barónsstíg á öðrum degi nýárs. Þær ræddu meðal annars um þjáningarfrelsi og arfaslæmt vinnuumhverfi íslenskra blaðamanna, lífsfögnuðinn í miðaldra krísunni og hvernig fólk birtist í öðru ljósi eftir skilnað. Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is Þjáningarfrelsi íslenskrA BlAðAMAnnA „svo giftist ég fertugum sjómanni fyrir vestan þegar ég var um tvítugt og náði þar með einhvers konar botni. „Ef við, sem samfélag, byrjum á því að sýna framlagi blaðamanna meiri virðingu þá getum við gert skýrari kröfu á eigendur um að koma betur fram við þessa stétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.