Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Lægra verð
í Lyfju
lyfja.is
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu
og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á wwww.serlyfjaskra.is
Liðverkir?
Glucosamin LYFIS
1.178 mg glucosamin – 30 skammtapokar
20%
afsláttur
Einn skammtur á dag
Verð: 1.766 kr.
Verð áður: 2.208 kr.
í apríl
Ekki álitshnekkir fyrir
Ríkisendurskoðun
Rannskóknarskýrslan Sveinn
Arason ríkisendurskoðandi
hafnar því algerlega að það sé
álitshnekkir fyrir embættið
að athugun á aðkomu þýska
bankans Hauck & Aufhäuser, að
einkavæðingu Búnaðarbankans
hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Við höfðum ekki aðgang að þess-
um tölvupóstum sem undirbyggja
niðurstöðu rannsóknarinnar
núna. Það kom skrifleg staðfesting
frá stjórnendum og endurskoð-
anda bankans á sínum tíma um
að þeir hefðu verið eigendur að
þessum hlut. Við höfum engar
rannsóknarheimildir, við getum
ekki kallað menn í yfirheyrslu.
Við höfum ekkert að styðjast
við nema fyrirliggjandi gögn. Ef
menn ætla að svíkja og blekkja,
þá gera þeir það. Við getum hins-
vegar vísað málum til lögreglu
eða annarra stjórnvalda ef ástæða
þykir til. Það liggur hinsvegar
fyrir að það er ekki hægt að höfða
mál á hendur þessum mönnum
í dag, þessi mál eru fyrnd. Menn
þurfa bara að læra af þessu og til-
einka sér ný vinnubrögð. Ég tel að
Ríkisendurskoðun hafi hinsvegar
farið að leikreglum.“
Ríkisendurskoðun skoðaði líka
og fann ekkert athugavert við
hæfi Halldórs Ásgrímssonar, þá-
verandi formanns Framsóknar-
flokksins, til að koma að sölunni
til S-hópsins en fjölskyldufyrir-
tæki hans, Skinney Þinganes,
græddi á einkavæðingu Búnað-
arbankans. Finnst þér líklegt að
stjórnvöld hafi ekkert vitað um að
blekkingum hafi verið beitt?
„Því ætla ég ekki að svara.“
Finnst þér ástæða til að rann-
saka frekar þátt stjórnvalda?
„Því ætla ég heldur ekki að
svara.“
Sveinn Arason ríkis-
endurskoðandi starf-
aði hjá embættinu
þegar rannsókn
á aðkomu þýska
bankans fór fram en
tók ekki við embætti
ríkisendurskoðanda
fyrr en síðar.
Stjórnmál „Kemur regluverkið í
dag í veg fyrir að þessir hlutir geti
endurtekið sig, og eru eftirlits-
stofnanir okkar að virka,“ spyr
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður
og formaður VG: „Stjórnvöld eiga
að svara því með skýrum hætti
áður en þau svo mikið sem snerta
hlutina í bönkunum.“ Benedikt
Jóhannesson fjármálaráðherra
segist fylgjandi frekari rannsókn
á einkavæðingu bankanna.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Við erum að horfa á mjög ein-
kennilega bankasölu í dag, þar
koma af landsfélög við sögu
eins og í þessum viðskiptum.
Hvernig eru eftirlitsstofnan-
ir að meta orðspor og hæfi
eigenda og hvaða tæki hafa
þau í höndunum. Er ver-
ið að hafa okkur að fífli í
viðskiptum samtímans?“
Þetta segir Katrín Jak-
obsdóttir í samtali við
Fréttatímann. Hún segir
ekki hægt að draga aðra
ályktun af lestri skýrslu
Rannsóknarnefndar Al-
þingis um einkavæðingu Búnað-
arbankans en að stjórnvöld og
almenningur hafi verið vísvit-
andi blekkt. Enginn hafi gætt
almannahagsmuna, hvorki
stjórnvöld né eftirlitsstofnan-
ir. Það hafi aldrei verið sann-
reynt í raun og veru hver
aðkoma þýska bankans
Hauck & Aufhäuser var
í raun og veru. „Fjármálaráðherra
hefur nú boðað sölu á öllum hlut
ríkisins í bönkunum nema litl-
um hlut í Landsbanka. Við
verðum að tryggja að hér sé
heilbrigt fjármálakerfi. Það er
algerlega skýr krafa að hálfu
okkar, að rannsókn á
einkavæðingu bank-
anna ljúki áður en rík-
isvaldið fer að hreyfa
við hlutunum í bönk-
unum.“
Benedikt Jóhann-
esson fjármálaráð-
herra sagðist, í um-
ræðum á Alþingi um skýrsluna,
vera þeirrar skoðunar að rannsaka
eigi einkavæðingu bankanna fyr-
ir hrun. Hann upplýsti þingheim
að hann hefði sent Fjármála-
eftirlitinu 11 spurningar sem von-
andi yrðu til þess að upplýst yrði
hverjir væru raunverulegir
eigendur þeirra sjóða sem
keyptu þrjátíu prósenta
hlut í Arion-banka.
