Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 31.03.2017, Qupperneq 24
24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið. DÆMI UM BORGIR Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Við vorum komin með alveg nóg af því að búa inni á foreldrum okkar, ömmu og afa og í ferða-tösku svo við fórum að velta þessum möguleika fyrir okk- ur,“ segir Sólveig Valgerður Svein- björnsdóttir en hún keypti sér Ford Transit bíl í vetur og breytti honum í heimili. Sólveig hefur starfað starfar sem fjallaleiðsögumaður víðsvegar um landið síðastliðin ár og felur starf- ið í sér miklar tarnir á sumrin en minni vinnu um vetur. Fyrir þremur árum ákvað hún að eyða vetrinum í skíðabænum Chamon- ix í frönsku ölpunum. Ferðin var afdrifarík því í Chiminox kynntist hún kærastanum, Guillaume Koll- ibay, og eyða þau tíma sínum þar þegar þau eru ekki að vinna á Ís- landi. Breytti bílnum í heimili Sólveig Valgerður Sveinbjörnsdóttir starfar á Íslandi á sumrin en býr í Frakklandi á veturna og hentar henni því vel að eiga heimili á hjólum. Það var samt fyrst og fremst lítið framboð á húsnæði og há leiga sem varð til þess að hún fór þá leið að búa í bíl. Sólveig segir það hafa verið mikið mál að koma öllu fyrir í svona litlu rými. Það hafi þó borgað sig því henni líður miklu bet- ur eftir að hún losaði sig við allan óþarfann. Áhugasamir geta fylgst með lífinu í bílnum og ævintýrum Sólveigar á Instagram undir „Vanbums“. „Guillaume er skíðakennari og starfar þess vegna líka í törnum svo það hentar okkur vel að eiga heimili á hjólum,“ segir Sólveig en það var þó fyrst og fremst lítið framboð af húsnæði og há leiga sem varð til þess að þau ákváðu að gera sér heimili í bíl. Reykjavík kom aldrei til greina Sólveig ólst upp á Höfn í Hornafirði og þar hafa þau Guillaume haft bú- setu þegar þau eru stödd á Íslandi. „Það kom aldrei til greina að búa í Reykjavík því leigan þar er allt of dýr. Fyrirtækið sem við vinnum fyrir er á Höfn svo við vorum aðal- lega verið að leita að íbúð í kring- um það svæði. Okkur langaði mest að búa á Höfn en það var bara ekk- ert í boði svo við leituðum í þorp- um út um allt land en flestar íbúðir eru komnar í túristaleigu svo það er ekkert í boði sem kostar ekki annan handlegginn,“ segir Sól- veig en þau Guillaume bjuggu hjá ömmu og afa Sólveigar meðan á leitinni stóð. „Okkur var farið að langa mikið í okkar eigið heimili og svo vorum við komin með al- gjöran leiða á því að vera alltaf að flytja dótið okkar á milli Chamonix og Hafnar.“ Mikilvægt að finna rétta bílinn Leitin og biðin urðu til þess að Sól- veig fór að rifja upp gamlan draum um að búa í Volkswagen-rúgbrauði og geta þannig ferðast á milli staða án þess að þurfa alltaf að pakka bú- slóðinni niður í ferðatösku. „Gall- inn við rúgbrauðið er að þú þarft að kunna að gera sjálfur við vél- ar, sem við kunnum ekki og þess vegna fór ég að skoða aðra bíla. Ég las mér mikið til um það hvað besti bíllinn væri og svo duttum við nið- ur á þenna Ford Transit sem var búið að breyta að einhverju leyti. Það var allt þetta dýra í honum sem maður þarf ef maður ætlar að búa í bílnum allt árið, eins og dísil-miðstöð og sólarsella. Og svo er hann hár, en við þurftum háan bíl því við erum bæði yfir 1,80 á hæð. Ég hefði ekki meikað að vera alltaf að beygja mig heima hjá mér. Maður verður að geta notið þess að búa í bílnum,“ segir Sólveig. Þau festu kaup á bílnum í nóvember og höfðu gert hann íbúðarhæfan og tilbúinn í langför með Norrænu í byrjun janúar. „Við gúggluðum okkur bara í gegnum þetta og not- uðum youtube og pinterest mik- ið. Við bjuggum hjá ömmu og afa á Hornafirði á meðan og afi hjálp- aði okkur mikið en hann er bifvéla- virki.