Fréttatíminn - 31.03.2017, Síða 4

Fréttatíminn - 31.03.2017, Síða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Sjávarútvegur/Stjórnmál Út­ gerðarfélagið HB Grandi hefur hagnast um rúmlega 30 milljarða króna á sjö árum og borgað rúm­ lega 11,4 milljarða í arð til hlut­ hafa. Fyrirtækið hótar að loka fiskvinnslu sinni á Akranesi en bæjarfélagið hefur komið til móts við kröfur þess um uppbyggingu hafnarinnar í bænum. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir að útspil HB Granda hafi komið sveitarfélaginu í opna skjöldu. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Kostnaður Akranesbæjar við að byggja upp þau mannvirki sem útgerðarfyrirtækið HB Grandi tel­ ur sig þurfa á að halda til að geta mögulega haldið áfram fiskvinnslu í bæjarfélaginu er um 1.5 milljarð­ ar króna og þar með rúmlega 1/10 hluti þeirrar upphæðar sem HB Grandi hefur greitt út í arð til hlut­ hafa sinna frá árinu 2010. Í viðtali við Fréttatímann segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri í Akranesi, að framkvæmdirnar muni kosta um 1.5 milljarð króna. Arðgreiðsla HB Granda til hlut­ hafa sinna síðastliðin sjö ár nem­ ur hins um 11,4 milljörðum og á sama tímabili nemur hagnaður út­ gerðarinnar rétt rúmlega 30 millj­ örðum króna. Þá nemur hækkun­ in á eigin fé fyrirtækisins – eignum mínus skuldir – rúmlega 18 millj­ örðum króna á tímabilinu þrátt fyrir arðgreiðslu upp á rúmlega 11,4 milljarða á sama tíma. Rekstur HB Granda, eins og fleiri stórra ís­ lenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hef­ ur með öðrum orðum gengið ótrú­ lega vel síðastliðin ár. Bæjarstjórn Akraness samþykkti viljayfirlýsingu um að bærinn leggi út í framkvæmdir eins og landfyll­ ingu og sjái um gerð skipulags á hafnarsvæðnu í bænum til að koma til móts við HB Granda og hugmynd­ ir fyrirtækisins um uppbyggingu á starfsemi sinni þar. Rúmlega 90 starfsmenn vinna hjá HB Granda á Akranesi og mun þetta fólk missa vinnuna ef HB Grandi lætur verða af því að loka fiskvinnslu sinni í bænum. Útvarsgreiðslur til Akra­ nesbæjar vegna þessa starfsfólks nema um 100 milljónum á ári. Sævar Freyr segir í samtali við Fréttatímann að tilkynning HB Granda um að loka fiskvinnslu sinni á Akranesi hafi komið forsvarsmönnum bæjarfélagsins á óvart. „Þetta kom töluvert á óvart, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að útspil HB Granda hafi komið á óvart þar sem Akranes­ bær hafi átt frumkvæði að viðræðum við útgerðarfélagið um framkvæmdir við höfnina. 2016 3.137 3.083 250.102 510 2015 6.289 2.629 245.843 3.818 2014 5.603 2.716 218.829 2.367 2013 .627 1.765 203.484 5.405 2012 2.523 695 169.383 1.984 2011 5.879 327 157.694 2.611 2010 1.202 190 141.256 1.338 Samtals 30.260 11.4 18.033 Hækkun eiginfjár milli ára m. kr. Hagnaður, arður og hækkun eiginfjár HB Granda frá 2010 til 2016 Hagnaður m.kr. Arður m. kr. Eiginfjár- staða í m. EUR Kostnaðurinn við framkvæmdir á Akranesi er rúmlega 1/10 hluti arðgreiðslna HB Granda já.“ Hann segir að HB Grandi hafi, allt frá árinu 2007, talað um mik­ ilvægi þess að ráðist verði í hafnar­ framkvæmdir í bænum til að liðka til fyrir starfsemi HB Granda. „Okk­ ar aðgerðir eru í samræmi við það sem HB Grandi hefur talað um, 2007 annars vegar og svo 2014, þannig að það er ekkert sem segir að þetta séu alfarið nýjar hugmynd­ ir. Hér erum við hins vegar að mæta vilja þeirra um að hafa höfnina, fiskvinnsluhúsið, frystigeymslu og frystihúsið í einni samfellu.