Morgunblaðið - 01.08.2017, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Appótek: www.appotek.is
Einkarekið apótek í 60 ár
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
STUTT
● Talið er að spurn eftir raforku í heim-
inum muni aukast um 58% fram til árs-
ins 2040, samkvæmt spá Bloomberg.
IFS greining segir í samantekt um horf-
ur á raforkumarkaði að flestir vænti
þess að mesta aukningin komi frá ríkj-
um í Asíu og Afríku, t.d. Indlandi og
Kína, þar sem mestum hagvexti sé
spáð.
Bloomberg spáir því að notkun á
vindorku muni aukast um 349% og
notkun sólarorku fjórtanfaldast á um-
ræddu tímabili.
Fram kemur í samantekt IFS að sam-
keppnishæfni endurnýjanlegra orku-
gjafa eins og sólar- og vindorku hafi far-
ið vaxandi á undanförnum árum eftir
því sem þeir tæknin verður betri og
ódýrari. Mörg ríki hyggjast nýta end-
urnýjanlega orku í meira mæli, m.a.
vegna Parísarsamkomulagsins, og því
hefur verið fjárfest í tækniþróun og
haldið verður áfram á þeirri braut.
Spurn eftir raforku gæti
vaxið um 58% til 2040
Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatn varð á
dögunum fyrsti ferðaþjónustuaðilinn
til að hljóta viðurkenningu fyrir að
uppfylla gæðaviðmið vegna tjald-
svæða og hostela í Vakanum, gæða-
kerfi ferðaþjónustunnar. Miðstöðin
varð jafnframt 101. þátttakandinn í
Vakanum.
Guðmundur Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Úlfljótsvatns, segir í
samtali við Morgunblaðið að ferlið
hafi tekið þrjú ár og mikil ánægja sé
með að hafa loksins lokið við vott-
unarferlið. „Við tókum gæðavottanir
fyrir tjaldsvæði og hostel og erum
fyrst í því. Svo tókum við vottanir
fyrir ákveðna dagskrárliði sem við
erum að selja til skátahópa, og svo
umhverfisvottun. Samanlagt eru
þetta fleiri hundruð atriði á gátlist-
anum sem við þurfum að huga að,“
segir Guðmundur.
Sem dæmi um atriði sem þarf að
uppfylla til að fá vottun er grænt
bókhald fyrir umhverfisvottunina,
aðstöðumál gesta, öryggismál, og
skipulagsmál er snúa að starfsmönn-
um. „Til dæmis að starfsfólk sé með
skriflega samninga.“
Bættu lesljósum við
Guðmundur segir að flest atrið-
anna á gátlistanum hafi þegar verið
til staðar, en sums staðar voru gerð-
ar breytingar. „Eitt atriði var til
dæmis að setja upp lesljós í gesta-
herbergjum, sem allir njóta þá góðs
af, þó að það snúi ekki endilega að
okkar hefðbundnu viðskiptavinum,
sem eru krakkar í skátastarfi.“
Guðmundur segir að vottunin
hjálpi til í samskiptum við erlenda
skátahópa og muni almennt hafa
mikla þýðingu í framtíðinni. „Í dag
hefur þetta kannski ekki mikla þýð-
ingu en þetta mun hafa mikla þýð-
ingu fljótlega,“ sagði Guðmundur
Finnbogason. tobj@mbl.is
Ljósmynd/Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatn
Viðurkenning Glaðir starfsmenn Úlfljótsvatns við afhendinguna. Markmið
með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu.
Fyrsta hostel- og
tjaldsvæðavottun
Fleiri hundruð atriði á gátlistanum
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Verulega hefur dregið úr fjölgun
gistinátta á heilsárshótelum hér á
landi á síðustu tveimur mánuðum.
Leita þarf aftur til júlímánaðar 2014
til að finna minni fjölgun. Fjölgun
gistinótta heilsárshótela er minni en
sem nemur fjölgun ferðamanna á
sama tímabili, segir í Hagsjá Lands-
bankans.
