Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 55
menning 55Helgarblað 5. janúar 2018 1 Ungir strákar - deep mix - Floni 2 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör 3 Út í geim - Birnir 4 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 5 B.O.B.A. - JóiPé og Króli 6 Trappa - Floni 7 Labbilabb - Herra Hnetusmjör 8 Oh shit - JóiPé og Króli 9 Perfect duet - Ed Sheeran og Beyoncé 10 Havana - Camila Cabello, Young thug 1 Star Wars: The Last Jedi 2 Jumanji 3 Ferdinand 4 Pitc Perfect 3 5 The Greatest Showman 6 Coco 7 The Disaster Artist 8 Daddy's Home 2 9 Undir trénu 10 Wonder Vinsælast í bíó Helgina 29.–31. desember Vinsælast á Spotify Mest spilun 4. janúar Metsölulisti Eymundsson Vikuna 20.–26. desember 1 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 2 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 3 Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson 4 Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason 5 Mistur - Ragnar Jónasson 6 Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór 7 Fuglar - Hjörleifur/Rán 8 Syndafallið - Mikael Torfason 9 Amma best - Gunnar Helgason 10 Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir gildi og hann sá að myndirnar gætu átt erindi í sýningarrýmum og á vettvangi myndlistar. Brautin lá þó ekki bein áfram. Sköpunar- þörfin minnkaði svo hann hætti raunar algjörlega að taka myndir um nokkurra ára skeið. „Það kom langt tímabil þar sem ég var ekki að gera neitt. Þrátt fyrir að ég væri ekki að taka mynd- ir fylgdist ég með og hafði mikl- ar skoðanir á samtímaljósmynd- un, graffheiminum og öllu þessu, var mjög gagnrýninn. Ég var al- gjör áhorfandi en var samt ekkert bitur út í sjálfan mig, ég vissi að þetta myndi koma aftur til mín. Ég var bara í lægð og leyfði mér að vera það,“ segir hann og rifjar upp augnablikið sem ljósmynda- ástríðan spratt óvænt upp aftur. „Það var fyrir svona tveimur og hálfu ári þegar ég var að ganga í gegnum garðinn hjá Landakots- kirkju. Ég hitti gamlan félaga, að- eins yngri en ég, sem ég hafði ver- ið að mynda frá því að hann var svona 12 eða 13 ára. Hann hafði verið í mikilli óreglu og sat þarna með vini sínum þar sem þeir voru að reykja einhvern vindling, ein- hverja jónu. Hann kallaði á mig, sagðist hafa verið útskrifaður af spítala sama dag, lyfti upp peys- unni og sýndi mér stungusár. Hann spurði hvort ég vildi ekki taka mynd af honum. Ég hafði ekki verið að taka myndir í svo- lítinn tíma svo ég gat bara tekið mynd á símann minn. Þegar ég gekk heim hugsaði ég að héðan í frá skyldi ég alltaf vera með myndavél á mér. Núna skyldi þetta byrja upp á nýtt. Ég fann einhvern rosalegan kraft og hef ekki stoppað síðan.“ Upp frá þessu hefur Þórsteinn alltaf verið með 35 millimetra „point-and-shoot“ filmuvél með sér og segir að í dag fái hann nán- ast martraðir um að vera ekki með myndavél til að mynda það sem drífur á daga hans – ekki fyrir aðra heldur einfaldlega sem eins konar skrásetningartæki. Dulúð, hætta og fegurð Augnablikin sem hann fangaði úr umhverfi sínu og deildi á sam- félagsmiðlinum Instagram fóru smám saman að vekja athygli og umtal. Eins og áðurnefnd mynd sem tekin var í garði Landakots- kirkju voru þær harðar og hráslaga- legar, þær birtu veruleika sem er yfirleitt falinn undir yfirborðinu, djamm og dóp, jaðarhópa og glæpamenn. Þórsteinn rifjar til að mynda upp ljósmyndaröð þar sem hann hafði leitað uppi ólögleg skot- vopn í undirheimum borgarinnar. „Þetta var á þeim tíma þegar það var mikið verið að tala um hvað það væri mikilvægt að lög- reglan þyrfti að vopnast. Mig lang- aði að athuga af hverju lögreglan væri að hugsa svona, hvort það væri eitthvað til í þessu. Ég fór með félaga mínum í að kanna þetta, og við fundum alls konar stöff sem ég fékk að taka myndir af. Í eitt skipti var ég pikkaður upp um miðja nótt, keyrður út á land, þar sem ég fékk að kíkja inn í vopnabúr. Þarna voru árásarrifflar, handsprengjur og alls konar dót sem ég hafði aldrei séð áður nema í bíómynd- um. Ég prófaði árásarriffilinn sjálf- ur, þetta var alvöru dót, ekki eitt- hvað blöff. Þetta var allt virkt. Þetta voru hins vegar ekki vopn sem voru notuð í neinu glæpatengdu dæmi, ekki ætlað til að meiða eða drepa, heldur voru þau keypt sem safnarahlutir – eins fáránlega og það hljómar kannski.“ En þó að harka og jafnvel ljót- leiki hafi stundum einkennt mynd- irnar leggur Þórsteinn áherslu á fegurðina sem er oftar en ekki til staðar: „Ég sæki ósjálfrátt í að- stæður þar sem er einhver dulúð, einhver hætta, spenna og jafn- vel ljótleiki, en um leið og mað- ur finnur hið mannlega í þessum aðstæðum verður það sem róm- antískt og fallegt. Oft eru þetta að- stæður sem hinn venjulegi maður vill aldrei lenda í, en það er mann- eskja þarna og það er fallegt.“ Alsæla ungdómsins „Með árunum er ég samt að fjar- lægjast þessa glæpaljósmyndun og er smám saman farinn að ein- beita mér að öðru,“ segir Þór- steinn. En þessi breyting sést meðal annars á borgarlandslags- myndum sem hann hefur verið að vinna að undanförnu, sem og einkasýningu hans sem haldin var síðasta sumar – þeirri fyrstu í ára- tug. Í verkefninu sem hann kallar „Juvenile Bliss“, og mætti kannski íslenska sem Alsæla unglings- áranna, blandaði hann saman myndum sem hann hafði tek- ið af sér og vinum sínum á ung- lingsaldri og svo myndum af ung- lingahóp í dag sem hann fékk „Kannski er þetta einhver hæfileiki sem maður þjálfast í eða er fæddur með en ég á mjög auðvelt með að fá fólk til að treysta mér. … um ógnvænlegar aðstæður „Ef ég er aðstæðum sem ég er pínulítið hræddur í, þá fer mér að líða þægilega vegna þess að þetta á að vera erfitt – „no pain, no gain“ er sagt í ræktinni. Um leið og þetta er farið að ganga rosalega smurt fyrir sig og allt mjög þægilegt, allar myndirnar mjög flottar, þá er ég að gera eitthvað vitlaust. Ætli ég hafi ekki bara verið hræddastur þegar ég var að taka myndir af unglingunum – saklaus- asta fólki sem ég hef myndað. Ég var hræddastur um að þau myndu dæma mig og finnast ég vera skrýtinn.“ Hirðljósmyndari undirheimanna Lífið í gámum Að undanförnu hefur Þórsteinn fylgt eftir tveimur mönnum sem hafast við í gámabyggð fyrir heimilis- lausa úti á Granda. MynD XDeAthrow Bakgrunnur í veggjalist Þórsteinn hóf ljósmynda- feril sinn þegar hann skrásetti list og lífsstíl vina sinna sem voru virkir í að skreyta veggi Reykjavíkur í óþökk góðborgaranna. MynD XDeAthrow
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.