“ Aðspurður hvort mikill þrýsting­ ur hafi verið frá HB Granda á forsvarsmenn Akranesbæjar síð­ ustu mánuði segir Sævar Freyr að svo hafi ekki verið. „Síðast­ liðna mánuði hefur formaður bæj­ arráðs Akraness verið að reyna að fá forsvarsmenn HB Granda til við­ ræðna um hlutina frekar en hitt.“ Sævar segir að þar af leiðandi hafi útspil HB Granda komið sveitarfé­ laginu í opna skjöldu. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hefur ekki viljað gefa upp hversu mikið fyrirtækið myndi spara með því að flytja landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur og hann hefur þvertekið fyrir að útspil­ ið á Akranesi sé tilraun HB Granda til að fá Akranesbæ til að leggja út í ofangreindar framkvæmdir. HB Grandi gaf það út á miðvikudaginn að útgerðarfyrirtækið myndi hætta við flutning bolfisksvinnslu sinn­ ar frá Akranesi til Reykjavíkur ef Akranesbær myndi standa að þeirri uppbyggingu á hafnarsvæðinu sem bærinn hefur lofað. Útgerðarmenn hafa kvartað talsvert vegna sterks gengis krónunnar en vegna þess dregst hagnaður útgerð­ anna saman eins og ársreikningar HB Granda sýna: Hagnaður félagsins 2016 var rétt rúmlega helmingur hagnaðar­ ins 2015. Allur sparnaður í rekstrinum skiptir því verulega máli fyrir hlut­ hafanna. Kristján Loftsson er stjórn­ arformaður HB Grandi og hefur verið einn helsti hluthafi þess síðastliðin ár. Arðgreiðsla HB Granda til hluthafa sinna síðast- liðin sjö ár nemur hins um 11,4 milljörðum og á sama tímabili nemur hagnaður útgerðarinnar rétt rúmlega 30 millj- örðum króna. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7– 09 94 Allir hjartanlega velkomnir Skráning á raudikrossinn.is Þróunarsamstarf í Malaví – vatn, heilbrigði og valdefling stúlkna Fyrirlestur í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, fimmtudaginn 6. apríl kl. 8.30–9.30. Guðný Nielsen, verkefnastjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins á Íslandi, fjallar um þróunarverkefni Rauða krossins í Malaví. Meginmarkmið verkefnisins er að auka aðgengi fólks á strjálbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni, bæta hreinlætisvenjur og auka forvarnir svo fólk geti betur varist algengum og hættulegum sjúkdómum. Berskjölduð börn fá stuðning svo þau geti sótt skóla og áhersla er lögð á valdeflingu stúlkna og að draga úr þungunum unglingsstúlkna. Viðskipti Sigurður Hannesson, einn helsti efnahagsráðgjafi síð­ ustu ríkisstjórnar, tók undir með Bjarna Benediktssyni og Bene­ dikt Jóhannessyni um að kaup vogunarsjóða og Goldman Sachs á hlutabréfum í Arion væru jákvæð. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Sigurður Hannesson, fram­ kvæmdastjóri Kviku og einn helsti efnahagsráðgjafi síðustu ríkisstjórn­ ar í losun gjaldeyrishaftanna, segir að hann geti ekki tekið afstöðu til þess hvort vogunarsjóðirnir sem ný­ lega keyptu hlut í Arion banka séu líklegir til að ætla sér að verða fram­ tíðarhluthafar í bankanum. „Engar upplýsingar liggja fyrir um stefnu fjárfestanna og því er ekki unnt að taka afstöðu til þeirra. FME og e.t.v. fleiri skoða þetta þessa dagana,“ segir í skriflegu svari frá Sigurði við spurningum Fréttatímans. Sigurður var gestur í þættinum Silfrinu um liðna helgi og talaði þar með þeim hætti að hann teldi gott að „virkir hluthafar“ væru komnir að íslenska bankakerfinu. Fréttatím­ inn spurði Sigurð meðal annars að því hvort