Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Blaðsíða 60
60 tímavélin Helgarblað 5. janúar 2018 1954 Styttan af Skúla afhjúpuð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkur- borg styttu af Skúla Magn- ússyni og var hún afhjúpuð í Fógetagarðinum við Aðal- stræti við hátíðlega athöfn þann 18. ágúst 1954. Lista- maðurinn Guðmundur frá Miðdal hannaði styttuna af fógetanum sem var upp- hafsmaður Innréttinganna og gjarnan kallaður faðir Reykjavíkur. Þá voru 200 ár síðan byggingu Innrétting- anna lauk við Aðalstræti. Eftir ræðuhöld veitti Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri styttunni viðtöku og lagði blómsveig við fótstallinn. Karlakórinn Fóstbræður og Lúðrasveit Reykjavíkur sáu um skemmtiatriðin. Styttan hefur verið nokkuð umdeild í seinni tíð í ljósi þess að hún stendur í hinum forna Víkurkirkjugarði. Borgaryf- irvöld hafa viðurkennt þetta og samþykktu að færa hana fyrir meira en 20 árum en þar stendur hún enn. 1977 Íslendingar vildu reyk- ingabann Þann 30. mars árið 1977 gerði Dagblaðið skoðanakönnun á því hvort Íslendingar væru fylgjandi reykingabanni á op- inberum stöðum. Á þeim tíma reykti um helmingur lands- manna og reykja mátti víða, til dæmis í flugvélum, sjúkrahús- um og leikskólum. Samkvæmt könnuninni voru 63,9 prósent fylgjandi banni. Konur voru frekar hlynntari banni en karl- ar og fólk á landsbyggðinni hlynntari því en fólk á höfuð- borgarsvæðinu. „Banna þenn- an óþverra, rétt eins og hnefa- leika,“ sagði kona í Reykjavík. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi al- mennt verið hlynnt- ir banni var það ekki lögfest fyrr en þrjá- tíu árum síðar, árið 2007. Þá voru reykingar komnar nið- ur í um 20 prósent og nú eru þær í um 10 prósent- um. Gamla auglýsingin Vísir, júní, 1920 L augardaginn 22. janúar árið 1983 féllu tvö snjóflóð á bæinn Patreksfjörð á Vest- fjörðum með aðeins tveggja klukkustunda bili. Snjór var mikill og þegar snögghlánaði safnaðist krap fyrir í laut í fjallinu Brellum sem orsakaði flóð snjós og aurs. Helgi Páll Pálmason hefur búið í bænum alla ævi og var 22 ára gam- all þegar flóðið skall á húsinu hans. Svartur veggur niður hlíðina Helgi starfaði sem björgunarsveit- armaður á þessum tíma og hafði verið við störf frá því klukkan sex um morguninn, við að moka frá húsum og ofan af þökum eftir mikla rigningu næturinnar. Eigin- kona hans, Sólveig Ásta Ísafoldar- dóttir, vann á spítalanum og var sofandi þegar hann kom heim um þrjú leytið. Þá hafði flætt inn í heimili þeirra sem þau höfðu ný- lega eignast. Sólveig jós vatni úr eldhúsinu en Helgi ræsti fyrir utan. Í samtali við DV segir hann: „Ég stóð við hliðina á húsinu og leit á klukkuna sem var korter í fjög- ur. Síðan leit ég upp í hlíðina og sá mjög háan, svartan vegg koma niður. Ég vissi nákvæmlega ekkert hvað þetta var en ákvað að hlaupa inn.“ Helgi segir að þrátt fyrir hlán- unina hafi bæjarbúa aldrei grunað að þetta gæti gerst. „Konan mín var inni í eldhúsi að ausa vatni upp úr gólfinu. Ég hljóp inn og tók hana í fangið og svo lenti flóðið á húsinu eins og einhver sprenging. Augna- blik og svo búið. Húsið fylltist allt nema eldhúsið þar sem við stóðum. Þar var snjór upp und- ir hné.