Er verið að hafa þjóðina að fífli í viðskiptum samtímans?
Benedikt Jóhannesson
fjármálaráðherra hefur
sent Fjármálaeftirlitinu
spurningar um raun-
verulega kaupendur
Arion-banka.
Katrín Jakobsdóttir
segir að það sé algerlega
skýr krafa, að rann-
sókn á einkavæðingu
bankanna ljúki áður en
ríkisvaldið fer að hreyfa við
hlutunum í bönkunum.
Viðskipti/Stjórnmál Aðkoma
Hauck & Aufhäuser að kaup-
unum á Búnaðarbankanum er
bara einn angi einkavæðingar
bankanna sem verið hefur á
huldu. Stóru fréttirnar í skýrslu
rannsóknarnefndarinnar um
aðkomu þýska bankans er að
hann var leppur Kaupþings og
Ólafs Ólafssonar sem hagnaðist
ævintýralega persónulega á við-
skiptunum. Aðkoma fjölskyldufyr-
irtækis Halldórs Ásgrímssonar að
einkavæðingu VÍS, sem var liður
í einkavæðingu Búnaðarbankans
og Landsbankans, er ennþá á
huldu sem og hvernig Framsókn
eignaðist hús sem fyrirtæki Ólafs
Ólafssonar átti rétt fyrir einkavæð-
ingu Búnaðarbankans.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson er
ekki eini aðilinn sem hagnaðist
með leynilegum hætti á einkavæð-
ingu Búnaðarbankans og tengdum
málum árið 2003, eins og rakið er
í skýrslu Rannsóknarnefndar Al-
þingis um aðkomu þýska bankans
Hauck & Aufhäuser (hér eftir H&A)
að kaupunum á bankanum. Ein af
stóru tíðindunum í skýrslunni, sem
leynd hefur verið yfir í 14 ár, er að
aflandsfélag í eigu Ólafs fékk greidd-
ar 57,5 milljónir dollara til sín í gegn-
um aflandsfélagið Marine Choice og
voru þessar fjármunir svo notaðir
til að kaupa ýmis konar verðbréf í
Evrópu á árunum þar á eftir.
Skýrslan hefur vakið vakið hörð
viðbrögð í samfélaginu en helsta
niðurstaða hennar sú að kaup þýska
bankans á hlutabréfum í Búnaðar-
bankanum í ársbyrjun 2003 hafi ver-
ið sýndarviðskipti, blekking sem var
til þess að láta yfirvöld á Íslandi og
almenning halda að erlendur banki
tæki þátt í kaupum S-hópsins á Bún-
aðarbankanum. Þessi staðreynd um
aðkomu erlends fjármálafyrirtækis
að Búnaðarbankakaupunum, sem
komið hefur í ljós að var blekking,
var lykilatriði í þeirri ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda að selja bankann
til S-hópsins. Niðurstaðan í skýrsl-
unni hefur orðið til þess að ýmsir í
samfélaginu hafa byrjað að tala fyrir
sérstakri rannsókn á einkavæðingu
Landsbankans og Búnaðarbankans
árin 2002 og 2003, meðal annars
Benedikt Jóhannesson fjármálaráð-
herra á Alþingi á fimmtudag.
Eignaðist hlutabréf ríkisins
Skömmu áður en þær blekkingar
sem lýst er í skýrslunni um H&A
áttu sér stað, í ágúst árið 2002,
eignaðist útgerðarfélagið Skinney-
-Þinganes, fjölskyldufyrirtæki Hall-
dórs Ásgrímssonar, þáverandi for-
manns Framsóknarflokksins og
utanríkisráðherra, helmingshlut í
eignarhaldsfélaginu Hesteyri á móti
Kaupfélagi Skagfirðinga sem þá átti
22 prósenta hlut i eignarhaldsfé-
laginu Keri hf. sem meðal annars
var í eigu Ólafs Ólafssonar. Í sama
mánuði, ágúst 2002, seldi ríkisbank-
inn Landsbanki Íslands 50 prósenta
hlut sinn í Vátryggingafélagi Íslands
til S-hópsins svokallaða sem í janúar
átti eftir að kaupa Búnaðarbankann.
Í nóvember skipti Hesteyri á hluta-
bréfunum í Keri hf. og Vátrygginga-
félagi Íslands og átti í kjölfarið 25
prósenta hlut í VÍS.
Fjölskylda Halldórs og Framsókn
högnuðust á einkavæðingunni
Þetta skiptir máli því Halldór
Ásgrímsson og Framsóknarflokk-
urinn settu það sem skilyrði varð-
andi sölu Landsbanka Íslands til
Björgólfs Guðmundssonar og sonar
hans, Björgólfs Thors, árið 2002 að
bankinn myndi selja hlut sinn í VÍS.
