Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Page 60
60 tímavélin Helgarblað 5. janúar 2018 1954 Styttan af Skúla afhjúpuð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkur- borg styttu af Skúla Magn- ússyni og var hún afhjúpuð í Fógetagarðinum við Aðal- stræti við hátíðlega athöfn þann 18. ágúst 1954. Lista- maðurinn Guðmundur frá Miðdal hannaði styttuna af fógetanum sem var upp- hafsmaður Innréttinganna og gjarnan kallaður faðir Reykjavíkur. Þá voru 200 ár síðan byggingu Innrétting- anna lauk við Aðalstræti. Eftir ræðuhöld veitti Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri styttunni viðtöku og lagði blómsveig við fótstallinn. Karlakórinn Fóstbræður og Lúðrasveit Reykjavíkur sáu um skemmtiatriðin. Styttan hefur verið nokkuð umdeild í seinni tíð í ljósi þess að hún stendur í hinum forna Víkurkirkjugarði. Borgaryf- irvöld hafa viðurkennt þetta og samþykktu að færa hana fyrir meira en 20 árum en þar stendur hún enn. 1977 Íslendingar vildu reyk- ingabann Þann 30. mars árið 1977 gerði Dagblaðið skoðanakönnun á því hvort Íslendingar væru fylgjandi reykingabanni á op- inberum stöðum. Á þeim tíma reykti um helmingur lands- manna og reykja mátti víða, til dæmis í flugvélum, sjúkrahús- um og leikskólum. Samkvæmt könnuninni voru 63,9 prósent fylgjandi banni. Konur voru frekar hlynntari banni en karl- ar og fólk á landsbyggðinni hlynntari því en fólk á höfuð- borgarsvæðinu. „Banna þenn- an óþverra, rétt eins og hnefa- leika,“ sagði kona í Reykjavík. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi al- mennt verið hlynnt- ir banni var það ekki lögfest fyrr en þrjá- tíu árum síðar, árið 2007. Þá voru reykingar komnar nið- ur í um 20 prósent og nú eru þær í um 10 prósent- um. Gamla auglýsingin Vísir, júní, 1920 L augardaginn 22. janúar árið 1983 féllu tvö snjóflóð á bæinn Patreksfjörð á Vest- fjörðum með aðeins tveggja klukkustunda bili. Snjór var mikill og þegar snögghlánaði safnaðist krap fyrir í laut í fjallinu Brellum sem orsakaði flóð snjós og aurs. Helgi Páll Pálmason hefur búið í bænum alla ævi og var 22 ára gam- all þegar flóðið skall á húsinu hans. Svartur veggur niður hlíðina Helgi starfaði sem björgunarsveit- armaður á þessum tíma og hafði verið við störf frá því klukkan sex um morguninn, við að moka frá húsum og ofan af þökum eftir mikla rigningu næturinnar. Eigin- kona hans, Sólveig Ásta Ísafoldar- dóttir, vann á spítalanum og var sofandi þegar hann kom heim um þrjú leytið. Þá hafði flætt inn í heimili þeirra sem þau höfðu ný- lega eignast. Sólveig jós vatni úr eldhúsinu en Helgi ræsti fyrir utan. Í samtali við DV segir hann: „Ég stóð við hliðina á húsinu og leit á klukkuna sem var korter í fjög- ur. Síðan leit ég upp í hlíðina og sá mjög háan, svartan vegg koma niður. Ég vissi nákvæmlega ekkert hvað þetta var en ákvað að hlaupa inn.“ Helgi segir að þrátt fyrir hlán- unina hafi bæjarbúa aldrei grunað að þetta gæti gerst. „Konan mín var inni í eldhúsi að ausa vatni upp úr gólfinu. Ég hljóp inn og tók hana í fangið og svo lenti flóðið á húsinu eins og einhver sprenging. Augna- blik og svo búið. Húsið fylltist allt nema eldhúsið þar sem við stóðum. Þar var snjór upp und- ir hné.