Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2018, Side 62
62 lífsstíll - kynlíf Helgarblað 5. janúar 2018 R æktaðu sambandið við ÞIG. Sjálfsfróun er mikil- væg fyrir alla – líka fólk í samböndum. Það er hvim- leiður misskilningur að sjálfs- fróun sé á einhvern hátt svik við kærastann eða eiginkonuna. Þvert á móti er hún fyrirtaks leið til að halda góðri tengingu við lík- ama sinn, leyfa safaríkum kynór- um að baða heilafrumurnar og njóta allra þeirra gæða sem hver og ein fullnæging getur veitt okk- ur. Leyfðu kynorkunni að koma fram – líka í daglega lífinu. Kynorka okkar snýst ekki um að vera í sífelldum samförum, held- ur um að finna fyrir henni og finna að við erum kynverur og taka eftir því lostafulla í tilverunni. Það get- ur verið æsandi að velja mangó í ávaxtadeildinni í Bónus. Hand- leika mjúka og stinna ávextina, þrýsta létt þar til sá rétti liggur skyndilega í lófa þínum. Lyktin sem þú finnur af konu sem geng- ur framhjá þér í apótekinu er sú sama og var af konunni sem þú áttir villta nótt með á Benidorm fyrir fimmtán árum. Lagið í út- varpinu á meðan þú keyrir í vinnuna er það sama og var spilað þegar þú sást elskhuga þinn fyrst. Njóttu fegurðarinnar og lostans í umhverfinu! Ræktaðu sambandið við þá sem þú sefur hjá. Hvort sem það hefur verið sami kunnuglegi kroppur eiginmannsins síðustu 15 árin, eða sjóðheitt samband við sjö ástkonur, alltaf er hægt að rækta, næra og gera betur. Mundu að snerting og atlot þurfa ekki alltaf að enda með fullnæging- um í svitabaði. Faðmlag sem var- ir 20 sekúndur eða lengur nægir til að koma framleiðslu ham- ingjuhormóna líkamans af stað. Hnoðumst meira á nýja árinu! n Ræktaðu sambandið við þig Kæra Ragga Ég er kona á besta aldri (að nálg- ast fimmtugt). Fyrir tveimur árum skildi ég við manninn minn til 20 ára og hef nánast lifað eins og nunna síðan. Skilnaðurinn var töluvert áfall fyrir mig en líklega óhjákvæmilegur þar sem kynlíf- ið var orðið nánast jafnsjaldgæft og jólin, og sambandið frekar eins og hjá systkinum. Núna bý ég við þann lúxus að vera ein í kotinu aðra hverja viku því við deilum forræði barnanna. Það kom mér á óvart hversu fljótt eftir skilnaðinn vinir og kunningjar fóru að spyrja mig hvort ég væri ekki komin með elskhuga, en fátt var fjær mínum hugsunum fyrstu mánuðina á eft- ir. Síðasta hálfa árið hef ég þó verið að vakna úr dvalanum og finna hjá mér löngun til að tengjast nýjum manni. Mig langar í einhvern til að eiga góðar stundir með, stunda kynlíf, fara í fjallgöngur og horfa á Netflix – en ALLS EKKI sambúð eða flækjur. Þá kem ég að vandan- um sem ég hef kosið að sundurliða á eftirfarandi hátt: 1) Ég hrífst mest af mun yngri mönnum, og held að það sé gagn- kvæmt, en ég óttast almenningsá- litið. 2) Ég get ekki hugsað mér að fara á Tinder. Fyrsta tilraun mín þar varði í tvær vikur og endaði þegar ég var búin að sjá of marga vini elsta sonar míns á appinu. Því síður nenni ég að pikka einhvern upp á barnum. Hvar á ég að finna mann? 3i) Þessi tvö ár (og gott betur vegna doða í sambandi undir lok- in) hef ég ekki farið í rúmið með manni. Ég er smeyk um að muna hreinlega ekki hvað ég á að gera og verða mér til skammar. Þessi spurning er auka: Hvernig stendur á því að karlmenn eru svona snöggir að ná sér í nýja eft- ir skilnað? Minn var kominn í nýja sambúð innan nokkurra mánaða. Með kærri kveðju, Rósa ráðvillta Kæra Rósa Til hamingju með nýja lífið og með þá miklu hamingju að vera að vakna úr eftirskilnaðardvalan- um. Fyrst