Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Bæjarhátíðir sumarið 2017
Akureyri skreytt með rauðu
Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir
Keppni Frá kirkjutröppubruni á jaðaríþrótta-
mótinu Íslensku sumarleikunum á síðasta ári.
Tröppubrunið er aftur á dagskrá um helgina.
Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir
Sparitónleikar Dagskránni lýkur með flugeldasýningu þar sem rauði liturinn er í aðalhlutverki. Á
Sparitónleikunum á sunnudagskvöldið koma meðal annars fram Úlfur úlfur og 200.000 naglbítar.
Mikið lagt í hátíðina Eina með öllu í ár Jaðaríþróttamótið Íslensku sum-
arleikarnir haldið í annað sinn Ókeypis á alla viðburði Spáir góðu veðri
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Útlitið hefur sjaldan verið betra, segir Davíð
Rúnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri bæj-
arhátíðarinnar á Akureyri, um stöðuna á Einni
með öllu og Íslensku sumarleikunum, sem verða
á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Við
horfum auðvitað mikið á veðurspána. Það er
engin rigning í kortunum lengur, heldur lítur út
fyrir sól þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir
Davíð ennfremur í samtali við Morgunblaðið.
Skipulag og samstarf með aðilum og fyrir-
tækjum á Akureyri hefur gengið frábærlega að
sögn Davíðs. Valinn maður sé í hverju rúmi í
tengslum við skipulagningu hátíðahaldanna.
Bærinn tekur rauðan lit
Sú hefð hefur skapast á Einni með öllu að
bæjarbúar á Akureyri skreyti hús sín og götur
með rauðum lit. „Þetta hefur tekist mjög vel og
verið mjög vinsælt,“ segir Davíð um skreyting-
arhluta hátíðarinnar. „Flottir vinningar eru í
boði. Gefin eru verðlaun fyrir best skreyttu göt-
una og best skreytta húsið.“ Fá sem dæmi íbúar
best skreyttu götunnar veglegan grillkjötspakka
að verðmæti 100 þúsund í boði Goða. Því er
hægt að slá upp heljarinnar grillveislu, að sögn
Davíðs.
„Mjög skemmtilegt er að fylgjast með því sem
bæjarbúar taka til bragðs. Gamla jólaskrautið er
rifið fram og allt sem heitir rautt selst upp í
verslunum á Akureyri fyrir verslunarmanna-
helgina. Kaupmenn grípa til þess að panta auka-
lega inn af rauðum skreytingum,“ segir Davíð.
Aðspurður hvers vegna hafi verið ákveðið að
skreyta allt í einum lit, rauðum, frekar en skipta
litum niður á hverfi, segir hann að rauði liturinn
sé eins konar sameiningartákn. „Við erum með
rautt í stíl við hjartað, sem er í umferðarljós-
unum á Akureyri, auk hjartans sem er í Vaðla-
heiði. Rauði liturinn hefur því orðið að föstum lið
hér á Akureyri,“ bætir Davíð við.
Jaðaríþróttir sem vekja athygli
Davíð segir að ljós Íslensku sumarleikanna
hafi skinið skært á síðasta ári og minna farið
fyrir nafni Einnar með öllu. Hátíðirnar eru þó
báðar í sviðsljósinu í ár. „Þetta eru í raun tvær
hátíðir sem eru í gangi hér á Akureyri. Annars
vegar Ein með öllu, eins og hefur verið í langan
tíma, og hins vegar Íslensku sumarleikarnir.