hann teldi líklegt að vog­ unarsjóðir hefðu áhuga á því að eiga hlutabréf í íslenskum banka til langs tíma og hvort ekki væri líklegra að sjóðirnir hefðu keypt hlutabréfin til að hraða uppgjöri á eignarhalds­ félaginu Kaupþingi ehf. sem þeir sjálfir eru hluthafar í svo þeir gætu sem fyrst flutt fé frá Íslandi eftir greiðslu á ríflega 80 milljarða stöð­ ugleikaframlagi í ríkissjóð sem er fjármagnað með kaupunum á hluta­ bréfunum í Arion. Um þetta segir Sigurður. „Næsta stig endurreisnar bankakerfisins snýst um að byggja upp fjármála­ kerfi sem þjónar þörfum almenn­ ings og atvinnulífs, er hagkvæmt og traust. Til þess að ná fram breyting­ um þarf virka fjárfesta sem spila eft­ ir settum reglum. Þeir geta verið til skemmri eða lengri tíma og kannski þarf báðar gerðir fjárfesta. Það þarf upplýsingar um fyrirætlanir, forsendur og markmið fjárfesta til að taka afstöðu til þess hvort umrædd­ ir fjárfestar falli inn í þessa mynd.“ Sigurður vildi ekki svara því hvort Kvika eða hann sjálfur ættu í við­ skiptasambandi við Arion banka eða kröfuhafa Kaupþings en einn nánasti samverkamaður hans við skipulagningu á losun gjaldeyris­ haftanna, Benedikt Gíslason, er orðinn ráðgjafi eignarhaldsfélags­ ins Kaupþings sem umræddir vog­ unarsjóðir eiga meðal annars hlut í. „Eins og þú sjálfsagt þekkir þá er fjármálastofnunum hvorki heimilt að gefa upp hverjir eru í viðskiptum, né heldur heimilt að segja til um það hverjir eru ekki í viðskiptum.“ Sigurður: Sjóðirnir ekki endilega óheppilegir eigendur Arion Einn helsti sam- verkamaður Sigurðar Hannessonar við í framkvæmdahópi síð- ustu ríkisstjórnar um losun gjaldeyrishafta, Benedikt Gíslason, er orðinn starfsmaður kröfuhafa Kaupþings. Sigurður telur fjár- festingu kröfuhaf- anna í Arion banka vera jákvæða. Lögreglan vill óháða rannsókn á lögreglunni Thom as Møller Ol sen, græn lensk­ ur karl maður sem setið hef ur í gæslu v arðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjáns dótt ur, hef ur verið ákærður fyr ir mann­ dráp og stór fellt fíkni efna laga brot. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur. Birna sást síðast á eft ir lits mynda vél í miðborg Reykja vík ur 14. janúar en hún fannst látin 21. janúar. Tveir skipverjar voru handteknir um borð í græn lenska tog ar an um Pol­ ar Nanoq, grunaðir um að tengjast málinu. Hinn skipverjinn var grunaður um aðild að málinu en hefur ekki lengur réttarstöðu sakbornings og er því laus allra mála. Thomas Möll­ er Olsen hefur neitað sök. | þká Thomas Møller Ol sen ákærður fyrir manndráp Lögreglumál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill að Ríkislögreglustjóri geri óháða úttekt á vinnubrögðum innan embættisins í kjölfar þess að lögreglumaður beitti fanga ofbeldi í fangageymslu lögreglu­ stöðvarinnar á Hverfisgötu í Reykjavík í maí í fyrra. Fanginn kærði ofbeldið og nú hefur verið gefin út ákæru vegna þess. Lögreglumaðurinn sem um ræðir er nú kominn í leyfi frá störf­ um tímabundið, en vaknað hafa spurningar um hvort víkja hefði átt honum frá störfum um leið og málið kom upp. Lögregla segir að mistök hafi verið gerð í þeim efn­ um og tryggja þurfi að slík mál fái afgreiðslu strax. Lögreglan taldi sig ekki hafa heimild til að víkja lögreglumanninum frá störfum þegar það kom til álita í upphafi þessa árs, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. | þká

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.