þú settir spurningar þín- ar fram svona skýrt og skipulega, ætla ég að svara í sömu mynt: Í menningu okkar hefur á ein- hvern hátt þótt hneykslanlegra að konur leggi lag sitt við yngri menn, en að málum sé háttað á hinn veginn. Við kippum okkur ekki upp við að eldgamlir kallar sjáist með kornungar konur upp á arm- inn og staðalmyndir poppmenn- ingarinnar festa þá hefð í sessi. Ég hvet þig til að gefa skít í umhverf- ið og fara eftir eigin sannfæringu og smekk. Vertu Madonna eða Demi Moore eða Brigitte Macron eða Brynja Nordquist – allt stór- kostlega flottar konur með miklu yngri kærasta. Hafðu bara tjald- stæðaregluna (e. Campsite rule) svonefndu í huga ef þú skyldir rugla saman reytum við mun yngri mann. Skildu við hann í jafngóðu eða betra ástandi en þegar sam- bandið hófst. Halló! Þú átt ekki heima í New York eða Tókýó, heldur örsam- félaginu Íslandi. Þess vegna eru önnur lögmál sem gilda við notk- un stefnumótaforrita eins og Tind- er. Ég er mikill aðdáandi Tinder enda hef ég séð urmul ljómandi fallegra sambanda hefjast á þeim miðli. Þú verður bara að þola að þekkja eitt og eitt andlit þarna inni og einfaldlega „lækar“ ekki vini sonar þíns eða barnunga syni vin- kvenna þinna. Ég skil mætavel að þú nenn- ir ekki að táldraga menn heim af barnum, en barinn má þó ekki vanmeta sem tækifæri til að sýna sig, daðra smá og skapa eftirspurn. Á Tinder er hins vegar líklegra að allir málsaðilar séu með fulla dómgreind og þar er hægt að gera óskir sínar og væntingar ljósar með skýrum hætti. Gefðu Tinder annan séns! Svo er alltaf hægt að nota aðrar klassískar aðferðir eins og að byrja í kór, fara í fjallgöng- ur með Vesen og vergangi, hella sér í pólitískt starf eða einfaldlega gerast frökk og gefa sig á tal við huggulega menn í Melabúðinni eða heita pottinum. Þú kannt þetta alveg kona! Ástar leikir og skylt hnoð er eins og hjólreiðar – eitthvað sem líkaminn getur nánast ekki gleymt. Samt er ekkert skrítið að stressast eftir langt hlé – finna fyrir frammistöðukvíða. Farðu þér bara hægt, vertu hrein og bein í stað þess að þykjast vera heimsmethafi í kynlífi innanhúss án atrennu. Það er nákvæmlega ekkert að því að segja eins og er, að þú hafir ekki stundað kynlíf lengi og sért dálítið stressuð. Það er var- ið í náunga sem sýnir því skilning! Aukaspurningin þín hefur ósjaldan verið rædd svo ég heyri til undanfarin ár. Mér finnst þetta líka – að karlar sem skilja séu eldsnöggir að koma sér í ann- að sambandi, eða jafnvel komn- ir með annan fótinn á fast land áður en þeir ákveða að skilja. Án þess að hafa grjóthörð tölfræði- leg rök föst í hendi held ég að við getum gengið út frá því að þetta sé rétt. Ein skynsamlegasta skýringin sem ég hef séð snýst um aðgengi kynjanna að félagslegu stuðnings- neti. Konur eiga yfirleitt hóp ná- inna vinkvenna og vinna úr tilf- inningum sínum og sársauka með samtölum og samveru. Því miður er síður algengt að karlar búi yfir þéttu stuðningsneti og geti far- ið á trúnó í góðra vina hópi. Þess vegna er auðveldara að kasta sér í fang næstu konu sem verður á vegi þeirra. Mikil einföldun – alls ekki algilt – en þó einhvers konar nálg- un að einhvers konar sannleika. Ég óska þér alls hins besta á nýju ári, Ragga Hægt er að senda spurningar til Röggu á netfangið raggaeiriks@gmail.com Sjálfsfróun Er mikilvæg fyrir alla. Rósa hrífst af yngri mönnum Ragnheiður Eiríksdóttir Svarar spurningum lesenda um kynlíf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.