Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 og læknirinn sagði.“ Það er bara stundum þannig.“ Samkvæmt niðurstöðunum var hún með forstigseinkenni sjúk- dómsins. „Læknirinn reyndi að vera jákvæður og sagði að ýmislegt lofaði góðu í þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum, það er gott að hafa einhverja von um eitthvað betra, hvað sem verður á endanum,“ seg- ir hún. Boðið að flytja sig Sjúkdómurinn varð engu að síð- ur trúnaðarmál. Einungis æðstu stjórnendur og nánustu samstarfs- menn hjá borginni fengu fréttirn- ar til að byrja með. „Eftir fundinn með borgarstjóra höfðu orðið alger kaflaskil í mínu lífi. Dagur B. Egg- ertsson var eins góður og hægt er að vera við svona aðstæður. Hann bauð mér að flytja mig um set í ann- að starf þar sem væri minna álag.“ Ellý er með meistarapróf í um- hverfisrétti og starfaði sem sér- fræðingur í umhverfismálum hjá Alþjóðabankanum um árabil. Það varð úr að hún fór í 60 prósent starf á umhverfis- og skipulagssviði. „Þetta var mjög góð lending fyrir mig. Umhverfismál hafa verið mitt helsta áhugamál í meira en 20 ár. Ég hef fulla starfsorku en á erfitt með að starfa undir miklu álagi. Það gerði mér því mjög gott að flytja yfir á umhverfis- og skipulagssvið. Það var gott að halda áfram hjá borginni þar sem ég hef unnið og þekki fólk og líður vel. Það hefði verið frekar erfitt að þurfa að byrja algerlega uppá nýtt með Alzheimer á feril- skránni.“ Ekki lítið ríkidæmi Ellý segist hafa fengið mikinn og dýrmætan stuðning frá vinum, fjöl- skyldu og samstarfsfólki. Maðurinn hennar hafi tekið að sér það erfiða hlutverk að segja fjölskyldu henn- ar og nánustu vinum frá því hvern- ig fyrir henni væri komið. Það hafi því strax myndast einhverskonar stuðningshópur í kringum hana. „Ég hitti lækninn minn reglulega þótt það líði stundum langur tími á milli, og ég hitti sálfræðing, annan hvern mánuð. Ég vissi ekki mikið um Alzheimersjúkdóminn þegar þetta skall á og núna sleppi ég því alveg, ég verð að játa að ég hef ekki áhuga á að kynna mér hann í þaula. Þá er ég gift lækni, en við höfum verið saman í 32 ár og ég nýt þess auðvitað að hafa hann við hliðina á mér. Við höfum átt mjög gott líf saman og það er ekki lítið ríkidæmi þegar svona stendur á.“ Þoli ekki leyndarmál Þótt fyrst í stað hafi henni þótt betra að þetta væri á fárra vitorði fór það að trufla hana þegar fram í sótti. „Ég fékk mikið áfall þegar ég greindist með sjúkdóminn og dró mig í hlé. Það var ólíkt mér. Ég forð- aðist mannamót en í eðli mínu er ég þó félagslynd og þarf á öðru fólki að halda. Það er oft óþægilegt þegar fólk flýgur á mig á mannamótum, brosandi út að eyrum og segir: Ellý hvað ert þú farin að gera núna eft- ir að þú hættir sem borgarritari? Sumir voru ágengir og gengu hart að mér að ræða ástæðuna fyrir mín- um starfslokum. Það varð á stund- um til þess að ég ákvað að það væri átakaminnst að vera bara heima. Það er mikil þögn sem umlykur Alzheimersjúkdóminn og hann er mikið tabú. En mér fannst að ég gæti ekki falið þetta lengur fyrir umheiminum. Ég sem hef alltaf ver- ið á móti leyndarhyggju var orðin skugginn af sjálfri mér, alltaf með þennan púka á öxlinni. Ég vil hafa hlutina uppi á borðum og þoli yf- irleitt ekki leyndarmál. Ég vildi fá sjálfa mig aftur en til þess varð ég að rísa upp, komast út úr skápnum og rjúfa þögnina,“ segir hún. Viðeigandi vettvangur Hún segir að Ólöf Nordal, fyrrver- andi innanríkisráðherra, hafi haft mikil áhrif á sig þegar hún sagði. „Ég hef aldrei falið minn sjúkdóm.“ Þetta hitti mig í hjartastað. Hvað er verra en að gefa ekki fólki, sem vill reynast manni vel, tækifæri til að sýna væntumþykju og vináttu. Í byrjun mars sagði ég svo ákveðn- um hópi fólks frá sjúkdómnum og þá leið mér strax betur. Með því að koma fram vonast ég líka til að hjálpa öðrum í sömu sporum. Fólk á ekki að þurfa að burðast með þetta eitt eins og hræðilegt leyndarmál. Þegar Íslensk erfðagreining fór að undirbúa málþing um heilann, fann ég strax að það var viðeigandi vett- vangur til að taka skrefið til fulls og segja frá.