Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Sjónvarpsþættirnir eru hugarsmíði þeirra Dan Harmon og Justin Roi-land. Þættirnir hafa gert garðinn frægan víðsvegar
um heim og eiga sér dyggan hóp
aðdáenda hér á landi sem sam-
einast í hópnum Ríkharður og
Marteinn – íslenskir Rick og Morty
aðdáendur.
„Það virðist vera komið í tísku
að safna saman nördum,“ segir
Geir kátur, sem er líkt og Rakel í
mörgum álíka facebook hópum.
Inni í Ríkharðs og Marteins-hópn-
um eru margskonar málefni milli
himins og jarðar tengd þáttun-
um rædd og aðdáendur bera
saman bækur sínar, deila hug-
leiðingum um þættina, fyndnum
efnum og styðja hvern annan í
örvæntingunni eftir þriðju serí-
unni. Höfundar þáttanna hafa svo
sannarlega látið áhorfendur bíða
eftir. Þau Stefán, Rakel Ósk og Geir
eru stjórnendur hópsins en Stefán
stofnaði hann fyrir nokkru síðan.
Í upphafi snerust umræður hóps-
ins að miklu leyti að skondnum
íslensku þýðingum, líkt og sjá má
á nafni hópsins en nú hefur biðin
eftir nýrri þáttaröð knúið meðlimi
enn frekar til umræðna og sam-
stöðu. „Nú erum við búin að bíða
í tvö ár eftir meiru, þeir láta mann
alveg hanga og bíða en maður get-
ur alveg horft endalaust á þetta,“
segir Rakel sem er sjálf búin að
horfa margoft á flesta þættina.
Hún gerði líka könnun inni í
hópnum um áhorf á seríunum.
Þá kom í ljós að ákveðinn hópur
aðdáenda hafði séð þættina oft-
ar en fjörutíu sinnum. Stofnend-
urnir stóðu líka fyrir svokölluðu
Pup Quiz, annað árið í röð, þar
sem eldheitir aðdáendur mættu
á skemmtistaðinn Húrra til þess
að svara erfiðum spurningum um
þættina. „Í fyrra var alveg pakkað,
við þurftum að sækja aukaborð
og eitthvað. Núna var náttúru-
lega alveg fullt hús og ég átti fullt
af vinum sem fóru bara heim því
þeir fengu ekki sæti. Ég er að pæla
í að finna stærri stað fyrir þetta
næst,“ segir Rakel. „Í gegnum fífla-
ganginn ná þættirnir samt að vera
hjartnæmir,“ segir Geir en þau
Rakel eru sammála um að þættirn-
ir taki á ótrúlega siðferðislegum
pælingum sem vekji áhorfanda
til umhugsunar. Þess vegna séu
þeir einmitt svona áhugaverðir og
vinsælir.
Siðferðislegar
spurningar í
litríkum búningi
Þeir Rick og barnabarn
hans, Morty, ferðast til
ótal heima og pláneta
í þáttunum.
Mini Verse
Rick er snjall uppfinningamaður.
Í þættinum The Ricks Must be Cr-
azy ferðast þeir Rick og Morty inn
í pínulítinn heim sem Rick hefur
skapað inni í geimflaug sinni til
þess að hlaða batteríin.
Gazorpazorp
Hér feðrar Morty hinn ungi lítið
skrímsli sem á uppruna sinn að
rekja til plánetunnar Gazorp-
azorp. Rick og systir Morty, Sum-
mer, ferðast því þangað til þess
að leysa málin. Eins og í flestum
þáttunum er hér að finna furðu-
legar, siðferðislegar pælingar höf-
undanna.
Allskonar Rick
Í veröld þar sem eru til ótal vídd-
ir og heimar eru að sjálfsögðu til
ótal útgáfu af þér sjálfum. Á Rick
plánetunni er að finna ótal útgáfur
af Rick sjálfum, alveg eins og öll-
um öðrum.
Í tæplega sjö hundruð manna hópi á facebook
ræða aðdáendur þáttanna Rick og Morty ýmis
hjartans málefni. Stjórnendur hópsins eru þau
Stefán, Rakel og Geir sem eru öll þrjú eldheitir
aðdáendur þáttanna. Þau Geir og Rakel segja
vinsældir þáttanna mega rekja til frumleika
höfundanna og siðferðislegra spurninga sem
þættirnir kasta fram í litríkum búningi.
Geir og Rakel Ósk eru eldheitir aðdáendur þáttanna Rick and Morty, enda hafa þau séð þættina margoft. Mynd | Heiða
Vinabekkir á
skólalóðum hvetja
börn til að gefa færi
á sér í leik og bjóða
öðrum að vera með.
Á skólalóðum nokkurra grunn-
skóla á höfuðborgarsvæðinu hefur
verið komið upp svokölluðum
vinabekkjum þar sem börn geta
sest ef þau vantar einhvern til að
leika eða tala við. Eru þeir meðal
annars staðsettir við Melaskóla
og Ingunnarskóla. Bekkjunum er
komið upp að frumkvæði skóla
eða foreldrafélaga og hafa verið
börnunum hvatning til að gefa
færi á sér í leik, eða bjóðum öðr-
um að vera með.
Bekkirnir eru málaðir í glaðleg-
um litum og ímynd þeirra gerð
jákvæð. Það má nefnilega alls ekki
vera þannig að það sé neikvætt að
setjast á vinabekkinn og að börn-
in vilji ekki láta sjá sig þar. Með
því að setjast á bekkinn er barn
ekki endilega að segja að það vilji
enginn leika eða að það sé skilið
út undan, heldur er um að ræða
lausnamiðaða hugmynd til að gefa
færi á sér. Stundum leita líka fleiri
en einn á bekkinn í sama tilgangi
og þá geta þeir fundið félaga í hver
öðrum. | slr
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
7
1
3
0
4
0
Íbúfen®
Íbúprófen 20 mg/ml mixtúra
Dreifa
– Með appelsínu
og vanillubragði
hollur kostur á 5 mín.
Plokkfiskur
Sestu hérna hjá mér
Bekkirnir.
Í apríl mánuði
renna 100 krónur
af hverri seldri dós
til stuðnings
Bláa naglans
Curcumin
„Gullkryddið“
er margfalt
áhrifameira
en Túrmerik!
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ
CURCUMIN? Gullkryddið sem hefur reynst þúsundum Íslendinga vel.
Bætiefnin innihalda hvorki rotvarnarefni né fylliefni og eru án allra aukaefna.
„Ég mæli tvímæla-
laust með vörunum
frá Natural Health
Labs.“
Helga Lind –
Pilateskennari
og einkaþjálfari
Fæst í öllum
helstu apótekum,
heilsuverslunum
og heilsuhillum
stórverslana.
www.balsam.is