“ Eftir þetta komust þau út úr húsinu sem hafði slopp- ið nokkuð vel en hreyfst til á grunninum. Fann stúlku í sjónum Þegar út var komið fór Sólveig yfir að næsta húsi til manns sem hafði sloppið við flóðið. Hún fór seinna upp á spítala að vinna. „Ég heyrði kallað á hjálp frá öðru húsi og sá mann þar hálfgrafinn í snjó og fastan. Ég hjálpaði honum upp úr og heyrði þá kallað á hjálp niðri í fjöru. Þangað hljóp ég og sá allt í braki og drasli og mannshendi úti í sjó. Ég óð upp undir mitti út í sjó þar sem ég fann stúlku, dró hana upp og fór með hana í land og upp á sjúkrahús. Hún var örvilnuð og sofandi þegar við komum þangað. Síðan hélt ég áfram björgunarsveitarstörfum.“ Tveimur tímum seinna féll annað snjóflóð á Patreksfjörð en á öðrum stað. Um sjö leytið var Helgi kallaður upp á lögreglustöð. Þar var honum gerð grein fyrir því að hann hefði verið í mikilli hættu. „Fyrst þá áttaði ég mig á því að við vorum þarna við dauðans dyr. Ég hvíldi mig í tvo tíma á sjúkrahús- inu og hélt svo áfram að vinna við björgunarstörfin.“ Báru harm sinn í hljóði Fjórir létust í flóðunum á Patreks- firði. Þrír í fyrra flóðinu, sex ára stúlka og fullorðin feðgin, sem voru allir innandyra á heimilum sínum. Í seinna flóðinu lést kona á sextugsaldri sem var á göngu ásamt annarri konu sem bjarg- aðist fyrir mikla lukku. Hún skall í gegnum hurð sláturhússins og slapp lítið meidd. Fjórir slösuðust í flóðunum og á fjórða tug manna urðu heimilislausir þar sem tutt- ugu hús skemmdust. Helgi segir að engin hjálp hafi verið í boði fyrir íbúana, hvorki frá sálfræðingum né öðrum. Fólkið tók þetta á hnefanum og bar harm sinn í hljóði. „Til dagsins í dag hefur ekki verið mikið talað um þetta. Við Sólveig höfum alltaf farið og kveikt á minningarkerti á þeim degi sem flóðið varð.“ Einungis einu sinni hafi verið haldin minningarathöfn í bænum og komið upp merki. Misstu allt Sumir kenndu bæjaryfir- völdum um flóðið því að lautin sem krapið safnað- ist saman í var manngerð. Málið endaði fyrir dómstól- um og höfðu kærendur sig- ur í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við árið 1992. Helgi segir ástandið í bæn- um hafa verið ömurlegt eft- ir flóðin og illa staðið að að- gerðum eftir þau. „Það var allt of mikill hraði í hreinsun á rústunum. Við vorum látin skrifa upp á pappíra til að rífa húsið okkar þremur eða fjór- um dögum eftir flóð sem var alveg óþarfi að gera. Þetta var fyrsta húsið okkar og við höfðum átt það í innan við eitt ár. Allt okkar sparifé fór í þetta og við stóðum eftir slypp og snauð eftir þetta.“ Helgi segir mjög lítið hafa verið greitt úr Viðlagasjóði. Fluttu margir úr bænum? „Það var byggt raðhús fyrir fólk- ið sem missti húsin sín í flóðun- um. En enginn sem lenti í flóðun- um fór þar inn. Mér var neitað um það af því að ég fékk hús hjá verkalýðsfélaginu þar til nýja hús- ið yrði reist. En ég varð að fara fyrst á götuna. Þá vorum við komin með eitt barn og annað á leiðinni. Fleiri lentu í þessu og fluttu bara úr bænum.“ Í gegnum árin hafa komið lítil snjóflóð, síðast árið 2015. Árið 2016 hófst gerð snjóflóðagarða fyrir ofan bæinn og er áætlað að framkvæmdinni ljúki árið 2025. n „Leit upp og sá háan, svartan vegg koma niður“ 1983 – Snjóflóðin á Patreksfirði: Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Sólveig og Helgi Sluppu á ótrúlegan hátt og hjálpuðu öðrum. Patreksfjörður eftir flóðin Mynd úr DV, 24. janúar 1983.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.