“ Eftir þetta komust þau út úr húsinu sem hafði slopp- ið nokkuð vel en hreyfst til á grunninum. Fann stúlku í sjónum Þegar út var komið fór Sólveig yfir að næsta húsi til manns sem hafði sloppið við flóðið. Hún fór seinna upp á spítala að vinna. „Ég heyrði kallað á hjálp frá öðru húsi og sá mann þar hálfgrafinn í snjó og fastan. Ég hjálpaði honum upp úr og heyrði þá kallað á hjálp niðri í fjöru. Þangað hljóp ég og sá allt í braki og drasli og mannshendi úti í sjó. Ég óð upp undir mitti út í sjó þar sem ég fann stúlku, dró hana upp og fór með hana í land og upp á sjúkrahús. Hún var örvilnuð og sofandi þegar við komum þangað. Síðan hélt ég áfram björgunarsveitarstörfum.“ Tveimur tímum seinna féll annað snjóflóð á Patreksfjörð en á öðrum stað. Um sjö leytið var Helgi kallaður upp á lögreglustöð. Þar var honum gerð grein fyrir því að hann hefði verið í mikilli hættu. „Fyrst þá áttaði ég mig á því að við vorum þarna við dauðans dyr. Ég hvíldi mig í tvo tíma á sjúkrahús- inu og hélt svo áfram að vinna við björgunarstörfin.“ Báru harm sinn í hljóði Fjórir létust í flóðunum á Patreks- firði. Þrír í fyrra flóðinu, sex ára stúlka og fullorðin feðgin, sem voru allir innandyra á heimilum sínum. Í seinna flóðinu lést kona á sextugsaldri sem var á göngu ásamt annarri konu sem bjarg- aðist fyrir mikla lukku. Hún skall í gegnum hurð sláturhússins og slapp lítið meidd. Fjórir slösuðust í flóðunum og á fjórða tug manna urðu heimilislausir þar sem tutt- ugu hús skemmdust. Helgi segir að engin hjálp hafi verið í boði fyrir íbúana, hvorki frá sálfræðingum né öðrum. Fólkið tók þetta á hnefanum og bar harm sinn í hljóði. „Til dagsins í dag hefur ekki verið mikið talað um þetta. Við Sólveig höfum alltaf farið og kveikt á minningarkerti á þeim degi sem flóðið varð.“ Einungis einu sinni hafi verið haldin minningarathöfn í bænum og komið upp merki. Misstu allt Sumir kenndu bæjaryfir- völdum um flóðið því að lautin sem krapið safnað- ist saman í var manngerð. Málið endaði fyrir dómstól- um og höfðu kærendur sig- ur í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við árið 1992. Helgi segir ástandið í bæn- um hafa verið ömurlegt eft- ir flóðin og illa staðið að að- gerðum eftir þau. „Það var allt of mikill hraði í hreinsun á rústunum. Við vorum látin skrifa upp á pappíra til að rífa húsið okkar þremur eða fjór- um dögum eftir flóð sem var alveg óþarfi að gera. Þetta var fyrsta húsið okkar og við höfðum átt það í innan við eitt ár. Allt okkar sparifé fór í þetta og við stóðum eftir slypp og snauð eftir þetta.“ Helgi segir mjög lítið hafa verið greitt úr Viðlagasjóði. Fluttu margir úr bænum? „Það var byggt raðhús fyrir fólk- ið sem missti húsin sín í flóðun- um. En enginn sem lenti í flóðun- um fór þar inn. Mér var neitað um það af því að ég fékk hús hjá verkalýðsfélaginu þar til nýja hús- ið yrði reist. En ég varð að fara fyrst á götuna. Þá vorum við komin með eitt barn og annað á leiðinni. Fleiri lentu í þessu og fluttu bara úr bænum.“ Í gegnum árin hafa komið lítil snjóflóð, síðast árið 2015. Árið 2016 hófst gerð snjóflóðagarða fyrir ofan bæinn og er áætlað að framkvæmdinni ljúki árið 2025. n „Leit upp og sá háan, svartan vegg koma niður“ 1983 – Snjóflóðin á Patreksfirði: Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Sólveig og Helgi Sluppu á ótrúlegan hátt og hjálpuðu öðrum. Patreksfjörður eftir flóðin Mynd úr DV, 24. janúar 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.