Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 52
Vikublað 5. janúar 2018 Birta mælir með... Kaffivagninum Grandinn er nýi Laugavegurinn. Á gamla góða Kaffivagninum er hægt að fá flatköku með hangikjöti og fína fiskrétti. Þar eiga heimamenn líka enn svolítið athvarf frá blessuðum túristunum – þó að við elsk- um þá auðvitað helling (í jöfnu hlutfalli við evrurnar og dollarana). Sundi Auðveldara aðengi að einstakri heilsubót er varla hægt að finna. Í sundi sameinast útivera, hreyfing og slökun. Allt fyrir örfáar krón- ur í hvert skipti. Mælum með að keypt séu að minnsta kosti tíu tíma sundkort. Það fæst niðurgreitt hjá stéttarfélögum. Black Mirror Frábærir vís- indaskáldsögu- þættir á Netflix. Hver þáttur er um klukkutíma langur og allar sögurnar eru spunnar út frá áhrifum samfélags- og netmiðla á hegðun okkar og samskipti. Magnaðir þættir. Hafragraut með eplakökubragði Blandaðu rifnum eplum eða eplamauki, smá hnetusmjöri og kanil út í hafragraut- inn og þú borðar eplaköku í morgunmat. Algjört sælgæti. LifeFactory drykkjar- flöskum úr gleri Helstu eigin- leikar þess að nota vatnsbrúsa úr gleri er sá að gler er náttúruleg afurð og gefur ekki frá sér óbragð sem smitast út í innihaldið. Vatnsbrúsana frá LifeFactory má setja í uppþvottavél og þeir halda vökvanum jafn vel og peli. Fást hjá Muffin- topkiller.is og kosta rúmar 5.000 kr. Lax er og verður alltaf herra-manns matur. Hann er fullur af góðum næringarefnum og vítamínum og hver sem er duglegur að borða lax mun hafa gott af. Þó ekki sé nema bara fyrir allt D-vítamínið sem í honum er. Fyrir fólk sem vill draga úr kjötneyslu er laxinn líka alveg frábær valkostur á grillið en eins og við Íslendingar vitum er hægt að grilla úti allt árið um kring. Þessi ljúffengi réttur kemur úr smiðju Guðbjargar Finns- dóttur, íþróttakennara hjá G-Fit í Garðabæ. Hann er mjög fljótlegur og því tilvalinn helgarmatur fyrir upptekið fólk sem langar að fá sér eitthvað gott og heilsusamlegt að borða en nota líka helgina til að slaka svolítið vel á og eyða ekki óþarfa tíma í eldamennsku svona rétt eftir áramótin. Rétturinn inniheldur jafnframt mangósultu eða Mango Chutney, sem er mikið notað með ind- verskum mat og gefur skemmti- lega sætt en um leið kröftugt bragð. n 1 stórt laxaflak n 1 krukka af góðu Mango Chutney aÐfERÐ Laxinn er settur á álpappír, Mango Chutney er smurt ofan á flakið og látið bíða, eða marinerast, í tvo til þrjá klukkutíma. Síðan er laxastykk- ið grillað í um tíu mínútur á háum hita eða haft í ofni á 210 gráðum í jafn langan tíma. n 5% sýrður rjómi, ein dós n Steinselja n Vorlaukur n Pipar aÐfERÐ Saxið steinselju og vorlauk mjög fínt og hrærið út í sýrða rjómann. Kryddið með grófum pipar og látið standa í svolitla stund, gjarna inni í ísskáp.Með þessum fljótlega og heilsusamlega rétti er gott að bera fram sætar kartöflur í ofni eða brún hýðishrísgrón, fer eftir smekk. Gott og ferskt salat er líka frábært með sem og ískalt kranavatn með sítrónu eða lime. LAXINN LÉTT SÓSA uPPSKRifT Fljótlegur og heilsusamlegur lax í ofni „Fyrir fólk sem vill draga úr kjötneyslu er laxinn líka alveg frábær valkostur á grillið en eins og við Íslendingar vitum er hægt að grilla úti allt árið um kring. Bara 10 mínútur á grilli eða í ofni um helgina Stórtónleikar Rótarý og afhending styrkja Tvær listakonur fá 800 þúsund hvor á Rótarý tónleikum í Hörpu á sunnudag Stórtónleikar Rótarý á Ís-landi verða haldnir í Norð-urljósasal í Hörpu sunnu- daginn 7. janúar klukkan 17.00, en tónleikar þessir hafa verið árlegur viðburður í tónlistarlífinu í meira en tvo áratugi. Rótarýhreyfingin veitir árlega styrk til framúrskarandi tónlistafólks sem er við það að ljúka háskólanámi á sínu sviði og er hópurinn sem hlotið hefur styrkinn úr tónlistarsjóði Rótarý afar glæsilegur. Þær Jóna G. Kolbrúnardóttir söngkona og Hrafnhildur Marta Guðmunds- dóttir sellóleikari hljóta styrkina í ár, fjárstyrk að upphæð 800.000 króna hvor. Um tónleikana sjá þau Ólafur Kjartan Sigurðarsonar barítón- söngvari og Helga Bryndís Magnúsdóttur píanóleikari sem flytja fjölþætta efnisskrá á forræði Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar. Ólafur Kjartan Sigurðarson nam við Söngskólann í Reykja- vík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama. Hann var fastráðinn söngvari við Íslensku Óperuna 2001–2004 og meðal hlutverka hans þar eru Scarpia, Macbeth, Papageno, tveir Fígaróar (Rossini og Mozart), Schaunard og Tarquinius. Ólafur Kjartan var fastráðinn við óperuna í Saarbrüc- ken en hefur undanfarin misseri starfað sjálfstætt og syngur víða um heim. Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf tónlistarnám við Tónlistar- skólann í Vestmannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987. Aðalkennari hennar þar var Jónas Ingimundarson píanóleikari. Framhaldsnám stundaði Helga Bryndís hjá Leonid Brumberg í Vínarborg, Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila í Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og í kammermúsik ýmiss konar og þá ekki hvað minnst með söngvurum. Hún starfar nú sem píanóleik- ari við Listaháskóla Íslands og tónlistarskólana í Reykjanesbæ og Kópavogi. Hún er meðlimur í Caput-hópnum. Skömmu fyrir jól kom út geisladiskur þar sem Helga Bryndís leikur tvö öndvegisverk eftir Schumann. Styrkþegar hafa jafnan látið í sér heyra við verðlaunaaf- hendinguna og að þessu sinni mun Jóna syngja fyrir gestina en Hrafnhildur Marta verður erlendis og þarf því að láta í sér heyra síðar. Hins vegar mætir sérstakur gestur á tónleikana, ung og sérlega efnileg stúlka, Ásta Dóra Finns- dóttir sem stundar nám í píanóleik hjá Kristni Erni Kristinssyni. Hún mun leika unaðsverk eftir Frédéric Chopin á tónleikunum. Miða á tónleikana má kaupa á vefnum TIX.is eða í Hörpu. ÓlafuR KjaRTan SiguRÐaR- Son Nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama. HElga BRyndíS magnúS- dÓTTiR Helga hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Vest- mannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987. HRafnHilduR maRTa guÐ- mundSdÓTTiR SEllÓlEiKaRi Hrafnhildur Marta verður erlendis en mun spila síðar fyrir Rótarý félaga. jÓna g. KolBRúnaR- dÓTTiR Jóna hlýtur styrk 800.000 króna styrk og Hrafn- hildur fær sömu upphæð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.