Í grein í Fréttablaðinu um einkavæð-
ingu bankanna árið 2005 var meðal
annars sagt frá því að Ólafur Ólafs-
son hefði hringt í Halldór Ásgríms-
son til að þrýsta á um það við hann
að hlutur Landsbankans í VÍS yrðu
seldur frá bankanum.
Fjölskyldufyrirtæki Halldórs
eignaðist svo VÍS-bréfin í kjölfarið
og hagnaðist verulega á þeim árið
2006 eftir að VÍS hafði runnið inn
í eignarhaldsfélagið Exista. Skinn-
ey seldi hlutabréf í Exista fyrir 4.9
milljarða árið 2006 með bókfærð-
um hagnaði upp á 2.6 milljarða.
Voru þessir fjármunir geymdir inni
í dótturfélagi útgerðarinnar sem
hét Fjörur ehf. þar til árið 2012
þegar félagið sameinaðist Skinney-
-Þinganesi. Eignir Fjara ehf. námu
þá 5.6 milljörðum króna.
Í viðtali við DV árið 2011 sagði
Halldór Ásgrímsson að hann hefði
aldrei heyrt talað um félagið Fjörur
og að hann vissi ekkert um starfsemi
Hest eyrar. „Félagið Fjörur ehf. hef ég
aldrei heyrt nefnt og hef engar upp-
lýsingar um. Félagið Hesteyri ehf.
hef ég heyrt getið um, en hef engar
upplýsingar um starfsemi þess.“
Afsalaði sér húsi til flokksins
Annar aðili sem tengist þessari
einkavæðingarsögu Búnaðarbank-
ans og VÍS sem hagnaðist um þetta
leyti var Framsóknarflokkurinn
sjálfur. Innan við einum mánuði
áður en skrifað var undir kaupsamn-
ing Búnaðarbankans, með meintri
aðkomu H&A, afsalaði eitt af fyrir-
tækjunum sem keypti bankann,
Ólafur Ólafsson var ráðandi hluthafi í
Keri hf. sem afsalaði sér húsi til Fram-
sóknarflokksins í desember 2002 og
hlutabréf í þessu sama félagi voru not-
uð þegar Skinney-Þinganes eignaðist
hlutabréf í VÍS sem íslenska ríkið hafði
áður átt. Mynd | Pressphotos.biz
Ker hf., sér húsi á Hverfisgötu 33 til
Framsóknarflokksins, eða dótturfé-
lags þess, Skúlagarðs hf.
Ólafur Ólafsson var ráðandi hlut-
hafi í Keri hf., sem áður hét Olíufé-
lagið hf., í gegnum félag sitt Kjalar.
Í afsalinu um viðskiptin er ekki tek-
ið fram hvert kaupverðið var en þó
kemur fram að það sé að fullu greitt.
Einn af þeim sem skrifaði undir skjöl
vegna eigendaskiptanna á húsinu
var Halldór Ásgrímsson en einnig
varaformaður f lokksins, Guðni
Ágústsson.
Á það skal einnig bent að Ker hf.
er sama félagið og Skinney-Þinganes
átti hlutabréf í, í gegnum Hesteyri,
þar til í nóvember 2002 þegar Hest-
eyri skipti á þeim hlutabréfum og
hlutabréfum í VÍS sem íslenska ríkið
hafði selt skömmu áður.
Háður Keri hf.
Ker hf., einn af kaupendum Bún-
aðarbankans, var þar með leigu-
sali Framsóknarflokksins um árabil
fyrir einkavæðingu Búnaðarbank-
ans. Hlutabréf í þessu sama fyrir-
tæki, Keri hf., voru líka notuð í við-
skiptunum með hlutabréf í VÍS sem
Skinney-Þinganes hagnaðist ævin-
týralega á. Nákvæmlega hvernig
liggur í viðskiptunum með húsið á
milli þessara aðila er ennþá óljóst og
alls ekki fullrannsakað, ekki frekar
en hlutabréfaviðskipti Skinneyjar-
Þinganess í VÍS.
Sama mátti segja um aðkomu
Häuck & Aufhauser að kaupunum á
Búnaðarbankanum þar til í vikunni
að sannleikurinn um þau kom fram
í dagsljósið eftir nærri 15 ára umtal
og vangaveltur um þau.
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins, var
lykilmaður í einkavæðingu VÍS og Bún-
aðarbankans og tengist bæði þeirri
ákvörðun að selja hlutabréf ríkisins í
VÍS sem og viðskiptum Framsóknar-
flokksins með hús sem áður var í eigu
Kers hf., fyrirtækis Ólafs Ólafssonar og
eins kaupanda Búnaðarbankans.