Gistinóttum erlendra ferðamanna
fjölgaði um 8% í júní frá sama mán-
uði í fyrra og nam 369 þúsundum.
Aukningin í maí nam 6% á milli ára,
samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í
maí og júní fjölgaði ferðamönnum
um 18-19%. Á fyrstu fjórum mán-
uðum ársins jókst fjöldi gistinótta
um 17-49% á fyrstu fjórum mánuð-
um ársins. Í júlí var verð á þjónustu
hótela og gistiheimila 17% hærra en
í sama mánuði í fyrra mælt í er-
lendri mynt.
AirBnB sækir á
„Dvalarlengd á ferðamanna á
fyrri árshelmingi var 1,8 nætur að
meðaltali og hefur hún dregist sam-
an á hverju ári síðan árið 2012.
Þessa þróun má líklegast skýra að
mestu leyti með tvennu. Annars veg-
ar hefur verð á hótelgistingu farið
verulega hækkandi á síðustu árum í
erlendri mynt og ferðamenn af þeim
sökum leitað í ódýrari gistingu. Hins
vegar hefur hegðun ferðamanna
breyst á síðustu árum og þá ekki
bara hér á landi. Ferðamenn kjósa í
auknum mæli heimagistingu s.s.
AirBnB og það hefur leitt til minnk-
andi hlutdeildar hótela og gistiheim-
ila á gistimarkaðnum,“ segir í
Hagsjá.
Þar kemur fram að meðalverð á
hótelgistingu á fyrri hluta ársins hafi
verið tæpum þriðjungi hærra en á
sama tímabili í fyrra. „Þrátt fyrir að
þá hækkun megi að bróðurparti
rekja til styrkingar á gengi krón-
unnar hafa verðhækkanir hótela og
gistiheimila í krónum einnig verið
töluvert miklar og langt umfram
þróun verðlags hér á landi. Þannig
var meðalverð á þjónustu hótela og
gistiheimila tæpum 11% hærra en á
sama tímabili í fyrra mælt í krónum.
Verðið var 24% hærra en á sama
tímabili 2015. Verðbreytingin milli
fyrstu sex mánaða ársins 2016 og
sama tímabils 2015 nam 12,2%.
Þessar verðhækkanir í innlendri
mynt eru töluvert meiri en var á ára-
bilinu 2013-2015 þegar þær lágu á
bilinu 1,5-4,8%,“ segir í Hagsjá.
Hægir á fjölgun gistinótta hótela
Hótelgisting hefur hækkað í erlendri mynt Sömuleiðis leita ferðamenn almennt í auknum mæli í
heimagistingu Verðhækkanir hótela í krónum hafa verið umfram þróun verðlags hér á landi
Ferðamenn Meðalverð hótela mælt í krónum hefur hækkað umfram þróun verðlags á fyrri hluta árs.
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamönnum fjölgar
hraðar en gistinóttum
» Gistinóttum erlendra
ferðamanna fjölgaði um 8%
í júní frá sama mánuði í
fyrra og nam 369 þús-
undum.
» Aukningin í maí nam 6%
á milli ára.
» Í maí og júní fjölgaði
ferðamönnum um 18-19%.
» Á fyrstu fjórum mánuðum
ársins jókst fjöldi gistinótta
um 17-49%.
» Í júlí var verð á þjónustu
hótela og gistiheimila 17%
hærra en í sama mánuði í
fyrra mælt í erlendri mynt.
1. ágúst 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.37 103.87 103.62
Sterlingspund 135.16 135.82 135.49
Kanadadalur 82.32 82.8 82.56
Dönsk króna 16.264 16.36 16.312
Norsk króna 12.961 13.037 12.999
Sænsk króna 12.691 12.765 12.728
Svissn. franki 106.52 107.12 106.82
Japanskt jen 0.9289 0.9343 0.9316
SDR 145.2 146.06 145.63
Evra 120.96 121.64 121.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9639
Hrávöruverð
Gull 1266.35 ($/únsa)
Ál 1891.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.6 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á