“ Þægilegra að eiga minna Að koma allri búslóðinni fyr- ir í þessu litla rými var hálfgert ævintýri og segir Sólveig að hún hafi þurft að hugsa ýmislegt upp á nýtt. Stærsti hausverkurinn hafi verið að koma öllu útivistardótinu fyrir. „Það er mikilvægt að þurfa ekki að rústa öllu heimilinu til að finna hlutina. Við settum til dæm- is brettin og skíðin undir rúmið og gerðum aðgengi í það rými utan frá, sem er mjög þægilegt. Ég er þessi týpíska íslenska kona sem á allt of mikið af fötum og er þekkt fyrir að eiga allt of mikið af jökkum svo fjölskyldan mín hló mikið að mér þegar ég var að reyna að púsla þessu saman. Ég þurfti að skera niður og í dag nota ég þrisvar sinn- um minna af fötum og finnst það miklu þægilegra. Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig ég nennti að eiga öll þessi föt. Maður var orðin svo vanur að eiga allt of mikið af dóti en í dag á ég bara það sem mig vantar og allt er á sínum stað, sem er mjög þægilegt.“ Rottuhola á hundruð þúsunda Þegar bíllinn var tilbúinn tók við ferðalag yfir hafið og svo keyrsla niður í frönsku alpana þar sem Sól- veig og Guillaume eru stödd núna, þar til sumartörnin hefst á Íslandi. Þau eru fegin því að þurfa ekki að hírast í rándýrri kjallaraíbúð í fína skíðaþorpinu og dásama það að vakna alla daga úti í náttúrunni. Líf þeirra snýst um lítið annað en að skíða og ferðast þegar Guillaume er ekki að vinna við kennslu. „Við leigðum íbúð hérna í fyrra en það var bara allt of dýrt en leigu- markaðurinn hér er jafnmikið rugl og á Íslandi. Þú leigir rottuholu í miðbænum fyrir nokkur hundruð þúsund. Okkur langar samt að vera hér því Guillaume er héðan og er með vinnu hér og svo hefur þetta svæði upp á svo margt að bjóða. Þú kemst ekki í svona skíðasvæði neinsstaðar annarsstaðar, þú tek- ur lyftu upp í 3800 metra hæð og ótrúlegar brekkur á tíu mínútum.“ Erfitt að snúa til baka Sökum þess hversu dýrt er að búa í Chamonix er sífellt fleira fólk sem býr þar í bílum og segir Sólveig oft myndast skemmtileg samfélög ólíks fólks á bílastæðunum. „Ég hélt að þetta væri lífsstíll sem væri bara hægt að leyfa sér núna en svo sé ég eldra fólk og líka barnafólk og hugsa með mér að þetta sé kannski bara framtíðin. Ég væri allavega til í að búa svona alla ævi. Ég held að það sé næstum ógerlegt að fara aft- ur til baka,“ segir Sólveig sem kem- ur með heimilið aftur til Íslands í vor, þegar ferðavertíðin hefst hér á ný. „Við verðum að vinna út frá Hala í Suðursveit og stefnum á búa einhversstaðar á milli Hala og Hafnar. Við höfum aldrei prófað að búa almennilega í bílnum á Íslandi svo við erum mjög spennt. Stærsti kosturinn við það verða allar sund- laugarnar því við erum ekki með sturtu í bílnum. Það verður frábært að vera loksins með eigið heimili á Íslandi.“ „Ég hefði ekki meikað að vera alltaf að beygja mig heima hjá mér. Maður verður að geta notið þess að búa í bílnum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.