Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 54
54 Helgarblað 5. janúar 2018 Menning „Ef að kona getur stýrt tvö hundruð tonna álveri þá getur kona leikstýrt bíómynd- Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur ræddi um bága stöðu kvenna í listheiminum í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á nýársdag. A llt sem þú sérð í myndun­ um er á einhvern hátt hluti af mínu lífi – þetta er minn kúltúr. Ég hef aðeins öðru­ vísi aðgengi inn í þennan heim en flestir aðrir, og þar af leiðandi finnst mér það vera mín ábyrgð sem ljósmyndari að skrásetja þessa hluti,“ segir ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson, sem einnig kallar sig Xdeathrow. Í heimildaljósmyndum hans fáum við ómetanlega innsýn í ýmsa falda afkima íslensks sam­ félags sem annars rata sjaldan í sviðsljósið. Í myndunum fangar Þórsteinn frelsið og kraftinn, stjórnleysið og fegurðina utan al­ faraleiðar, hvort sem það er hjá hangsandi, tískumeðvituðum unglingahópum, vegglistamönn­ um sem skreyta borgina í skjóli nætur, heimilislausum óreglu­ mönnum, djömmurum og dópist­ um á ósamþykktum tattústofum, í földum og ólöglegum vopnabúr­ um, eða líkhúsum. Þórsteinn er einn allra efni­ legasti og sérstakasti ljósmyndari landsins um þessar mundir. Eftir að hafa vakið athygli fyrir undir­ heimamyndir sínar á Instagram hefur hann smám saman ver­ ið að færa út kvíarnar, haldið vel sótta einkasýningu, stýrt tónlistar­ myndbandi auk þess sem við­ fangsefnin verða stöðugt fjöl­ breyttari. Við höfum mælt okkur mót í húsnæði Ljósmyndaskóla Reykja­ víkur þar sem hann stundar nám. Hann hellir upp á kaffi og rað­ ar fjölbreyttum ljósmyndum frá undanförnum árum á lang­ borðið í kaffistofunni. Hann er með góðleg augu og vinalegt fas í nokkurri andstöðu við útlitið, krúnurakaður með húðflúr sem læðast niður fyrir ermarnar og upp um hálsmálið: górilluhaus tattú­ veraður á hálsinn og á fingrun­ um er mottó ritað í bleki til dag­ legrar upprifjunar, einn stafur á hverjum fingri: HARD WORK. Við erfiða reynslu opnast nýjar dyr Þórsteinn er fæddur árið 1988, alinn upp í Grafarvogi og síðar Hlíðunum. Hann var félagslyndur og ör, ef ekki ofvirkur, að eigin sögn, fann sig ekki í skólakerfinu og fékk mesta útrás fyrir viðbótar­ orkuna í fótbolta frekar en listum – þótt hann hafi haft mikinn áhuga á tónlist og setið löngum stund­ um og horft á tónleikaupptökur á VHS­spólum. Ljósmyndaáhuginn kviknaði ekki fyrr en hann flosnaði upp úr námi í menntaskóla. „Á þeim tíma fannst mér þetta vera það hræðilegasta sem gat hafa komið fyrir mig, en það hefur alltaf ver­ ið þannig í mínu lífi að þegar ég geng í gegnum erfiða reynslu þá opnast nýjar dyr – og það var það sem gerðist. Þegar eitthvað slæmt kemur fyrir vex yfirleitt eitthvað fallegt upp úr því.