“ Rýmisgreindin hefur versnað Ellý finnur fyrir einkennum sjúk- dómsins: „Ég er lengur að koma mér að verki og það tekur mig lengri tíma að klára verkefni. Ég finn að ég er stundum gleymin, ég hef glatað ákveðnum minningum og rýmisgreindin, sem hefur reynd- ar aldrei verið mín sterka hlið, hún hefur heldur versnað. Ég geng samt flestra minna ferða, eða hjóla eins og ég er vön. Fyrst var ég mjög meðvituð um að ég gæti gert mis- tök og nánast sjúklega passasöm. Núna reyni ég að taka þessu létt- ar og gefa sjálfri mér svigrúm. Mér finnst sjúkdómurinn stundum eins og þoka í höfðinu, misþétt en hún leggst tímabundið yfir minnið en svo birtir aftur til. Stundum eru minningarnar seigfljótandi en ef ég gef mér tíma þá koma þær oft- ast aftur. Á fyrirlestrinum rifjaði Ellý upp sögu af því þegar hún sem ungur lagastúdent fór í heimsókn fyr- ir hönd stjórnar Orators, á árshá- tíð laganema í Kaupmannahöfn. Þá var henni ásamt fleirum boðið í kvöldverð á heimili forseta laga- deildar Kaupmannahafnarháskóla. Eftir að hafa vandað sig allt kvöldið og ekki bragðað áfengi, til að ekkert færi nú úrskeiðis, kvaddi hún gest- gjafanna með virktum og gekk síð- an út um dyrnar. Við tók ansi pín- legt augnablik, því hún hafði gengið inn í fataskáp hjónanna og lokað á eftir sér. Ég geri það sem mér er sagt að geti hægt á sjúkdómnum. Ég fer í ræktina þrisvar í viku, geng allra minna ferða. Ég fylgi ráðlegging- um um mataræði, er á svokölluðum „mind diet“, en Pétur Thorsteins- son læknir er einskonar goðsögn í Alzheimersjúkdómnum, það er mælt með grófu korni, trefjaríkum mat, fiski og léttara fæði. Mér er sagt að borða mikið af bláberjum, lítið af rauðu kjöti og drekka eitt rauðvínsglas á kvöldin, og ég nýt rauðvínsins sérstaklega vel,“ segir hún og hlær. Lifi í núinu Ellý segir að fáir sem viti þetta hafi reynt að forðast hana. Þótt auð- vitað séu einhver dæmi um það. „Fólki bregður mjög mikið þegar það heyrir þessa sjúkdómsgrein- ingu. Ég skynja að margir eiga erfitt með að nálgast mig, fólk getur ver- ið mjög lokað eða mjög opið, sumir eru snillingar í að tala við fólk og senda frá sér hlýja strauma. Það er ákveðinn lærdóm hægt að draga af viðbrögðum fólks. Ég vissi oft um einhvern sem var veikur eða átti bágt. Ég fór ekki í heimsókn af því ég vildi ekki vera fyrir eða vera til byrði. Núna veit ég að það var rangt.“ Leiðin liggur inn í óvissuna en hún leggur áherslu á að lífið sé samt ekki búið. „Þetta er grimmur sjúk- dómur en ekki dauðadómur. Mér var sagt að meðallíftími fólks sem greinist með Alzheimer sé um tíu ár. Ég vil ekki hugsa um það. Ég verð að lifa með þessum sjúkdómi og mitt svar er að lifa í núinu og lifa til fulls meðan ég get það,“ segir hún. Það var áhrifamikil stund að horfa á hana taka skrefið til fulls og ávarpa troðfullan sal af fólki í húsakynnum Íslenskrar erfða- greiningar á miðvikudag þar sem hún lýsti lífsreynslu sinni á opin- skáan og hlýlegan hátt. „Mér fannst þetta ánægjuleg stund og ég var vel undirbúin í huganum. Ég var alveg pollróleg og fannst andrúmsloftið ótrúlega notalegt. Ég vona að ég hafi getað opnað umræðuna, það á að tala um þennan sjúkdóm, ná- kvæmlega eins og alla aðra sjúk- dóma.“ Ellý Katrín Guðmundsdóttir var æðsti embættismaður borgarinnar og staðgengill borgarstjóra þegar hún greindist með Alzheimersjúkdóminn. Dagur B. Eggertsson tók utan um samstarfskonu sína að loknum fyrirlestrinum í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Fjölskylda Ellýjar Katrínar hefur staðið þétt við bakið á henni. Á vinstri myndinni tekur dóttir hennar, Ingibjörg, utan um hana eftir fyrirlesturinn á miðvikudag en á myndinni að ofan hlýðir hún á erindi Kára Stefánssonar læknis ásamt Magnúsi Karli Magnússyni, eiginmanni sínum. Ég forðaðist mannamót en í eðli mínu er ég þó félagslynd og þarf á öðru fólki að halda. Það er oft óþægilegt þegar fólk flýgur á mig á mannamótum, brosandi út að eyrum og segir: Ellý hvað ert þú farin að gera núna eftir að þú hættir sem borgarritari? Sumir voru ágengir og gengu hart að mér að ræða ástæðuna fyrir mínum starfslokum. M yndir | Jón G ústafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.