Leikarnir eru settir upp sem skemmtilegt jaðar-
íþróttamót, með keppnum og sýningum. Allt eru
þetta mjög áhorfendavænir viðburðir sem vekja
mikla athygli, t.d. er keppt í að hjóla niður
kirkjutröppur Akureyrarkirkju.“
Hátíðin Ein með öllu er enn á sínum stað og
segir Davíð að hún sé stór og vegleg í ár. Há-
tíðahöldin hefjast á fimmtudag með opnun tívolís
í miðbæ Akureyrar auk miðnæturopnunar Gler-
ár þar sem fjöldi tónlistaratriða verður í boði. „Á
föstudagskvöldið verður mikil tónleikadagskrá í
miðbænum, svo er barnadagskrá á laugardaginn
auk annarra stórtónleika um kvöldið. Hátíðinni
lýkur með svokölluðum Sparitónleikum á flötinni
við samkomuhúsið á sunnudagskvöldið,“ segir
Davíð um helstu viðburði á Akureyri um versl-
unarmannahelgina.
Veðurfar hefur mikil áhrif
Mætingin norður á Akureyri um verslunar-
mannahelgina í fyrra var ekkert sérstök, að sögn
Davíðs. Veðurfar hafði þá mikið að segja. „Fjög-
urra gráða hiti var í hér í fyrra og 20 gráður fyr-
ir sunnan þannig að helgin í fyrra var ein af
þessum helgum sem við vorum ekkert ægilega
ánægð með. Þetta snýst fyrst og fremst um veð-
urspána. Þegar fólk leggur af stað í ferðalag
heillar það ekkert að fara í átt að rigningunni,“
segir Davíð í áframhaldi. Mikill meðbyr og áhugi
er fyrir hátíðunum á Akureyri í ár, svarar Davíð
aðspurður, og því von á að fleiri leggi leið sína
norður um helgina.
Ókeypis á alla viðburði
Davið segir eitt af því góða við Eina með öllu
og Íslensku sumarleikana á Akureyri að frítt sé
á alla viðburði hátíðanna.
„Það kostar ekkert að koma hingað og
skemmta sér. Fólk kemur bara ef það vill koma
og er jafnframt hjartanlega velkomið,“ segir
Davíð.
Dagskrá hátíðar-
halda á Akureyri
Fimmtudagur
Miðbær Akureyrar
Tívolí á plani við Skipagötu.
Miðnæturopnun Gler-
ártorgs
DJ Jakob Möller, Aron Brink,
Dansatriði frá Steps Dance-
center o.fl.
Græni hatturinn
Hvanndalsbræður
Föstudagur
13.00 Glerártorg
Atlantsolíudagurinn. Skúffu-
kaka og kakó. Leikjaland.
16.00 Akureyrarkirkja
Kirkjutröppuhlaup.
18.00 Lystigarður
Leikhópurinn Lotta sýnir
Ljóta andarungann.
19.00 Sundlaug Akureyrar
„Aqua Zumba“.
20.00 Akureyrarkirkja
Óskalagatónleikar.
20.00 Miðbær
Föstudagsfílingur: tónleikar.
20.00 Ráðhústorg
Tían mótorhjólaklúbbur.
Laugardagur
9.30 Átak líkamsræktarstöð
Spinning.
10.00 Ráðhústorg
Góðgerðarganga Slökkviliðs
Akureyrar.
12.00 Ráðhústorg
Markaður á torginu.
14.00 Miðbær
Hátíðardagskrá.
16.00 Lystigarður
Mömmur og möffins.
17.00 Hlíðarfjall
Íslandsmót í fjallabruni.
21.00 Miðbær tónleikasvið
Stórtónleikar.
22.00 Menningarhúsið Hof
Dynheimaball N3-plötusnúða.
Sunnudagur
12.00 Ráðhústorg
Markaður á torginu.
13.00 Glerártorg
Leikjaland.
14.00 Listagil
Götuhjólakeppni.
14.00 Glerártorg
Hæfileikakeppni.
15.30 Akureyrarkirkja
Kirkjutröppubrun á hjólum.
21.00 Leikhúsflötin
Sparitónleikar.
Flugeldasýning.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Við höfum í raun og veru ekkert á
móti því að sveitarfélög rukki inn á
sitt svæði. Við setjum hins vegar
ákveðið spurningarmerki við hvort
það sé eðlilegt að taka ákveðinn hóp
fyrir og meina honum aðgengi.