“ Eftir að hafa sagt skilið við skólakerfið fékk hann vinnu í ljós­ myndavöruverslun Hans Ped­ ersen og þá fór áhuginn á ljós­ myndun að kvikna fyrir alvöru. Hann byrjaði að mynda nærum­ hverfi sitt, en í kringum hann var hópur skapandi einstaklinga sem sameinuðust í þeim lífsstíl og listformi sem tengist veggja­ list, graffití­ gengið CMF. „Ég var alls ekki nógu sleip­ ur með pennann eða sprey­ brúsann – var lélegastur í „crewinu“ að graffa og dauð­ skamm­ aðist mín. Það var hins vegar enginn með myndavél eða að taka því eitthvað alvarlega, svo ég fann mig á bak við myndavél­ ina. Ég náði ekki bara að „dokú­ mentera“ verkin heldur líka kúlt­ úrinn í þessum hóp og allt sem var að gerast bak við tjöldin – lífsstíl­ inn hjá íslenskum unglingum sem stunda það að mála á veggi. Þetta er mjög dularfullur lífsstíll og kúl. Þegar ég byrjaði að mynda fannst mér ég loksins vera orðinn hluti af þessu og það fylgdi því mikill kraft­ ur fyrir mig,“ segir Þórsteinn. „Í fyrsta skipti fannst mér ég hafa raunverulegan tilgang. Ég gaf algjöran skít í þessa hefðbundnu stefnu – læra í nokkur ár, taka stúd­ entspróf og fara beint í háskóla – og gaf skít í það að vinna hefðbundna vinnu. Ég vildi vera algjörlega frjáls frá þessu mainstream lífi. Auðvitað var það að mörgu leyti óskynsam­ legt, en þetta var eitthvað gut­feel­ ing. Ég fann á mér að ég gæti tekið þetta lengra – þetta væri ekki bara ég að vera unglingur, þetta hefði einhverja þýðingu, bæði fyrir mig og jafnvel aðra.“ Við rennum yfir nokkrar svarthvítar myndir teknar af gröffurum og graffitíverkum. Við sjáum aftan á svartklæddan ung­ ling tagga á vegg, hvítur vöru­ flutningabíll er útspreyjaður: „Ég er með svolítið „fetish“ fyrir því að mynda svona eyðileggingu.“ Alltaf með myndavélina á sér Tæplega tvítugur var Þórsteinn beðinn um að halda sína fyrstu einkasýningu í myndlistargalleríi í bænum. Hann segir að það hafi verið staðfesting á því að það sem hann væri að gera hefði eitthvert „Þegar eitthvað slæmt kemur fyrir vex yfirleitt eitthvað fallegt upp úr því. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is … um líf ljósmyndarans „Það er erfitt að vera ungur sam- tímaljósmyndari á Íslandi. Það finnst mörgum það sem maður gerir vera flott og „læka“ á Instagram, en það eru fáir sem kaupa myndir. Ég verð alltaf að sinna öðrum verkefnum til hliðar til að fjármagna verkefnin mín. Íslendingar hafa ekki jafn mikinn áhuga á sam- tímaljósmyndum og þeir hafa á mynd- list. Við snobbum svolítið fyrir þessu, ef þú ert myndlistarmaður með kameru ert þú velkominn inn á söfn eða gallerí með myndirnar þínar en ef þú ert ljósmyndari er ekki pláss fyrir þig. Ég hef heyrt fólk tala um að þetta sé að breytast, ég persónulega finn ekki fyrir því, en ég vona að það sé rétt því það er mikið af frábærum ungum ljósmyndurum sem eiga skilið að fá tækifæri.“ … um hinn fulkomna ramma „Eftir að ég byrjaði að vinna í seríum frekar en einstökum myndum, þá fór ég að hugsa allt öðruvísi um ljósmyndun. Þetta snýst ekki bara um einn frábæran ramma, heldur um að margar ljósmyndir vinni vel saman og skapi einhvern söguþráð. Maður þarf að hugsa hvernig maður raðar þeim saman, hvenær maður kynnir einhverja persónu til sögunnar og svo framvegis. Ljósmyndun snýst ekki bara um að taka flotta mynd. Það geta allir gert það, en það krefst mikillar vinnu og þjálfunar að geta sett upp myndefni í bók eða á sýningu.“ Hirðljósmyndari undirheimanna Heimildaljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson skrásetur lífið í myrkari hornum Reykjavíkur Lífið í gámum Að undanförnu hefur Þórsteinn fylgt eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilislausa úti á Granda. Mynd XdeAthrow Þórsteinn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.