Fréttatíminn - 31.03.2017, Page 38

Fréttatíminn - 31.03.2017, Page 38
38 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Vörunúmer: 00501-0162 Í Danmörk kr 12.851* Í Svíþjóð kr 11.287* *Skv. Verðskrá Levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 24.03.17 501 ORIGINAL KR. 11.990 Leví s Kringlunni – Leví s Smáralind – Leví s Glerártorgi Með fiskigirni í töskunni og LED fjarstýringu í vasanum Það er ýmislegt áhugavert og skemmtilegt sem getur leynst í veskjum og töskum fólks sem mikið er á ferðinni. Margir þessara hluta nýtast við ótrúlegar aðstæður á meðan aðrir eru lífsnauðsynlegir í dagsins amstri. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Sandra Ýr Dungal, annar eigenda Concept Events og viðburðastjóri, á sannkall-aða Mary Poppins tösku, enda þarf hún að hafa ým- islegt til taks þegar rigga þarf upp árshátíðum eða mæta á mikilvæga fundi með skömmum fyrirvara. Fréttatíminn fékk að kíkja í tösk- una hennar eftir síðustu helgi og veiða nokkra hluti þar upp. Suma undarlegri en aðra. „Það er alltaf smá kaos eftir svona stóra helgi,“ segir Sandra sem var einmitt að setja upp 2000 manna árshátíð um helgina. „Ég var sko alltaf með risa tösku en hætti því einmitt útaf því að það var of mikið drasl sem safnaðist í hana,“ útskýrir hún og tínir nokkra hluti upp úr töskunni. „Ég er með: Símann minn, hleðslukubb, þrjá vara- liti, veski, mintur, fiski- girni og gafferteip. Jú, og nafnspjöld. Heyrðu finn ég ekki plástra líka. Svo er ég yfirleitt með naglalakk líka. Og þetta er ekki einu sinni stór taska,“ segir hún hlæj- andi. „Svo er ég með LED fjarstýringu í vasanum,“ bætir hún við. Allt mjög hefð- bundið. Túrtappar „Svo er ég auðvitað alltaf með túrtappa í töskunni líka, enda kona.“ Mintur „Ég er alltaf að hitta fólk hér og þar, þá er gott að vera með mintur í töskunni.“ Varalitir „Svo er ég með þrjá varaliti, fyrir öll tilefni. Fundi, viðburði, skrifstofuna og „networking“ partí.“ Fiskigirni „Ég var að setja upp árs- hátíð um helgina, þá er möst að vera með svona hluti á sér. Ég er yfirleitt með þetta í töskunni um helgar, en minna á virkum dögum. Er með þetta núna því að ég var í fríi í gær, var að koma aftur í vinnuna.“ Gafferteip „Ég er alltaf með gafferteip til reiðu, er með það heima, úti í bíl og á skrifstofunni,“ segir Sandra en það nýtist vel við hvers kyns veisluundirbúning. Á mánudagskvöldum, um sjö- leytið, setjast hjónin Anna og Haukur, dóttir þeirra Sjöfn og frændinn Kristján niður og spila bridge. Þau eru nefnilega öll eld- heitir aðdáendur spilsins og stofn- uðu því Bridgeklúbbinn Petúníu í ársbyrjun árið 2015 og hafa því skemmt sér konunglega yfir spil- inu í rúm tvö ár. Sjöfn segist sjálf hafa verið hik- andi í upphafi að spila við foreld- rana sem voru orðin nokkuð sjóuð í spilinu eftir margra ára reynslu af bridge. Hún féllst að lokum á að spila við þau þegar hún sat fót- brotin heima og gat lítið gert fyrir rúmum tveimur árum. „Afi var í heimsókn og hann er grimmur bridgespilari og þá komst ég að því að þetta er geggjað skemmtilegt. Svo við spiluðum bridge í marga daga,“ segir Sjöfn, sátt með ráð- stöfunina. Afinn er hinsvegar búsettur úti á landi og gat því ekki skuldbundið sig sem bridgespilari í Kópavogin- um vikulega. Fjölskylduna vant- aði því fjórða spilarann og þá var hringt í frændann Kristján sem var fljótur að slá til. Fjölskyldan tekur spilið alvarlega enda fékk klúbbur- inn brátt nafnið Bridgeklúbbur- inn Petúnía. Svo nota þau líka sérstakt bridgeborð með græn- um dúk þannig að spilin renni ljúflega um borðið. | bsp Bridgeklúbburinn Petúnía Fjölskylda sem spilar bridge Samverustundir með fjöl- skyldunni eru mikilvægar, sama hvort samverustundin felst í sjónvarpsglápi eða fjall- göngu. Það finnst líka hjónum í Kópavogi, dóttur þeirra og frænda sem spila bridge öll mánudagskvöld og taka spilið mjög alvarlega. Bridge getur í upphafi virst nokkuð flókið, en hér útskýrir Petúnía nokkur helstu hugtök spilsins: Samningur: Sú sögn sem spilafélagar koma sér saman um. Blindur: Í hverju spili leggur einn spilari spil sín upp í loft og tekur ekki þátt í spilinu. Sá er „blindur“. Geim: Samningur sem ávallt er stefnt að og gefur fleiri stig en aðrir. Rúberta: Þegar tvö geim hafa unnist er rúbertu lokið (svolítið eins og í tennis). Forhönd: Sá spilari sem fyrstur setur út spil. Félagar í bridgeklúbbnum Petúníu spila öll mánu- dagskvöld. Mynd | Heiða.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.