Þarna erum við að hugsa um þann
almannahag að geta ferðast um
landið,“ segir Indriði Ragnar Grét-
arsson, formaður Skotvís, en um-
ræða hefur skapast í facebookhópn-
um Skotveiðispjallið um hvort
Húnaþing vestra hafi verið að rukka
fyrir veiði á þjóðlendunni á Víðidals-
tunguheiði. Það sé hins vegar ólög-
legt að selja veiðileyfi á þjóðlendum,
en heiðin er að hluta til eignarlönd
landeigenda og hins vegar þjóð-
lenda.
Réttur til að afla sér matar
„Sveitarfélagið er ekki að leigja
út þjóðlendu,“ segir Júlíus Guðni
Antonsson, sem fer með eftirlit á
svæðinu fyrir hönd sveitarfélagsins
og sér um að leigja út þá skála á
heiðinni sem eru í eigu sveitarfé-
lagsins. Hann bætir þó við að sveit-
arfélagið leigi út skálana á Víðidals-
tunguheiði og svæðinu um kring sem
sé í eigu sveitarfélagsins.
Indriði segir að þess séu dæmi
að sveitarfélögin hafi rukkað skot-
veiðimenn fyrir aðgang að þjóð-
lendum. „Á meðan hafa aðrir fengið
að keyra og ganga þarna um óáreitt-
ir, svo sem hópar hestamanna,
gönguhópar og fleiri. Í fyrra var það
síðan staðfest af forsætisráðuneyt-
inu með úrskurði að það sé óhemilt
að selja veiðileyfi til fuglaveiða á
þjóðlendum, þrátt fyrir að þær séu í
afréttareign eða í annarri óbeinni
eign. Það er hins vegar leyfilegt á
jörðum í einkaeigu eða í eigu sveit-
arfélaganna,“ segir hann.
Hann nefnir að það hljóti að
vera umhugsunarefni fyrir íbúa
sveitarfélaga ef það sé farið að tak-
marka afnot íbúa á því svæði sem
þeir búi á. „Það hefur í áranna rás
verið talinn réttur hvers og eins að
geta aflað sér matar í íslenskri nátt-
úru, þetta er eins og ef sveitarfélagið
myndi banna berjatínslu á landi
nema fólk borgaði fyrir það.“
Að sögn Indriða mun Skotvís
ekki gera neitt annað í bili en fylgj-
ast með málinu í Húnaþingi vestra,
en hann bendir einnig á að það vanti
nákvæmari kort sem sýna gps-
punkta þjóðlendna og eignalanda.
„Við hjá Skotvís erum komnir af
stað með þá vinnu en við teljum þó
að ríkið ætti að taka þátt í korta-
gerðinni.“
Skotveiðimenn ósáttir við
mismunun sveitarfélaga
Óhemilt að selja veiðileyfi til fuglaveiða á þjóðlendum
Morgunblaðið/Ingó
Veiði Skotveiði er vinsæl iðja.
EIN MEÐ ÖLLU& ÍSLENSKUSUMARLEIKARNIR 2017
Það verður nóg um að vera á Akureyri um versló
Tivoli, vatnaboltar, Downhill í kirkjutröppunum, upphill
í gilinu, styrktarganga slökkviliðsins.
Það verður Rautt þema á Akureyri um Versló
#raut
tAk
Páll Óskar
KK
Aron Can
Úlfur Úlfur
Rúnar Eff
Greta Salóme200.000 naglbítar
Leikhópurinn LottaMarina og MikaelBirkir BlærGB9
ÓskalagatónleikarMömmur og MöffinsHjólabrettanámskeiðStrandblak
Hópkeyrsla Tíunnar
KÁ-AKÁ
Sylvia
Aron HannesKiller QueenVoice stjörnurVísinda VilliHæfileikakeppni unga fólksins
Og svo margt margt fl.