Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Side 56
56 menning Helgarblað 5. janúar 2018
að fylgja eftir og ljósmynda í sínu
hversdagslega lífi. Sem hluta af
seríunni tók hann einnig portrett-
myndir af einstaklingum í hópn-
um á „large-format“ filmu, en það
gerir honum kleift að framkalla
myndirnar mjög stórar og ná-
kvæmar.
„Við könnumst öll við það
að vera á þessum aldri, áður en
ábyrgðin, áhyggjurnar, stressið
og óöryggi varðandi framtíðina
kemur. Þú ert frjáls undan þessu
og laus við það. Þér er í raun al-
veg sama hvað þú gerir því þér
finnst ekki vera neinar afleiðingar.
Þetta endurspeglast í því hvernig
þú talar, hvernig þú hagar þér og
hvaða skoðanir þú hefur. Og mér
finnst það endurspeglast í mynd-
unum. Mér finnst þetta vera svo
dýrmætt tímabil í lífi hverr-
ar manneskju. Þess vegna
lagði ég svona mikla vinnu í
að mynda þessa krakka, það
er einhver neisti sem að mað-
ur sér. Á meðan ég var að gera
þetta fékk ég að vera partur af
þessu, fékk þessa vímu aftur,
og ætli maður hafi ekki ver-
ið að sækjast eftir því að ein-
hverju leyti líka.“
Fannst þér mikið hafa
breyst á þessum áratug, eru
þessir krakkar öðruvísi en
þinn vinahópur þegar þú
varst unglingur?
„Minn hópur var talsvert
agressífari, meira glæpagen
í okkur. Það var miklu meira
verið að dæma. Kannski eru
einhverjir svoleiðis vitleys-
ingar ennþá þarna úti, en þess-
ir krakkar eru miklu hreinni,
óhræddari við að klæða sig eins og
þeir vilja án þess að vera dæmd-
ir fyrir það. Ég held að samfélag-
ið sé að batna mikið hvað þetta
varðar – það er allt í lagi að vera
samkynhneigður, vera skringi-
lega klæddur, eða vera nörd. Það
er bara kúl að vera þú sjálfur.“
Heimili í gámum
Eitt ef þeim verkefnum sem Þór-
steinn einbeitir sér að um þess-
ar mundir er ljósmyndaserían
Container Society, í henni fylgir
hann eftir tveimur mönnum
sem hafast við í gámabyggð fyrir
heimilislausa á Grandanum.
„Ég hef svolítið verið að taka
svona deadpan borgarlands-
lagsmyndir að undanförnu.
Sem hluta af því átti ég leið
framhjá þessum skúrum úti á
Granda, ég hafði vitað af þeim í
mörg ár og hafði eiginlega verið
smá hræddur við þá – vissi að þar
byggju einhverjir ógæfumenn.
Einn daginn manaði ég mig svo
upp í að banka upp á, kynna mig
og athuga hvert það leiddi mig. Á
móti mér tók mjög indæll mað-
ur sem var með gest hjá sér þann
daginn. Ég spurði hvort ég mætti
taka portrettmyndir, þeir tóku
vel í það og daginn eftir kom ég
til að mynda,“ segir Þórsteinn.
„Ég hef verið í miklu sambandi
við þessa menn í nokkra mánuði.
Þetta eru bara skemmtilegir gaur-
ar og við erum orðnir góðir vin-
ir. Ég hjálpa þeim þegar ég get og
svo mynda ég þá reglulega í hvers-
dagsleikanum, bæði heima hjá
þeim og í ýmsum verkefnum um
bæ og borg, hvort sem það er að
kaupa í matinn, heimsækja vin
eða redda einhverjum efnum.
Sumir sem hafa séð myndirnar
hafa talað um hvað það sé hræði-
legt hvernig þeir búa og lifa – en
það er ekki endilega markmið-
ið hjá mér. Þótt þetta sé að mörgu
leyti ömurleg tilvera er ég ekkert
að taka myndir svo fólk geti vor-
kennt þeim. Þetta eru fullorðnir
menn sem að taka ábyrgð á sínu
lífi. Ég er ekki að reyna að búa til
einhverja dramatíska sögu sem
endar ógeðslega illa.
En við þurfum að sjá inn í þenn-
an veruleika eins og hvern ann-
an. Það eru svo margir sem eru að
gera tískumyndir eða taka sætar
myndir af vinum sínum en ég hef
ekki áhuga á því. Ég hef gaman af
því að vinna með eithvað sem er
undir niðri og setja það á sama
stall, á sama vettvang og í sömu
gæði og hitt.“
En er ekkert erfitt að fá fólk til að
hleypa þér svona nálægt sér til að
skrásetja lífsstíl eða tilveru sem er
litin hornauga af stærstum hluta
samfélagsins?
„Kannski er þetta einhver
hæfileiki sem maður þjálfast í eða
er fæddur með en ég á mjög auð-
velt með að fá fólk til að treysta
mér. En ég passa mig líka á að fara
aldrei yfir línuna. Ég leyfi fólki að
njóta ákveðinnar friðhelgi. Ég held
að þessir menn hafi bara skynjað
að mér væri alvara, hafi fundið að
mér var annt um þeirra réttindi og
væri ekki að fara að eyðileggja eitt-
hvað fyrir þeim. Þeir hleyptu mér
alveg að sér strax, ég á mjög nánar
og persónulegar myndir af þeim,
en þeir voru alveg opnir fyrir því.
Ef þú er heiðarlegur þarna úti þá
treystir fólk þér.“ n
Alsæla ungdómsins
Í ljósmyndaseríunni Juvenile
Bliss hefur Þórsteinn ljósmynd-
að hóp unglinga til að fanga
þann neista sem fylgir frelsi og
ábyrgðarleysi unglingsáranna.
Mynd XdeAtHrow
… um filmuljósmyndun
„Mér finnst skemmtilegra að mynda á
filmu, að þurfa að bíða eftir myndunum og
sjá þær seinna. Það er eitthvað við þetta
augnablik þegar þú veist ekki alveg hvort
þú hafir náð myndinni, svo færð þú hana
í hendurnar og skannar inn og þá kemur
víman – annaðhvort „þetta er beautiful“
eða í hina áttina „þetta er ekki nógu gott.“
Þá þarf maður að fara aftur og gera betur.
Ég held að það sé mjög hollt fyrir ungan
ljósmyndara að nota filmuna.“
… um Instagram
„Instagram er frábær miðill til að koma sér
á framfæri en að einhverju leyti fer hann
líka að stjórna myndunum sem þú setur
inn, af því að hann snýst svo mikið um að
fá „like“, fá hjörtun góðu. Ég ætla bara að
vera nógu mikill maður til að viðurkenna
að þessi hjörtu fara alveg rangt í mig. Mér
finnst þetta vera óholl skilaboð fyrir mig
sem listamann. Ég gæti hafa lagt mikla
vinnu í eina mynd og fæ lítil viðbrögð en
svo mynda ég einhvern rappara sem er
svolítið frægur þá fær sú mynd hundruð
hjartna. Smám saman gæti ég þess vegna
farið að birta fleiri og fleiri myndir af
þekktum andlitum. Ég vil alls ekki fara að
láta stjórnast af því hvað öðrum finnst, en
maður gerir það samt óvart.“
Fjölbreytt mannlíf
Þórsteinn hefur skrásett
mannlíf og borgarlandslag
Reykjavíkur í myndum sínum.
Mynd XdeAtHrow
Mynd XdeAtHrow