Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 28

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 28
28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Eftir að hafa lokið BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands lá leið Sólrúnar til Englands þar sem hún stundaði nám við háskólann London School of Economics. Námið opnaði ýmsar dyr og að námi loknu var Sólrúnu boðin vinna hjá Sameinuðu þjóðun- um sem varð til þess að hún flutt- ist til landsins Malaví í suðurhluta Afríku. Þar bjó Sólrún í sex ár og leið einstaklega vel enda leit hún á landið sem heimili sitt. Árin liðu og sex árum síðar, nánar tiltekið árið 2013, var hún þó farin að hugsa sér til hreyfings enda er fjarlægðin frá Malaví til Íslands töluverð. Sólrún breytti því algjörlega um stefnu og flutti til hinnar fornu borgar Jer- úsalem þar sem hún starfaði með- al annars fyrir Unicef. Sólrún bjó í palestínsku hverfi í Austur-Jer- úsalem í rúmlega þrjú ár og kolféll fyrir borginni, þó hún segi sjálf að ekki sé hægt að horfa á Jerúsalem í rósrauðum bjarma. Alls enginn sérfræðingur „Ég sá um eftirlit, mat og ár- angursmælingar ásamt sam- þættingu kynjasjónamiða í verkefn- um, þannig ég var að skipta mér af verkefnum allra hinna og aðstoða við áætlunargerð,“ segir Sólrún er hún reynir eftir bestu getu að útskýra þessa flóknu vinnu fyrir blaðamanni. En hvernig varð Austur-Jer- úsalem fyrir valinu? „Ég hef alltaf haft áhuga á Palestínu en var enginn sérfræðingur, alls ekki. Ég hafði bara fylgst með frétt- um og eftir að hafa búið í Malaví í sex ár langaði mig að vera nær fjölskyldunni. Svo þegar tækifær- ið bauðst stökk ég á það. Svo var Palestína bara æðisleg,“ segir hún og brosir. Sólrún bjó í austurhluta Jerúsalem, en borgin var hernumin af Ísraelsmönnum árið 1967 og síð- ar innlimuð en sú aðgerð var m.a. fordæmd Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kolféll fyrir Palestínu Íbúð Sólrúnar var í hverfinu Shu- afat en hún starfaði í hverfinu Beit Hanina sem er þar nærri. Aðspurð um upplifun Sólrúnar á þessari sérstöku borg segir hún hana vera flókna. „Það eru margar hliðar á palestínsku samfélagi, borginni og ástandinu. Hversdagslífið er ólíkt frá einum mánuði til annars en oft- ar en ekki leið mér vel í borginni.“ Sólrún segir hverfið eiga stóran hlut í hjarta sér og lýsir stemningunni þannig að allir þekki alla og ef að veskið gleymdist hjá kaupmann- inum á horninu þá var alltaf hægt að greiða seinna. „Mér leið svo vel í Malaví og Malaví var mitt heimili, ég átti ekki von á því að mér liði eins í Palestínu. En ég kolféll fyrir Palest- ínu og mér fannst ég líka rosalega velkomin,“ segir Sólrún og brosir þegar hún rifjar upp minningarnar. Ótrúleg borg með tvær hliðar Jerúsalem er borg sem skiptir ótal menningarheima og stærstu trúar- brögð heimsins máli. Gyðingdómur, kristni og íslam eiga öll mikilvægar rætur á svæðinu enda hafa iðkend- ur trúarbragðanna litað borgina í hundruð ára. Eftir að borgin var hernumin af Ísraelsmönnum árið 1967, líkt og allur Vesturbakkinn og Gaza-svæðið, hefur ástandið verið nokkuð eldfimt, enda ratar borgin oft í heimsfréttirnar. „Ég vil alls ekki alhæfa um heilan menn- ingarheim, það er algjört nónó í mannfræðinni,“ segir Sólrún ákveðin. „Það er alls ekki eins og ég hafi verið með rósrauð gleraugu. En það er ekki hægt að tala um Jer- úsalem án þess að tala um hvað fólk er gestrisið og hjálpsamt,“ seg- ir hún og rifjar kát upp ýmis atvik þar sem borgarbúar komu týndum Íslendingi til hjálpar. „Svo er það hin hliðin,“ segir Sólrún og verð- ur döpur á svip. „Það er ekki hægt að vera þarna án þess að finna fyr- ir hernáminu og því sem hernám- inu fylgir. Í Austur-Jerúsalem búa til dæmis um 300 þúsund Palestínu- menn og um 200 þúsund landtöku- menn, sem eru í bága við alþjóða- lög,“ segir hún og vísar í ályktun Sameinuðu þjóðanna um að land- tökubyggðir Ísraela á palestínsku landi séu ólöglegar. En þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2012, samkvæmt landamær- Palestína varð óvænt heimili Akureyringurinn Sólrún Ólafsdóttir hefur svo sannarlega búið og ferðast víða en hún er nýflutt heim til Íslands eftir rúmlega þriggja ára dvöl í borginni Jerúsalem í Mið-Austurlöndum. Sólrún upplifði ýmislegt í starfi sínu en hún starfaði í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu þó skrifstofa hennar hafi verið í hverfinu Beit Hanina í Jerúsalem. Borgin helga á enn stóran stað í hjarta hennar enda finnst henni líklegt að hún snúi aftur. Vegna vinnu sinnar fyrir Unicef ferðaðist Sólrún stundum inn á Gaza-svæðið. Við landamærin er eftirlit gífurlegt og fáir komast inn og út af svæðinu. Hún varð líka að ferðast um í brynvörðum bíl og mátti ekki fara hvert sem er. Hér sést í fallega strönd á Gaza-svæðinu með fiskibátum við sólarlag. Matarmarkaður í borginni Ramallah sem liggur við borgina Jerúsalem. Þar sem Ramallah er handan aðskiln- aðarmúrsins þurfti Sólrún að fara í gegnum eftirlitsstöð til að komast þangað. Það gat tekið töluverðan tíma enda gjarnan umferðarteppa. Sólrún Ólafsdóttir hefur búið víða en hún er nýflutt heim eftir þriggja ára dvöl í Jerúsalem þar sem hún vann fyrir Unicef. Sólrún hugsar til borgarinnar fögru með söknuði en segist þó ekki geta horft á hana með rósrauðum bjarma. Mynd | Heiða ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.